Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 44
DULRÆN MÁLEFNI ú stendur yfir í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Tildrög þess að ráðstefnan er haldin hér á landi eru að mörgu leyti mjög sérstök. Helsti frumkvöðull þessarar ráð- stefnu, Bretinn Michael N. Dillon, segist hafa verið í sambandi við geimverur síðast- liðin fimmtán ár. Hann hefur einnig kynnt sér öll svið geimverurann- sókna og er í tengslum við öll helstu rannsókna- félög í heiminum um þessi efni. Ef marka má Dillon þá hafa geimverunar fengið honum þau skilaboð að þær hafi í huga að birtast bráðlega í fyrsta sinn opin berlega. Utanjarðarverurnar hafa jafnframt skýrt honum frá því að Snæfellsjök- ull sé helsta hliðið eða inngangurinn sem geimskip þeirra noti til þess að fara í gegnum gufuhvolf jarðar. Þar sé jafnframt lendingar- staður eða jarðstöð fyrir geimskipin. Fjöldi að- ila, sem telur sig vera í sambandi við verur frá öðrum stjörnum, hefur sömu sögu að segja hvað varðar mikilvægi Snæfellsjökuls fyrir þessa ferðalanga algeimsins. Víkjum nú sögunni að aðdraganda ráð- stefnunnar. Þorsteinn Barðason, stjórnarmað- ur Snæfellsáss hf. og einn helsti frammámað- ur Nýaldarsamtakanna, er þrátt fyrir mikinn áhuga á dulrænum málefnum hinn dæmigerði EIGA YFIRVÖLD ÞÁTT í ÞVÍ AO HYLMA YFIR TILVIST GEIMVERA? Sem dæmi þá hitti hann að máli téðan Michael N. Dillon. Dillon greindi honum frá þeim upplýsingum er hann taldi sig hafa fengið frá geimverunum um þýðingu Snæfells- ' '<n'flllX)< jökuls. V*. Wn 'Aá gert til þess að koma í veg fyrir múgæsingu því að ofsahræðsla gæti gripið um sig meðal almennings. í raun sé hins vegar í gildi sam- komulag milli leyniþjónustanna og vitsmuna- vera utan úr geimnum sem felur í sér að þær síðarnefndu fái óáreittar að gera erfðafræði- legar tilraunir og rannsóknir á plöntum, dýrum og mönnum. Þess í stað veita geimverurnar þar til bærum yfirvöidum ýmsar tæknilegar upplýsingar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur þetta verið staðfest af nokkrum aðil- um sínum úr hverri áttinni, bæði frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum fyrrverandi. Hann nefndi einnig starfsmiðstöðina sem hann vissi ekki hvar var en þegar Þorsteinn sýndi honum mynd af Stapafelli staðfesti hann að þetta væri sami staður og honum hefði verið sýndur huglægt af meint- um geimverum. í framhaldi af þessum fundi var ákveðið að Snæfellsás hf. yrði umboðsaðili hinnar alþjóð- legu ráðstefnu hér á landi. Þorsteinn hafði þá enga hugmynd um að til stæði að halda im m ■ Hér má sjá dæmi um Ijósmyndir sem teknar hafa veriö af meintum geimskipum. For- svarsmenn alþjóölegu ráöstefnunnar um geimskip og geimverur fullyrða aö í þaö minnsta tvö geimskip muni mæta til fundar- ins á Snæfellsnesi þann 5. nóvember. efasemdamaður. Eftir mikið þóf var hann loks fáanlegur til að sækja miðilsfund, í fyrsta sinn í mörg ár. Skilaboðin, sem hann fékk frá miðl- inum, voru öldungis ólík því sem hann hafði búist við. í stað þess að gera hann sjálfan að umtalsefni hóf miðillinn að ræða um geimver- ur og atburði sem gerast ættu við Snæfells- jökul á hausti komanda og hlutverki hans í þeim efnum. Miðillinn fullyrti einnig að yfir jökl- inum væri op þar sem utanjarðarverur færu um með geimför sín. Hann staðhæfði einnig að Stapafellið væri nokkurs konar starfsmið- stöð fyrir vitsmunaverur utan úr geimnum. Þorsteini fannst þetta allt saman