Vikan


Vikan - 23.09.1993, Side 48

Vikan - 23.09.1993, Side 48
TEXTI: HALLA SVERRISDOTTIR ER SÆLLA AÐ GEFA Samskipti mannanna byggjast á því sem kalla má „vöruskipti" - þó að það kunni að hljóma kulda- lega! Við gefum og við tökum - ást, vináttu, efnisleg gæði, traust, samúð. Enginn er einn í heiminum (þó að sumir virð- ist halda það) og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Sumir eru alltaf að gera eitt- hvað fyrir aðra en sumir sitja bara á rassinum og bíða eftir að eitthvað sé gert fyrir þá. Hvorum hópnum tilheyrir þú? Taktu þetta stutta próf, reikn- aðu út stigin þín og fáðu á hreint hvort þú ert þiggjand- inn, gefandinn eða hvort tveggja í samskiptum þínum við ættingja, vini, ástmenn og samstarfsfólk. Niðurstaðan gæti komið þér (kannski ó- þægilega) á óvart! 1. Nágrannakona þín hefur reynst þér vel í gegnum tíð- ina en nú þarf hún að skreppa burtu í tvær vikur og biður þig að líta eftir aldraöri móöur sinni. Vandamálið er að sú gamla er vanþakklát nöldurskjóða. Hvað gerir þú? a) Lætur þig hafa það; þú endurgeldur alltaf greiða. b) Samþykkir að líta inn til hennar einu sinni eöa tvisvar. c) Býrð til einhverja sannfær- andi afsökun til að komast hjá greiðanum. d) Kemur þér undan með því að stinga upp á málamiðlun - bjóðast til að kaupa í matinn fyrir kerlinguna eða eitthvað í þeim dúr. 2. Þú hefur eytt miklum tíma í aö undirbúa dásamlega rómantískan kvöldverð en elskhuginn hringir og seg- ist ekki komast. Hvað gerir þú? a) Kveikir á kertunum og nýtur matarins; þér finnst þú sjálf al- veg eiga þaö skilið að borða góðan kvöldverð. b) Hringir í einhvern vin eða vinkonu - þú ert svo góður kokkur að það væri synd að 48 VIKAN 19.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.