Vikan


Vikan - 23.09.1993, Page 67

Vikan - 23.09.1993, Page 67
4. HLUTI PETUR VALGEIRSSON I SUÐUR-AMERIKU Upp af Machu Picchu gnæfir hvass tindur, Wayna Picchu, með rústir musteris mánans á toppnum. Það er vel þess virði að freista þess að komast þangað, það er að segja ef menn hafa einhverja reynslu í klifri. Grjóthrun hefur reyndar leikið margan manninn grátt þarna og voga sér því fáir alla leið á toppinn. Ætli það hafi ekki verið skapofsi og ævin- týramennska sporðdrekaeðlis- ins sem kom mér alla leið upp á musteri mánans (Temple of the moon). Þarna stóð ég, baðaður köldum svita og með logandi adrenalín í æðum en hefði betur getað búið að risa- vöxnu vænghafi hins tignar- lega kondórs á niðurleiðinni því rökkva tók fyrr en ég bjóst við. Þar sem þreyta var í fé- lögum mínum var ég einn á ferð og ekki vildi betur til en svo að ég missti fótanna og sveif í lausu lofti nokkur lífs- neistandi andartök fram að grjótharðri lendingu sem varð þess valdandi að meiðsli í mjóhrigg urðu mér áhyggju- efni en illa rifnar og bólgnar hendurnar greru fljótt. Á fimmta degi kynntu strák- arnir sér byggingarstíl og menningu Inkanna. Á meðan yljaði sólin mér þar sem ég lá á grasbala og var ekki alls kostar sáttur við heilsu og lík- amsburði, hrjótandi að sögn félaganna og með værðarsvip - væntalega að dreyma um fjarlægan griðastað á norður- hjara veraldar. Um miðbik næsta dags komum við niður að Urubamba-ánni en sökum snjóbráðar úr Andesfjöllunum var mórauður vatnsflaumurinn kominn yfir bakkana og farinn að grafa undan slóðanum á stöku stað. Eftir nokkkurra tíma göngu niður með ánni komum við til þorpsins Aguas Calientes sem ber nafn með rentu því þar er að finna draum allra þeirra sem nýskriðnir eru af Inka-slóðinni. Þarna eru nefni- lega heitar uppsprettulindir og f v #1|' ■fi', .•'i: vju •í—^r m rlllí M .VH íi i [Æ Ítí það var ólýsanlegur unaður að leggjast lemstraður og sár í sjóðheitt bað eins og það gerist best frá náttúrunnar hendi. Eftir að hafa gegnhitað sig var ekki annað að gera en demba sér í afrennsli snjó- bráðarinnar og kæla sig dálit- ið. Þetta uppátæki lagðist svo í félaga mína að þeir ætluðu mig ónæman fyrir kulda enda kannski ekki furða þar sem ég væri íslendingur. Ég benti þeim því á að það væri siður á heimaslóðum mfnum að stunda heit og köld böð til skiptis og ekki væri heldur að ástæðulausu sem sumir gengju undir nöfnum eins og Jökull Jökulsson. Allt vakti þetta allmikla kátínu. Að tveimur dögum liðnum kvöddum við Aguas Calientes og Danwin félaga okkur og tókum lest til Cuzco. Sem bet- ur fer var hvorki dýrt né tíma- frekt að útvega tiltölulega nýj- an vatnskassa í japanska ▲ La Paz í Bólivíu er hæsta höfuóborg vcraldar. Þar er fátækt geysileg enda lífs- skilyröi höró. ► Sólskinið á saltsléttunni er ótrúlega bjart. Allt rann saman í birtu og hiliingum. gæðagripinn okkar og frá Cuzco var stefnan tekin upp á geysilega vfðáttumikla há- fjallasléttu, Altiplano. Þar eru hrjóstrugar auðnir og gróður- lausar, landshluti snjóa og ísa þar sem Urubamba-áin á upp- tök sín. Við höfðum hug á að komast f siglingu á Titicaca- vatninu sem breiðir djúpblátt úr sér á Altiplano-sléttunni í dimmu og haustlegu landslagi en í baksýn blasa við skörð- óttir og snjóþungir tindar Cor- dihera Real fjallgarðsins. FUÓTANDI KNATTSPYRNUVÖLLUR Titicaca-vatn er hæsta vatn veraldar sem hægt er að sigla á. Það er í um 4000 metra 19.TBL. 1993 VIKAN 67 TEXTIOG UÓSM.: PÉTUR VALGEIRSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.