hið furðu- iegasta mál svo ekki sé meira sagt og ákvað að segja ekki nokkrum manni frá þessu enda sjaldan heyrt annað eins bull. En nokkru eftir þennan fund hóf hann að heyra svipaðar sög- ur úr sundurleitum áttum. Víös vegar um heim má sjá kennileiti sem áhugamenn um fljúgandi furöuhluti telja aö séu eftir gesti utan úr geimnum. ráðstefnu hérlendis um geimverur og fljúgandi furðuhluti. Dillon skýrði honum einnig frá því að geimverurnar kysu nú að leynast ekki öllu lengur og vildu að jarðarbúar viðurkenndu til- vist þeirra. Þess vegna hafi þær ákveðið að birtast fyrir allra sjónum í fyrsta skipti á ís- landi, nánar tiltekið yfir Snæfellsjökli þann 5. nóvember næstkomandi! Sögur eru um að bandaríski herinn, banda- ríska geimferðastofnunin NASA, bandaríska leyniþjónustan CIA og leyniþjónusta Rúss- lands hafi undir höndum gögn og sannanir þess efnis að utanjarðarverur séu ekki aðeins til heldur hafi haft vitsmunalegt samband við mannkynið í nokkra áratugi. Ástæður þess að yfirvöld og leyniþjónustur þessara ríkja velji að halda þessu leyndu eru að mati áhuga- fólks um geimverur ógnvekjandi. Þær reyni að telja eigin starfsmönnum trú um að það sé DAGSKRÁ ALÞJÓÐLEGRAR RÁÐSTEFNU UM GEIM- SKIP OG GEIM- VERUR Ráðstefnan er marg- þætt. Fimmtudaginn 4. nóvember og laugardaginn 6. nóvember verða fluttir fyrirlestrar um ýmis efni er tengjast geimverum og framandi loftförum. Samkvæmt upplýs- ingum frá forsvarsmönnum ráð- stefnunnar verða lagðar fram sannanir fyrir tilvist geimskipa er koma utan úr óravíddum geimsins. Á ráðstefnunni verður einnig á boðstólum alls kyns efni tengt geimverum, svo sem myndbönd, Ijósmyndir, bækur og tímarit. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru sér- fræðingar um flest svið geimverurannsókna. Hér verður greint frá þeim helstu og hvaða efni þeir taka til meðferðar í umfjöllun sinni. Antony Dodd er fyrrum aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Hann er framkvæmdastjóri In- vestigations of Quest International sem er stærsti rannsóknarhópur um fljúgandi furðu- hluti í Evrópu. Antony Dodd hefur haldið fjölda fyrirlestra um framandi loftför víða um heim. Hann er jafnframt annar af aðalskipuleggjend- um ráðstefnunnar. Dodd ræðir um eigin reynslu varðandi geimverur. í fyrirlestri sínum fjallar hann meðal annars um brottnám manna af völdum geimvera og tilgreinir fjöl- mörg dæmi af fórnarlömbum þeirra sem hann hefur sjálfur haft persónuleg kynni af. Dodd mun auk þess segja frá huglægum tengslum við utanjarðarverur og skilaboðum sem hafa borist frá þeim varðandi framtíð mannkynsins. Robert Dean er fyrrverandi majór í upplýs- ingadeild hersins og hefur meðal annars starf- að við höfuðstöðvar NATO í Evrópu. Robert Dean er alþjóðlegur fyrirlesari um fljúgandi furðuhluti. A ráðstefnunni fjallar hann um á hvern hátt herinn blandast inn í málefni fljúg- andi furðuhluta og á hvern hátt framandi loft- för höfðu áhrif á báða stríðsaðila í síðari heimsstyrjöldinni. Robert Dean mun einnig greina frá risastóru geimfari sem birtist á sín- um tíma yfir höfuðstöðvum NATO. Wendelle Stevens er fyrrum starfsmaður upplýsingaþjónustu flughersins. Hann tók meðal annars þátt í rannsókn og endurbygg- ingu geimskips sem hafði brotlent og var þátt- takandi í samvinnu hersins við geimverurnar um þetta verkefni. Stevens er rithöfundur og 44 VIKAN 22. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.