Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 16
LEIKLIST
ótt það sé vitaskuld miklu fínna að
vera leikari en söngvari Greifanna
(sem voru með ófínni poppsveitum),
þá hefur Felix ekki náð að lyfta ferlinum. Hinir
mislukkuðu spurningaþættir í Sjónvarpinu eru
eins og myllusteinn um hálsinn á honum.
Þessi ummæli um Felix Bergsson birtust í
síðasta tölublaði Heimsmyndar. Vissulega eru
þetta hörð ummæli og ég furða mig á því að
ákveðnir menn leyfi sér að flokka aðra menn í
ákveðna hópa, fínn og ófínn. Hei, þú ert mað-
ur að mínu skapi. Þú ert fínn. Þú aftur á móti.
Ég fíla ekki það sem þú ert að gera. Þú ert ó-
fínn. Svona er samfélagið sem við búum í.
Svona er Reykjavík. Svona er ísland.
Ég veit ekki hvort íslendingar eru eitthvað
gjarnari á að dæma náunga sinn en aðrar
þjóðir en annað veit ég, að pað er erfitt að
vera frægur á íslandi. Allir Islendingar vilja
hafa skoðanir á öðrum íslendingum og það er
hið besta mál svo lengi sem fólk lætur ekki
segja sér hverjar skoðanir þess eru. Felix
Bergsson er einn af þessum umdeildu mönn-
um. Fyrir rúmum átta árum var hann söngvari
Greifanna sem þá voru ein vinsælasta hljóm-
sveit landsins. Allir höfðu skoðun á Greifunum
og allir höfðu skoðun á Felix. Hann var undir
smásjá landsmanna um skamma hríð en dró
sig svo í hlé og fór til náms í Edinborg.
Nú er Felix kominn aftur til íslands og hefur
sýnt og sannað að honum er ýmislegt til lista
lagt í leiklistinni. Hann hefur fengið bæði mjög
góða og slæma dóma fyrir leik sinn. Felix er
ánægður með sitt hlutskipti. Hann hefur fund-
ið sína línu í lífinu, lagt sönginn til hliðar og
snúið sér alfarið að leiklistinni. Hann hefur lát-
ið verkin tala. Felix er tuttugu og sex ára gam-
all. Hann hefur upplifað margt í lífinu og bæði
átt sínar góðu og slæmu stundir. Mér lék for-
vitni á að vita hvernig hann væri, þessi Felix
sem ég hef heyrt svo margt um. Eftir að hafa
spjallað við hann um góð og slæm afrek og á-
nægjuleg og erfið tímabil ætla ég að leyfa mér
að segja mína skoðun í stuttu máli. Felix,
hann er fínn.
Felix býr í vesturbænum. Þar ólst hann líka
upp - sannur vesturbæingur og KR-ingur.
Hann býður mér heim til sín í litla íbúð við
Ægisíðuna. Við borðum popp og horfum á
sjóinn. Felix talar og ég hlusta.
„Þegar ég var éllefu ára kom Þórhallur Sig-
urðsson leikstjóri í skólann minn, Melaskóla,
til að leita að strák til að fara með aðalhlutverk
í barnaleikritinu Krukkuborginni eftir Odd
Björnsson. Ég fékk hlutverkið og þar með var
framtíðin ráðin. Mig hafði lengi langað til að
verða leikari en þarna tók ég endanlega á-
kvörðun um að leggja leiklistina fyrir mig.
Núna, fimmtán árum síðar, er ég að fara að
leika í annað sinn í Þjóðleikhúsinu og aftur í
barnaleikriti. Það heitir Skilaboðaskjóðan og
gerist í ævintýraskóginum þar sem þau lifa
góðu lífi, Rauðhetta, úlfurinn, Mjallhvít og allar
hinar ævintýrapersónurnar. Ég leik nornina í
Hans og Grétu. Það er mjög sérkennilegt hlut-
verk og ólíkt þeim sem ég hef fengið hingað
til. Ég hef mjög gjarnan verið látinn leika
þessa litlu, brosmildu stráka með stórt hjarta
en þarna er komin svipljót kerling með ekkert
hjarta."
Brosmildur strákur með stórt hjarta. Varstu
sjálfur þessi góði, klári og kurteisi drengur
þegar þú varst lítill? „Já, ég held að mér sé ó-
hætt að segja það. Ég söng mikið þegar ég
var barn, bæði í útvarpi og á ýmsum skemmt-
unum. Við Þórir bróðir minn, sem er tæpum
tveimur árum yngri en ég, v.orum einnig í kór
sem kom fram á plötunni hennar Kötlu Maríu
og sungum þar af öllum lífs og sálar kröftum.
Ég var algjör prímadonna og það var mikið
látið með mig. Mér gekk líka mjög vel í skóla
og gerði allt sem fólk ætlaðist til af mér.
■ Mér fannst dálítiö skrýtið að
fá ekki annað tækifæri hjá
Leikfélagi Reykjavíkur eftir að
búið var að eyða svona miklum
peningum í að kynna mig.
