Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 66
FERÐALOG AÐTÆLA MAKANN CANCAN KYNLÍF ■7/ FATLAÐRA KYNNÆM , SVÆÐI LIKAMANS ’h SPORÐDREKAR v BOGMENN OG KYNLÍFIÐ FYRSTU HÓRUR SÖGUNNAR HVAÐ TELST VIÐURKENNT í KYNLÍFINU? ER RíGT AÐ LAGA KYNLÍFSEREIÐLEIKA MEÐ MEÐFERÐ? TVÖÁ TOPPNUM ÁSKRIFTARSÍMINN: 81 31 22 PÉTUR VALGEIRSSON ÚFSBÁLIÐ LOGAR Ijóst að umferð yrði engin úr því sem komið var enda nátt- myrkur skollið á. Ég stakk upp á að best væri að hvíla sig yfir nóttina og eftir örlítið nöldur um að það gæti reynst vara- samt varð úr að við slógum upp tjöldum í frumskógarjaðr- inum. Áður en maður var far- inn að halla sér á hliðina var vökvatap líkamans farið að kalla á vatnsdrykkju þar sem hiti og raki skógarins var með mesta móti. Eftir sæmilegan svefn tók- um við tjöldin niður í skjóli myrkurs og biðum sólarupp- komu og þá um leið umferðar. Tveimur tímum seinna komumst við eftir vel heppnað- ar þumalæfingar niður að Brasilfuhlið Iguassu-fossanna og eftir að hafa haft uppi á tjaldstæði með tilhlýðilegri að- stöðu lögðust stúlkurnar til hvíldar en ég greip gönguskó og aðrar græjur og tölti ásamt nokkrum innfæddum strákum inn í frumskógarflækjuna í leit að einu af náttúruundrum Suð- ur-Ameríku. Gurani-indíánar nefndu þetta undur Iguassu og þýðir hin stórkostlegu vötn. FULLKOMNUN NÁTTÚRUNNAR Iguassu á upptök sín í hálendi skammt frá Curitiba í Brasilíu og á leið sinni niður slétturnar eykst vatnsmagnið verulega þar sem rúmlega þrjátíu kvíslir renna til liðs við fljótið. Vötnin falla þarna þrumandi, umvafin ósnortnum en björtum regn- skóginum með brönugrösum og bugðóttum skriðjurtum. Ógurlegur vatnsþrýstingurinn hamrar á stuðlabergsbotni og stígur því upp í þrjátíu metra eilíft vatnsmistur þar sem geislar sólar mynda stöðugt útbreidda og síkvika regn- boga. Rétt ofan við aðalfoss- ana breiðir fljótið úr sér yfir allt að því fjögurra kílómetra svæði enda þéttskipað skógi- vöxnum smáeyjum. Það eru flúðir á rúmlega þriggja kíló- metra svæði fyrir ofan sextíu kílómetra háan þverhníptan bergvegginn þar sem ægilegt vatnsmagnið steypist ( 275 fossum niður klettabeltið. Þar sem tíminn nam staðar í þessari víðáttumiklu og full- komnu náttúrufegurð var tölu- vert farið að rökkva þegar ég hafði rænu á að snúa við í átt til tjaldstæðisins og loks þegar ég náði þangað og hitti stúlk- urnar var ég óðar spurður um líðan og upplifun. Það var að- eins eitt orð sem kom í hug- ann, ólýsanlegt, en til saman- burðar eru þessir stórbrotnu fossar um tuttugu metrum hærri en Niagara og rúmlega tvisvar sinnum víðáttumeiri. Eftir léttan þvott og sæmilega máltíð datt ég djúpt í drauma- heima og rumskaði ekki fyrr en fuglasöngur færðist í auk- ana með rísandi sól. Næstu fjögur dægur voru ó- neitanlega fljót að fjúka hjá þar sem Iguassu og næsta nágrenni hefur að geyma stórbrotið jafnvægi náttúru og dýralífs bæði Brasilíu- og ekki síður Argentínumegin. Þar læðist maður í gegnum regn- skóginn, umvafinn burknum og pálmum og hinum sér- stöku brönugrösum svo ekki sé nú minnst á páfagaukana sem halda þarna til og dafna vel ( sínu rétta umhverfi þar sem þeir sækja í flokkum inn í regnskógarflækjuna í fæðu- leit. Einnig er mikið um hina nefstóru og litríku túkana og síðast en ekki síst ógrynni af tignarlega litfögrum fiðrildum sem draga athygli manns aft- ur og aftur að óendanlegri full- komnum náttúrunnar enda hafa fundist um fimm hundruð tegundir fiðrilda við Iguassu. Þegar f gegnum illfæran regnskóginn er komið blasa Iguassu-fossarnir í fyrsta skipti við manni í órjúfanlegri heild sinni. Þegar nær kemur má glöggt sjá litla fugla stinga sér inn og út úr ógurlegu vatnsfallinu, að því er virðist, en þessi einstæða fuglateg- und dregur nafn sitt af fluglist enda með eindæmum snögg á flugi. Það er ótrúlegt að fylgjast með fuglunum þeytast fram með fossunum og skjót- ast bak við þá en þar hreiðra þeir um sig á klettasyllum og þykjast þar með hólpnir fyrir árásum ránfugla. □ 66 VIKAN 22. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.