Vikan


Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 66

Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 66
LEIKSTJORINN MARSHALL HERSKOWITZ mér að komast inn í hugar- heim barnsins. Ég sá að það var spennandi og krefjandi hlutverk fyrir leikstjóra að finna sjónræna túlkun á þessum veruleika. Sagan er hlaðin til- finningu og virkaði mjög sterkt á mig. Það er mikið hugrekki fólgið í frásögninni af nei- kvæðari hliðum fjölskyldulífs- ins og það hafði aðdráttarafl fyrir mig. Ég hef líka mikinn á- huga á lífskraftinum, ævintýr- um götunnar og þeim marg- flókna veruleika sem fólginn er í mannlegum samskiptum. Það eru ákveðnir leikstjórar sem ég dái - eins og Robert Altman, Richard Lester og Frank Capra. í þeim marg- breytilega heimi sem þeir skapa á hvíta tjaldinu er fullt af alls konar fólki að gera ýmsa skrítna og fyndna hluti, jafnvel í bakgrunni sögusviðsins svo maður tekur varla eftir því. Kvikmyndagerð af þessu tagi hefur haft mikil áhrif á mig.“ AÐ NÁ FRAM RÉTTUM VIÐBRÖGÐUM ÁHORFENDA - Þú segist hafa lesiö kvik- myndahandritiö áöur en þú last söguna. Hvaö viltu þá segja um gagnrýnina sem birtist í The New Yorker - aö þú hafir rifiö söguna í tætiur og látir öll viökvæmari atriði hennar eiga sig? „Ég hef margt um það að segja,“ segir Marshall og hef- ur greinilega mislíkað um- rædd gagnrýni. „Ég vildi að gagnrýnandinn hefði talað við mig en það er kannski ekki hlutverk þeirra. Hann dregur ályktun sem mér finnst mjög ósanngjörn - en hann ályktar að við höfum breytt handritinu út frá sölusjónarmiöi. Það sem honum yfirsást var að við breyttum handritinu frá sög- unni af listrænum ástæðum en ekki viðskiptaástæðum. Ég tel að það fyrirfinnist viðfangsefni sem er svo óaðl- aðandi eða truflandi að það komi í veg fyrir að áhorfand- inn geti einbeitt sér að sög- unni sem verið er að reyna að segja. Sem dæmi má taka ef verið er að gera stríðsmynd og sýnt nákvæmlega það sem gerist á vígvellinum - þá mundu áhorfendur ganga út af sýningu myndarinnar. Það skiptir ekki máli hvað verið væri aö reyna að segja, jafn- vel þótt reyna ætti að koma til skila hörmungum styrjalda, það mundi kafna í því sem sæist á tjaldinu. í okkar tilfelli held ég að sagan um mann sem reykir stöðugt maríhúana og son hans, sem stelur grasinu til eigin neyslu, hafi allt aðra merkingu en fyrir tuttugu árum þegar sagan var skrifuð. Það mundi kalla á allt önnur við- brögð frá áhorfendum en þær tilfinningar sem ég vildi ná fram hjá þeim gagnvart þess- ari fjölskyldu. Þegar ég segi á- horfendur þá er ég ekki að tala um milljónir manna heldur hvern þann sem er að horfa á myndina, hvort sem það er vinur minn eða einhverjir ó- kunnugir. Fólk mundi sýna mjög sterk og röng viðbrögð og það mundi fæla það frá þeim stað sem ég vil fara með það í frásögninni. Þetta er list- ræn ákvörðun að mínu mati og það sama á við um kynferðis- lega þætti sögunnar. Sagan er mjög opinská og í henni er fjallað um kynferðisleg sam- skipti á milli tólf ára krakka. í fyrsta lagi væri ekki hægt að mynda þau atriði því bæði kennari og félagsráðgjafi fylgj- ast með upptökunum. Börn fá ekki einu sinni að vera við- stödd þegar verið er að kvik- mynda nektarsenur, svo ekki sé minnst á það sem krakk- arnir voru að gera í bókinni. Viðbrögð áhorfenda yrðu líka allt önnur en ég hafði ( huga, þannig að þeir yrðu allt annars staðar tilfinningalega á viðkom- andi stöðum í sögunni heldur en ég vildi að þeir væru. Á þessum forsendum ver ég fyllilega þær breytingar sem við gerðum. Það sem gagn- rýnandinn er í rauninni að segja er að við höfum gert þetta aö sætri og væminni mynd í stað þess grófgerða sem er í bókinni. Ég hef fylgst með viðbrögðum áhorfenda jafnt sem mínum eigin við- brögðum og myndin er ekki síður gagnrýnd fyrir að vera of myrk og fjalla um mikið af erf- iðum málefnum. Ég held að umræddur gagnrýnandi skjóti verulega framhjá þegar hann heldur því fram aö við höfum gelt söguna í myndinni." RIFIST VIÐ DANNY DEVITO - Hver var helsta breytingin við aö gera kvikmynd I staö sjónvarpsþáttar? „Ég lærði kvikmyndaleik- stjórn og hef nálgast allt sem ég hef gert hingað til fyrir sjónvarp eins og um kvik- myndagerð væri að ræða. Á margan hátt var þessi breyt- ing auðveld og mikill léttir vegna þess að nú fékk ég