Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 42
sem vakti hneykslun broddborgaranna var að
Ben er svartur - en f þá daga var enn ákaf-
lega særandi fyrir siðferðisvitund margra að
sjá svartan karlmann með hvítri konu, hvað þá
ef bæði voru hálfnakin. Ljósmyndarinn,
Francesco Sciavullo, fékk ógrynnin öll af bréf-
um frá fordómafullu fólki, jafnt svörtu sem
hvítu, sem hellti yfir hann fúkyrðunum.
Einkalíf Lizu var nú farið að líkjast járnbraut-
arstöð á annatíma. Ásamt Desi Arnaz höfðu
viðkomu hjá henni þeir Peter Sellers, Dyson
Lovell, Eddie Albert, Ben Vareen og Pedro
Aquinaga, ungur brasilískur glaumgosi. Öllum
þessum karlmannastraumi fylgdi endalaus
gleðskapur - og kókaín og aftur kókaín. Loks
Liza var sannfærö um að hún hefði fæöst til
þess að leika Sally Bowles, aöalpersónuna í
söngieiknum Cabaret. Hún lét ekki undan
fyrr en hún fékk hiutverkiö en fyrir það fékk
hún óskarsverölaun áriö 1972.
kom að því sem Liza hafði lengi óttast: hún
hné niður rétt fyrir tónleika og varð að aflýsa
þeim. Þetta var hið fyrsta af mörgum slíkum til-
fellum sem áttu eftir að einkenna feril Lizu
næstu árin.
Þá birtist skyndilega eiginmannsefni númer
tvö. Síðla árs 1974 var Liza beðin að koma
fram sem kynnir í heimildaþættinum That’s
Entertainment! sem fjallaði um gullöld MGM-
söngleikjanna. Handritshöfundur og leikstjóri
var Jack Haley en faðir hans hafði leikið Blikk-
manninn í The Wizard of Oz. Það var mikið til-
finningamál fyrir Lizu að taka þátt í gerð þessa
þáttar og þau Jack áttu margar góðar og tilfinn-
ingarfkar stundir þegar þau minntust æskuár-
anna.
Það leið ekki á löngu þar til þau voru orðin
mjög ástfangin og þann 9. ágúst tilkynnti Liza
að hún ætlaði að giftast Jack. Þau gengu (
hjónaband 15. september og tóku síðan á móti
um sjö hundruð gestum, þeirra á meðal Eliza-
beth Taylor, Rock Hudson, Gene Kelly og Fred
Astaire. Liza virtist hafa sætt sig við þann þátt
sem Hollywood átti í lífi hennar og í veislunni
klæddist hún rauðum skóm sem Halston hafði
gert fyrir hana. Þeir voru nákvæm eftirlíking af
skónum sem móðir hennar hafði haft á fótun-
um í The Wizard of Oz.
Skemmtanalífið í New York var ansi litríkt á
þessum árum og hæst bar nýjan næturklúbb,
Stúdíó 54. Þangað sótti Liza samneyti við
kókaíndópaða vini sína og dansaði og daðraði
heilu næturnar. Kynlífsbyltingin var að ná há-
marki og allir áttu að gera allt, annars voru þeir
bara púkó.
Sumarið 1976 fékk Liza hlutverk í kvikmynd
Martins Scorsese, New York, New York. Þegar
tökur hófust fór síðan að koma babb í bátinn.
Fólk í skemmtanaiðnaðinum segir enn á góð-
um stundum hryllingssögur af töku myndarinn-
ar.
Scorsese og Liza féllu kylliflöt hvort fyrir öðru
og tóku upp eldheitt ástarsamband sem svo að
segja gekk fyrir kókaíni. Leikararnir og tökuliðið
fylgdust skelfingu lostnir með aðalleikkonunni
og leikstjóranum dópa sig upp með óheyrilegu
magni af eitri, hverfa inn í hjólhýsi hans og
koma ekki út aftur fyrr en seint um kvöld, án
þess að nokkuð hefði verið unnið þann daginn.
Þetta endurtók sig dag eftir dag, án þess að
annað starfsfólk hefði mikið annað að gera en
skoða neglurnar á sér.
ÞRÍTUGUR
VANDRÆÐAUNGLINGUR
Kvikmyndin gekk ekki vel og fékk slæma dóma
en Liza og Scorsese héldu uppteknum hætti.
Jack Haley hélt sig kurteislega í fjarlægð á
meðan skötuhjúin djömmuðu á Stúdíó 54 þar
sem kókaínið var selt á barnum og orgíur voru
haldnar í kjallaranum. Liza, sem aldrei hafði
fengið að vera táningur, gerðist nú vand-
ræðaunglingur um þritugt.
Meðan þessu fór fram var hún með sýning-
una The Act á Broadway en í stað þess að
hvílast milli sýninga var hún úti á lifinu öll
kvöld. Það leið heldur ekki á löngu áður en lífs-
stíll hennar fór að koma niður á frammistöð-
unni. Hún fór að missa úr sýningar og tapa
miklu fé á því. Samt hélt hún áfram að lifa hinu
Ijúfa lífi, meðal annars í fylgd ballettdansarans
og kvennabósans Mikhails Baryshnikov. Þau
fóru ekki í felur með neitt og „gerðu það hvar
sem var“ eins og heimildamaður orðar það.
