Vikan


Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 51

Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 51
PERSÓNULEIKAPRÓF NIÐURSTODUR 65 stig eða meira: Þú ert örlætið sjálft, gjafmildin holdi klædd, alltaf boöin og búin aö rétta hjálparhönd. Kannski einum of boðin og búin. Býrðu kannski til vanda- mál fyrir vini þína svo aö þú getir leyst úr þeim? Fagnarðu því innst inni þegar einhver á bágt því aö þá færðu tækifæri til aö sýna fram á Florence Nightingale-hæfileika þína? Viö spyrjum: hvaöa ástæður liggja að baki þessarar óheyri- legu fórnfýsi? Það er líklegt aö þú hafir til- hneigingu til aö ætlast skilyrö- islaust til þess aö aörir endur- gjaldi alla greiöa þína. Þú gleymir því líklega að sá óeig- ingirni gerir ekki alltaf upp all- ar skuldir. Þér finnst kannski aö enginn muni gera neitt fyrir þig nema þú ávinnir þér ást og vináttu með takmarkalausri fórnfýsi. En þaö eru ekki réttu forsendurnar fyrir mannlegum samskiþtum. Áttu erfitt með að gera greinarmun á tilfinn- ingalegri kúgun og sönnum kærleika? Það gæti veriö skynsamlegt að leita ráðgjaf- ar. 40-65 stig: Þú ert hreinasta nægtahorn ó- eigingirninnar. Munurinn á þér og manngerðinni sem lýst var hér aö ofan er sá aö þú gefur af frjálsum vilja, án þess aö ætlast endilega til eöa jafnvel detta í hug aö aðrir bregðist viö á sama hátt. Þú gefur vegna þess aö þig langar til þess. Þetta leiðir til þess aö þú getur af sama frjálsa viljan- um tekið við hjálp og hlýhug án þess aö finnast þú skuld- bundin gefandanum. Þetta er sjaldgæfur eiginleiki. 20-40 stig: Valdajafnvægi er þitt lykilorð. Þú kannt upp á hár listina aö gefa og þiggja og ert leiknari en flestir við að skipta verkum milli þín og annarra. í ástar- samböndum og vináttu finnst þér allt velta á jafnvægi og þér líður illa ef þér finnst þú gefa meira en þú færö - eða öfugt. Kannski er helsta hætt- an sú aö þú gleymir þeirri ein- földu gleði sem felst í því að gefa eitthvað (hvort sem er ást, gjafir, peningar eöa tími) umhugsunar- og hiklaust, bara til aö gefa. En þú ert aö minnsta kosti á réttu róli! 18 stig eöa minna: Þetta lítur ekki fallega út. Get- ur veriö aö þér finnist, meövit- aö eða ómeðvitað, aö það aö gefa sé fyrir annaö fólk - aö þú sért á einhvern hátt yfir þaö hafin? Flugsanlega hafa foreldrar þínir veitt þér of mik- ið án þess aö ætlast til neins á móti. Þú virðist aö minnsta kosti einum of upptekin af sjálfri þér og þínum eigin hagsmunum. Þetta mun þeg- ar fram líður hafa skaöleg á- hrif á sambönd þín viö ást- menn, ættingja og vini. Þaö er ekki hægt aö setja sjálfa sig alltaf efst á forgangslistann þó aö þaö geti stundum verið æskilegt. Fólk sem þaö gerir hrindir frá sér tilfinningatengsl- um án þess kannski aö gera sér grein fyrir því. Þaö sorg- legasta er að það veit ekki af hverju þaö er aö missa! Öll mannleg sam- skipti veröa svo miklu ánægju- legri þegar viö getum gleymt sjálfum okkur endrum og eins. Viö fáum líka svo ótal margt I staðinn. □ LAUSN SlÐUSTU GÁTU STJORNUSPA HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Ágreiningur, sem hefur valdiö þér miklum áhyggjum, fjarar nú smám saman út eftir aö einhver sem þú tekur mark á hefur talaö um fyrir þér. Málamiölun er oft besti kosturinn. Þér mun ekki gefast mik- ill tími til aö sinna einkamálum þín- um þessa vikuna en I þeirri næstu skaltu gefa þér tíma. NAUTID 21. apríl -21. maí Þú hefur efast um getu þína og skort sjálfstraust á ákveönu sviöi. Þú munt brátt öðlast kjark til að takast á viö lausn erfiös verkefnis þegar til þín verður leitað sérstaklega. Ef þér finnst persónu- legu frelsi þínu ógnað skaltu ekki hika við aö setja mörkin þar sem þú vilt hafa þau. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní [ þessari og næstu viku muntu safna kröftum til að takast á viö málefni sem þú hefur dregið lengi. Gagnrýni þín á verk annarra hefur vakið óróa I kringum þig. Hef- urðu hugleitt hvernig þú mundir sjálfur standa að verki? Notaðu næstu helgi til að breyta hraustlega til. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Það hefur ríkt töluverð spenna I fjölskyldunni og gott væri að leysa hana upp með sameigin- legum málsverði og góðu spjaili sem verður til þess að leiðinlegur misskilningur leiðréttist af sjálfu sér. Það kemur I Ijós að verkefni, sem þú miklaðir fyrir þér, er marg- falt auðveldara en þú hafðir reiknað með. UÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst Láttu ekki leiðindaatvik úr fortíðinni valda þér áhyggjum og ræna þig svefni. Taktu þér frí I næstu viku og notaðu tímann til að hlaða rafhlöðurnar. Það á nefnilega eftir að koma I Ijós að hagur þinn vænkast eftir að keppinautur þinn í starfi hefur gert leið mistök. MEYJAN 2. ágúst - 23. september Fórnarlund þinni er við brugðið en þú mættir að ósekju hugsa meira um eigin hag. Þér verður gefið tækifæri til að láta Ijós þitt skína á næstunni. Notaðu þaö og láttu skoðanir þínar í Ijós af ein- urö þótt ekki séu allir þér sammála. Það kemur sér vel að vera sein- þreyttur til vandræða. VOGIN 24. sept.- 23. október Á næstu dögum verður sólin í vogarmerkinu og því er veru- lega bjart fram undan hjá þér. Heppnin fylgir þér I flestu sem þú tekur þér fyrir hendur á næstu dög- um - farðu samt ekki of geyst, hvorki í innkaup og fjárfestingar né ákvarðanir um framtiðina. SPORÐDREKINN 24. okt - 22. nóvember Vegur þinn í ákveðnum fé- lagsskap mun aukast ef þú gætir þess að ætla þér ekki um of. Þú kynnist manneskju sem þú gjarnan vilt hitta aftur til að treysta kynnin án þess þó að þau þurfi að verða bindandi. Láttu ekki óbilgirni og stolt koma í veg fyrir að þú sláir af kröfum I ákveðnu máli. BOGMAÐURINN 23. nóv - 22. desember Þér áskotnast sennilega ó- vænt fjárupphæð sem þú varst hættur að reikna með. Þú skalt verja henni til þess að gera þér og þínum glaðan dag og láttu amstrið bíöa rétt á meðan. Meöfædd greiðasemi þín mun koma sér vel á næstu dögum. STEINGEITIN 23. des - 20. janúar Láttu endilega til þín taka á vinnustað eða I einkalífinu ef þér þykir eitthvað þarfnast úrbóta. Fjár- hagur þinn hefur verið í daprara lagi að undanförnu og þess vegna kæmi svolítill sparnaður sér vel. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Þú ert í góðu jafnvægi um þessar mundir og það gerir þér kleift að taka skynsamlegar ákvarð- anir bæði heima og á vinnustað. Félagi þinn leitar væntanlega til þín meö vandamál sem hann þarf að leysa. Taktu honum vel, hann á eft- ir að launa þér það þótt síðar verði. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þú ert orðinn of seinn að fjárfesta I ákveðnum hlut. Varkárni er góð en í þessu tilviki varð hún til þess að þú misstir af gullnu tæki- færi. Einkalíf þitt er I góöum farvegi þessa dagana. Njóttu þess og reyndu að stuðla að því að sama ástand riki í framtíðinni. 19.TBL. 1993 VIKAN 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.