Ég var f raun settur á stall sem fullkomin
manneskja og það er mjög slæmt. Ég hef ver-
ið að reyna að breyta því og hef gert það og
þar af leiðandi stigið dálítið niður af stallinum.
Ég er bara venjuleg manneskja og get því
ekki verið fullkominn. Það var mjög erfitt að
lifa upp í þessa ímynd fullkomleika og það var
líka mjög erfitt fyrir Þóri bróður minn hve mikið
var látið með mig. Hann hefur viljað stefna á
þessa sömu braut og ég en óg hef í rauninni
alltaf verið fyrir honum.
Fólk er alltaf að bera okkur saman og það
er alveg óþolandi. Hann fór í eitt ár í leiklistar-
skóla í Bandaríkjunum en kom svo heim, fór
svo í inntökuprófið í Leiklistarskólann hérna
heima en komst ekki inn. Ég vona að hann
reyni aftur. Mér þykir það afskaplega sér-
kennilegt ef hann kemst ekki inn. Hann á eftir
að komast þangað sem hann ætlar sér.
Við lékum saman í leikritinu Standandi pfna
nú í haust og það var alveg stórkostleg upplif-
un. Það er frábært að vinna með honum.
Hann er mjög einbeittur og samviskusamur.
Ég er mjög stoltur af mínum manni. Við unn-
um saman i leikhúsi þegar við vorum ungling-
ar en það var allt öðruvísi. Þá þekktumst við
ekki eins og við þekkjumst núna. Við fjarlægð-
umst svo mikið þegar við vorum unglingar.
Hann var miklu villtari en ég. Ég byrjaði ekki
að drekka fyrr en ég var nítján ára. Þá var
hann orðinn lífsreyndur í þessu og búinn að
vera á skemmtistöðunum sem ég hafði aldrei
komið inn á. Það var líka alltaf eitthvert vesen
á honum.
Svo gerðist það að ég stóð í erfiðum skiln-
aði og þá var það hann sem ég leitaði til. Þá
var hann til fyrir mig og til að vera vinur minn.
Öll okkar samskipti urðu einhvern veginn eðli-
leg. Við erum sem betur fer hættir að keppa
hvor við annan. Þórir er besti vinur minn núna
að því leyti að ef mér líður illa eða þarf að tala
um eitthvað þá get ég farið til hans. Hann er
svo sannarlega tilbúinn til að hlusta.
Það er gaman að því hvernig maður fer að
nálgast systkini sín á annan hátt eftir því sem
maður eldist. Systir okkar heitir Sigurþóra.
Hún hefur aðeins borið þessa leiklistarbakter-
íu en er nú komin í sálfræði í Háskólanum.
Síðan eigum við aðra systur, Guðbjörgu, sem
er ellefu ára. Hún er prinsessan í fjölskyldunni
og uppáhaldið okkar allra. Við erum einhvern
veginn ofsalega mikil fjölskylda í augnablik-
inu.“
Fyrir tíu árum, þegar Felix var nýskriðinn úr
grunnskóla, stofnaði hann leikfélagið Veit
mamma hvað ég vil? ásamt Þóri bróður sínum
og nokkrum félögum þeirra úr Hagaskóla. Þeir
byrjuðu sex saman í leikhópnum, Felix, Þórir,
Eyþór Arnalds tónlistarmaður, Vilhjálmur
Hjálmarsson leikari, sem lék meðal annars í
Standandi pínu, Hilmar Snær Guðnason sem
er nú á lokaári sínu í leiklistarskólanum og
Gunnar Þálsson sem einnig hefur leikið mikið
og var til að mynda Siggi Zoom í þáttunum
Slett úr klaufunum sem Felix sá um í sumar.
„Leikstjórinn okkar var Sigríður Eyþórsdóttir
og var hún nokkurs konar mamma okkar á
meðan á þessu stóð. Fyrsta verkefnið okkar
var spunaverkefni og við fórum með það í
leikferð til Finnlands. Þegar við komum aftur
heim opnuðum við hópinn formlega og leyfð-
um öllum að vera með sem höfðu áhuga.
Leikhópurinn setti upp nokkur leikrit og var
einnig mikið með götuleikhús en ég var ekkert
með í því. Þessi leikhópur vakti mikla athygli,
aðallega fyrir þær sakir að við, unglingarnir,
stofnuðum sjálfir leikhóp sem náði eins góð-
um árangri og raun bar vitni. Þegar hópurinn
var stærstur voru í honum um hundrað manns
og við vorum komin á styrk hjá Reykjavíkur-
borg. Það er mjög merkilegt hvað þetta tókst
vel og ég er mjög stoltur af því hvað þetta var
skemmtilegt fyrirbrigði. Mjög skemmtilegt nafn
líka, Veit mamma hvað ég vil? Gunni Páls á
heiðurinn af því.“
Hvað varð svo um leikhópinn? „Hann var
einfaldlega lagður niður þegar ekki var lengur
grundvöllur fyrir starfseminni. Það er mjög
gott, betra en ef hann væri að starfa nokkurn
veginn óstarfhæfur. Við gáfum svo peninga,
sem leikhópurinn átti, til Bandalags íslenskra
leikfélaga."
16VIKAN 22.TBL.1993