Samt hélt hún áfram sambandinu við Scor-
sese. Það kom því engum á óvart þegar Liza
og Jack Haley skildu árið 1978. „Ég ætla aldrei
að giftast aftur,“ sagði Liza við blaðamann. „Ég
vil ekki leggja það á nokkurn karlmann að vera
kallaður herra Minelli!"
Hún stóð ekki lengi við þessi orð því að ári
síðar giftist hún Mark Gero sem hafði verið
sviðsstjóri í The Act. Margir héldu reyndar að
Gero, með vöðvastæltan skrokkinn og vörubíl-
stjórasvipinn, væri lífvörður hennar. Margir vina
Lizu vonuðu að Gero yrði til þess að hafa góð
áhrif á hana því að hann var rólegur og jarð-
bundinn en eiturlyfjaneysla hennar óx fremur
en hitt.
AFVÖTNUN OG ENDURKOMA
Þann 10. júlí hringdi Liza kjökrandi í Jack
Haley. „Hjálpaðu mér!“ grét hún í símann. „Ég
vil ekki deyja eins og marnma!” Tveimur dög-
um síðar tilkynnti hún föður sinum að hún ætl-
aði að gangast undir meðferð á Betty Ford-
sjúkrahúsinu en sú ágæta stofnun hefur þurrk-
að upp marga stjörnuna gegnum árin. Hún
hafði loksins horfst í augu við að hún réð ekki
lengur við lyfjaneysluna og minningin um enda-
lok móður hennar vofði yfir henni eins og ör-
lagadómur.
Liza kom á sjúkrahúsið hrædd og ringluð,
eins og lítil stúlka fyrsta skóladaginn. Hún
hafði ekki verið ein í mörg ár heldur ævinlega
umkringd stórum hópi vina og eiturlyfjafélaga
og nú þurfti hún að standa á eigin fótum.
Gero reyndi að hjálpa henni eins og hann gat
en hinn eiginlega bardaga háði hún sjálf. Sú
barátta varð löng og ströng en Liza Minelli,
sem aldrei átti eðlilega æsku og ólst upp í
skugganum af lyfjasjúkri móður sinni, sigrað-
ist á fíkn sinni og hélt út í lífið á ný, sterkari
og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr.
Liza hafði hægt um sig næstu árin enda
átti hún erfitt með að umgangast gömlu félag-
ana sem flestir lágu enn í kókaíninu. Þess í
stað reyndi eftir fremsta megni að rækta
hjónaband sitt og koma undir sig fótunum á
ný án eiturlyfjanna. Það var henni gífurlegt á-
fall þegar Vincente lést árið 1986 en í stað
þess að kæfa sorgina í eiturlyfjum sneri hún
sér að mat. Við minningarathöfnina um
Vincente var hún talsvert mikið of feit en vinir
hennar gátu um það eitt hugsað að hún hafði
ekki fallið. Þá var skárra að hún væri feit!
Hún lét sér þó ekki lynda að vera þannig á
sig komin og sneri sér að líkamsrækt og
hreyfingu af fullum krafti. Hún vildi komast í
toppform aftur því að hún ætlaði að snúa aft-
ur á leiksviðið.
Þann 28. maí 1987 var Carnegie Hall leik-
húsið troðfullt af fólki. Þar voru samankomnir
allir helstu vinir og ástvinir Lizu úr fortíð og
nútíð - Peter Allen, Bob Fosse, Baryshnikov,
Halston, Mark Gero - til að samfagna með
henni glæsilegri endurkomu á sviðið. Og hún
sló í gegn. Sýningin gekk fyrir fullu húsi lengur
en nokkur önnur einsmannssýning í sögu
Carnegie Hall. Gagnrýnandinn Liz Smith skrif-
aði: „Fyrir framan okkur á sviðinu birtist þessi
sama æskurjóða, kattarlega, sakleysislega
stóreyga Liza Minelli sem við þekkjum og
elskum - og við fögnum endurkomu hennar."
Á næstu árum mátti Liza þola margs konar
missi. Fyrst var það faðir hennar, þá lést
Sammy Davis yngri, sem hafði verið vinur
fjölskyldunnar um árabil. Þann 26. mars árið
1990 lést Halston úr eyðni. Liza syrgði vin
sinn sárt og ári eftir lát hans átti hún það enn
til að bresta í grát ef nafn hans var nefnt.
Kannski var það til að gleyma sorginni að
hún sökkti sér niður í vinnuna af meiri krafti
en nokkru sinni fyrr. Mark Gero var nú loks-
ins tekinn að þreytast á hlutverki herra Minelli
og árið 1991 skildu þau eftir ellefu ára hjóna-
band.
Þessa dagana kýs Liza Minelli helst að
vera heima þegar hún er ekki að skemmta og
hafa það notalegt með nýjustu ástinni sinni,
Billy Stritch. Hann er tuttugu og sjö ára pí-
anóleikari og þó að nítján ár skilji þau að virð-
ist sambandið innilegt og gott. Hún þarf ekki
lengur að æða út á næturklúbba á hverju
kvöldi og hún drekkur ekkert sterkara en te.
Konan, sem var prinsessan af Hollywood tíu
ára, stjarna rúmlega tvítug, vandræðaung-
lingur um þrítugt og sigurvegari um fertugt, er
loksins búin að læra að taka Iffinu með ró. □
42 VIKAN 22.TBL. 1993