Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 68

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 68
hæð yfir sjávarmáli, 8965 fer- kílómetrar að stærð og sums staðar allt að þrjú hundruð metra djúpt. Á því eru nálægt þrjátíu eyjar og sumar þeirra fljótandi reyr-eyjar. Að loknu fjögurra daga ferðalagi um háfjallasléttuna komum við til smáborgarinnar Puno sem stendur við Titicaca-vatnið skammt frá landamærum Perú og Bólivíu. Það varð úr að við skildum jeppann eftir í Puno og leigðum okkur eld- gamlan trébát ásamt ennþá eldri eiganda en við höfðum hugsað okkur að eyða nokkrum dögum á vatninu. Við byrjuðum á því að kynna okkur Uros-eyjarnar en þar búa samnefndir indíánar. Þetta eru stórmerkilegar fljót- andi reyr-eyjar og þar hafa indíánarnir reist strákofa og jafnvel skóla. Einnig rakst ég á fótboltavöll, þann eini sem sjálfum sér nógir um flest. Eft- ir viku dvöl á Titicaca höfðum við skoðað nokkrar eyjar og notið gestrisni eyjaskeggja og kominn var tími til að kveðja þetta lífsglaða fólk og sér- stæðu eyjarnar þess. í Puno var aðkoman ekki glæsileg yfir til Bólivíu. Segja má að Bólivíu svipi töluvert til Tíbet en þetta er afskekktasta land- ið í Suður-Ameríku og þar býr einangraðasta og fátækasta þjóðin. Það voru aðeins fjórar dagleiðir til La Paz, hæstu höfuðborgar veraldar. Hún ► Bænda- fjölskyld- an lifir eingöngu á eigin af- uröum. Plægt fyrir sáningu skammt frá Sucre, fyrrum höfuöborg Bólivíu. . • ■ 'jt 3 ’’ ■ % H j? < . «§ Æ 1' V • / hefur verið reist í gljúfri nokk- ur hundruð metra niður af Altiplano og stendur í 3636 metra hæð. Yfir gnæfir Mt. Illi- amani, tæplega 6500 metra hátt. HRAFNINN í BÓLIVÍU Enn og aftur voru mikil við- brigði að detta inn í mann- þröng stórborgarinnar en í La Paz búa um ein og hálf milljón manns, indíánar í miklum meirihluta. Flestir indíánarnir halda til í óhrjálegum úthverf- um stórborgarinnar en eru á- berandi á götum og bakstræt- um miðborgarinnar þar sem þeir olnboga sig áfram og selja hvers kyns plöntur, grös, rætur, heilsudrykki, pillur og uppskriftir að galdrakrafti. í La Paz og reyndar alls staðar í Bólivíu reyndist verðlag mjög lágt og nutum við því góðs matar og hvíldar þá þrjá daga sem við dvöldum í La Paz. Til gamans má geta þess að kostnaður við filmuframköllun var aðeins fimmtungur af því sem gengur og gerist hér heima. Kvöld eitt þegar ég var á labbi niður eina af aðalgöt- um La Paz, Mariscal Santa Cruz, varð mér litið á útstill- ingar eins af aðalbíóhúsum borgarinnar. Það kom mér þægilega á óvart að þar var nýlega byrjað að sýna ís- lenska kvikmynd, Hrafninn flýgur. Frá La Paz klifruðum við aftur upp á Altiplano og síðan var stefnan tekin á Uyuni sem er síðasta byggða ból áður en haldið er út á geysivíðáttu- miklu saltsléttuöræfin með sínum óútreiknanlegu grunn- vötnum. Við höfðum áætlað að það tæki okkur tvær vikur að komast til Uyuni og að fjór- um dögum liðnum náðum við til Sucre sem er falleg ný- lenduborg og fyrrum höfuð- borg Bólivíu. ég hef spilað á sem dúar allí- skyggilega þegar menn kljást um boltann. Það gerði leikinn einmitt allt að því óútreiknan- legan og svo spaugilegan á stundum að maður gleymdi hreinlega að eltast við boltann í verstu hlátursköstunum. Eftir að við félagarnir höfðum tap- að nokkrum sinnum fyrir inn- fæddum meisturum í dúandi knattleik var Ijóst að það var mikill kostur að vera léttur og lítill og lamast ekki úr hlátri annað slagið í þessum annars ágæta leik. Indíánarnir þarna komast um vatnið að vild í litlum sam- hnýttum reyrbátum og eru A Óneit- anlega er gott aö komast til byggöa eftir lang- dvalir á fjöllum. Systkini fyrir utan fjallakof- ann sinn í útjaöri þorpsins Aguas Calientes. því einhverjir óprúttnir dónar höfðu gert sér lítið fyrir, brotist inn í Landcruiserinn okkar og haft á brott með sér allt verð- mætt. Þetta kom verst niður á Oki því hann hafði í kæruleysi skilið eftir töluvert af pening- um. Við hinir töpuðum einung- is fatnaði og töluverðu af óá- teknum filmum sem ég hafði fallið á milli þilja í afturhurð jeppans. Frá vatnaborginni Puno héldum við rakleiðis suður með Titicaca-vatni til landamæra Perú og Bólivíu. Aldrei slíku vant var ekkert vesen við landamærin og skamman tíma tók að komast Indíánarnir stunda mikiö vöruskipti þar sem fjárráö eru lítil. Útimarkaöur í La Paz í Bólivíu. 68 VIKAN 19. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.