Vikan - 23.09.1993, Side 61
Fæstir gera sér grein fyrir
því hvað gerist í raun í
líkamanum þegar
heilsurækt og líkamsþjálfun er
stunduð, nema þá að litlu
leyti. Frá sjónarhóli læknavís-
indanna má segja að líkams-
þjálfun skiptist í fimm greinar
eftir því hver markmiðin eru.
Þannig er talað um þjálfun
sem miðar að viðnámi,
þreki, hraða, samhæfingu
eða snerpu.
Þjálfun á viðnámi: í
’ þess háttar þjálfun er leit-
rast við að byggja upp og
styrkja hjarta- og æðakerf-
ið, sem og ónæmiskerfið,
einkum í því skyni að efla
varnir líkamans gegn sjúk-
dómum og sýkingum. Helstu
aðferðirnar eru skokk, hjól-
reiðar, leikfimiæfingar með
lóð, dans og bardagaíþróttir.
Þjálfun á þreki: Hér er leit-
ast við að efla úthald með
því að styrkja, þróa og
stækka vöðva. Hér er
beitt þeirri aðferð sem
við þekkjum sem „lík-
amsrækt" eða
„bodybuilding“, þ.e.
lóðaæfingar, þrek-
æfingar og átaks-
æfingar. Sund er
einnig mjög gagnlegt.
Þjálfun á hraða: Hér
er leitast við að virkja
saman þá krafta sem nýt-
ast til þess að ná upp hraða
í t.d. spretthlaupi - þ.e. hröðu
hlaupi stutta vegalengd. Dans
og boltaíþróttir nýtast vel í
þessu skyni.
Þjálfun á samhæfingu:
Markmiðið er að geta fram-
kvæmt margar hreyfingar á
sama tíma af nákvæmni
og öryggi og dans eða
dansleikfimi er mjög
gagnleg þjálfun til
þess. Einnig sund og
þardagaíþróttir.
Þjálfun á snerpu:
Hér er miðað að því
að þjálfa snerpu og
lipurð vöðva, sina og
liðamóta. Aukin
snerpa og viðbragðs-
flýtir kemur auðvitað
að góðu gagni við aðr-
ar tegundir þjálfunar,
einkum varðandi sam-
hæfingu og hraða. Allar teg-
undir leikfimi gagnast vel,
einnig sund, skokk, hjólreiðar
og dans.
Það segir sig sjálft að engin
ein tegund líkamsþjálfunar
beinist eingöngu að einu
markmiði. Oftast er um að
ræða sameiningu tveggja eða
allra markmiða en fyrir flest
venjulegt fólk (þ.e. þá sem
þurfa að vera í góðu formi til
þess að takast á við hvers-
dagsleikann en ekki endilega
til að stunda íþróttir) er besta
líkamsþjálfunin sú sem leiðir
til aukins þols, vegna þess að
þá er um leið veitt viðnám
gegn alls kyns sýkingum og
sjúkdómum og líkaminn er
betur í stakk búinn til að
bregðast við áföllum. Þetta
gerist á mismunandi hátt á
mismunandi stöðum í líkam-
anum.
HVAO GERIST
ÞEGAR VIÐ ÞJÁLFUM
LÍKAMANN?
Hjartað verður styrkara og
stærra. Með réttri þjálfun
verður hjartað fært um að
hleypa meira blóði í gegnum
sig og fækka slögum. í hvíld
eru slög á mínútu yfirleitt um
80 en með góðri þjálfun geta
þau farið niður í 60. Með því
að fækka slögum á mínútu er
hjartanu gert kleift að veita
meira blóði til slagæðanna í
hverju slagi og með því
verða slagæðarnar sveigjan-
legri og safna síður í sig fitu.
Þannig minnkar hættan á
kransæðastíflu og hjartaáföll-
um.
Öndunarfærin styrkjast og
eflast. Vel þjálfuð lungu geta
tekið inn mikið súrefni og veitt
miklu súrefni til líkamans. í
hvíld andar venjuleg mann-
eskja að sér um einum lítra af
súrefni en í þrekæfingum er
unnt að auka súrefnisinntöku
allt upp í 100 lítra á mínútu!
Þannig hreinsast lungun líka
betur og súrefnisflæðið gegn-
um lungun út í líkamann verð-
ur skilvirkara og meira.
Með þessu aukna súrefnis-
og blóðflæði fá vöðvarnir
meiri og betri næringu og
verða styrkari og þéttari.
19.TBL. 1993 VIKAN 61