tækifæri til að gera miklu dýr- ari hluti og meiri tíma til að koma þeim í framkvæmd. Það sem mér fannst þó athyglis- vert var að það voru að sumu leyti meiri hömlur á mér held- ur en þegar ég var að gera þættina Á fertugsaldri. Ég var framleiðandi sjónvarpsþátt- anna og átti mjög sérstakt samstarf við sjónvarpsstöðina sem ég var að vinna fyrir. Þar reyndu menn ekki að segja mér hvað ég ætti að gera og gagnrýndu ekki það sem ég var að gera. Ég hef haft ein- stakt sköpunarfrelsi og sjálfs- forræði við vinnu mína fyrir sjónvarp. Við kvikmyndagerð þarf maður að eiga við kvik- myndaverið, framleiðandann og aðalleikarann - það eru fleiri sem hafa völd en ég er vanur og það reyndist mér erfiöara að eiga við.“ - Hvaö um samstarfið viö Danny DeVito? Hann er sjálf- ur reyndur kvikmyndaleik- stjóri, hafði það erfiöleika í för meö sér? „Nei, ég var varaður við honum," segir Herskowitz kíminn. „Þeir erfiðleikar urðu ekki að veruleika. Eina skiptið sem við vorum andstæðrar skoðunar var áður en mynda- tökur hófust en sá ágreiningur snerist um handritið. Það vandamál leystist en var at- hyglisvert að því leyti að ég vildi gera hlutverk hans veiga- meira. Hann vildi hins vegar halda því eins og það var í sögunni, að vissu leyti til stuðnings við hlutverk stráks- ins sem er miðpunktur sög- unnar. Jafnvel á meðan við vorum að rífast var ég snort- inn á því hégómaleysi sem hann sýndi. Hans afstaða miöaðist við sjónarhorn kvik- myndaframleiðandans og hann hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig mynd- in ætti að vera þrátt fyrir að þessi afstaða bitnaði á þeim tíma sem hann sést á tjaldinu. Eftir að tökur hófust og hon- um varð Ijóst að ég hafði á- ætlun og vissi hvað ég var að gera treysti hann mér fullkom- lega og var mjög samvinnu- þýður. Ég held að hann hafi rifist minna við mig en flestir aðrir leikarar en hann er svona „getur gert allt náungi". Það skiptir ekki máli hvað hann er beðinn um aö gera, honum tekst það og að sumu leyti hélt hann verndarhendi yfir mér.“ HRIFINN AF SNORRA STURLUSYNI - Var Danny DeVito efstur á óskalistanum hjá þér fyrir hlut- verkiö? „Það var þegar búið að velja hann áður en ég tók að mér leikstjórnina þannig að sem betur fer losnaði ég við þær vangaveltur. Ég var mjög spenntur fyrir að vinna með honum og fannst hann eins og sniðinn í hlutverkið." - Þú ert rithöfundur en kaust ekki aö gera mynd eftir þínu eigin efni. „Ég var ekki tilbúinn með neitt handrit til kvikmyndafram- leiðslu. Fyrsta myndin sem ég gerði átti að vera um Hróa hött, eftir handriti eiginkonu minnar. Þú minnist þess sennilega, en þetta var 1990, að það voru þrjár ef ekki fjórar myndir um Hróa hött á forstigum fram- leiðslunnar. Þegar Kevin Costner ákvað að gera sína mynd ákváðum við að draga í land. Þetta var aðeins mánuði áður en við ætluðum að byrja að taka myndina þannig að öll undirbúningsvinna var að baki og því finnst mér að sumu leyti sem Jack the Bear sé önnur myndin sem ég geri.“ - Hvaö er á döfinni hjá þér á kvikmyndasviöinu? „Ég er að skoða ýmsa möguleika í því sambandi. Þótt flest sem ég hef fengist viö hingað til hafi fjallað að mestu um mannleg samskipti hef ég áhuga á að gera margs konar myndir. Ég hef lengi verið spenntur fyrir að gera stórar myndir sem gerast á mismunandi tímum í mann- kynssögunni og það var helsta ástæðan fyrir þv( að ég gerðist kvikmyndagerðarmað- ur í upphafi." - Hvaða tímabil í mann- kynssögunni ertu aö tala um?“ „Miðaldir í Noröur-Evrópu, frá 500 eftir Krist til 1100. Það eru til margar athyglisverðar sögur frá þessum tíma og ég hef meðal annars skoöað mikið af íslendingasögunum í þessu sambandi. Ég er mjög hrifinn af sumum Konunga- sögunum og því sem talið er að Snorri Sturluson hafi skrif- aö. Ég vona að ég fái tækifæri til að heimsækja ísland fljót- lega en þaö er óvíst hvort kvikmyndagerðin færi fram þar þótt af yrði. Mynd af þeirri stærð sem ég hef hug á að gera krefst mikils fjármagns og það er erfitt að fá kvik- myndaverin til að leggja út í slíkt fyrirtæki." Það væri gaman ef draum- ur Marshalls Herskowitz yrði aö veruleika en þangað til verðum við að láta okkur nægja að sjá Jack the Bear en þar sýnir hann að hann er veröugur fleiri verkefna. □ VIKAN 19.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.