Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 38
FRÆGT FOLK
LIZA
MINELU
LEGGJALANGA
PRINSESSAN
ann 12. mars árið 1946 fæddist Holly-
wood ný prinsessa. Hún var með dökkt,
gljáandi hár og risastór dökk augu og
enginn efaðist um að hún ætti eftir að leggja
heiminn af fótum sér. Hún var að minnsta
kosti enginn venjulegur hvítvoðungur. Frank
Sinatra kom í heimsókn á fæðingarheimilið;
fyrstu leikfélagar hennar voru börn Charlie
Liza ásamt Vincente, fööur sínum. Feöginin
voru mjög samrýmd frá upphafi, ekki síst
eftir aö foreldrar hennar skildu. Sambönd
hennar viö karlmenn einkenndust alltaf af
leitinni aö manni í staö Vincentes.
Chaplin, leikvöllurinn var Beverly Hills. Hún
var skírð Liza Minelli, einkadóttir leikkonunnar
Judy Garland og leikstjórans Vincente Minelli.
Judy og Vincente kynntust og urðu ástfang-
in þegar hann leikstýrði henni í hinni geysivin-
sælu dans- og söngvamynd Meet Me in St.
Louis. Þau voru að mörgu leyti ósamstæð
hjón. Hún var unglingastjarnan sem hafði
sungið sig inn í hjörtu heimsins sem Dorothy í
The Wizard of Oz og lent í ótal ævintýrum
með Mickey Rourke; hún var í augum Banda-
ríkjamanna „stelpan í næsta húsi“ holdi
klædd, amerískari en nokkur eplakaka, litla
sæta Judy Garland með englaröddina og sak-
leysissvipinn. Vincente var nokkru eldri en
Judy og hafði leikstýrt „alvarlegum" kvikmynd-
um, hann var reyndari og jarðbundnari en
Liza varö snemma sviösvön enda liföi hún
og hræröist í heimi skemmtanaiönaðarins.
Hún var aöeins þriggja ára þegar hún kom
fyrst fram í kvikmyndinni In The Good Old
Summertime ásamt móöur sinni.
hún.
Meet Me in St. Louis markaði tímamót á
ferli þeirra beggja en á ólíkan hátt. Myndin
festi Vincente endalega í sessi sem mikilvæg-
an leikstjóra en fyrir Judy var hún fremur upp-
hafið að endalokunum. Eftir Meet Me in St.
Louis tók ferill hennar stefnuna niður á við og i
kjölfarið fylgdi mikil fíkniefna- og áfengis-
neysla sem átti eftir að setja mark sitt á við-
kvæmustu árin í uppvexti dótturinnar og
leggja hjónabandið í rúst.
Fyrstu árin í lífi Lizu litlu voru friðsæl og
hamingjurík. Foreldrar hennar elskuðu hvort
annað næstum jafnmikið og þau elskuðu
hana, þau höfðu alltaf nægan tíma til að sinna
henni og leika við hana og hún sat að þeim
ein - Judy og Vincente eignuðust ekki fleiri
börn. Hún stjórnaði því heimilinu og svaf oftar
en ekki í rúmi foreldra sinna sem gátu ekki
neitað henni um neitt.
SKILNAÐUR
Þessi öryggiskennd átti eftir að bíða þunga
hnekki. Það var ekki allt með felldu f paradís.
Samband Judy og Vincente bar mörg ein-
kenni sambands föður og dóttur og Judy átti
ekki auðvelt með að deila „pabba“ með Lizu,
hversu heitt sem hún elskaði dótturina. Stund-
um fylltist hún óstjórnlegri afbrýðisemi vegna
þeirrar miklu hlýju sem Vincente sýndi Lizu.
Seinna viðurkenndi hún að hún hefði jafnvel á
stundum óttast að hún myndi meiða barnið.
Judy var þá illa haldin af ristilbólgu og svaf
auk þess illa um nætur og hún leitaði á náðir
lyfjanna. Með því að taka bensedrín, dexedrín
og fleiri svipuð lyf tókst henni að halda sér
grannri og sofna á kvöldin en lyfin ollu líka al-
varlegum skapgerðartruflunum sem orsökuðu
reiðiköst, ofsóknarbrjálæði og þunglyndi. Hún
glataði æskuljómanum og útgeisluninni og
bæði frami hennar og hjónaband liðu fyrir
lyfjaneysluna.
Vincente reyndi að vernda Lizu um leið og
hann reyndi allt hvað hann gat til að bjarga
hjónabandi sínu. Þegar ástin milli hans og
Judy dalaði leitaði hann sífellt meira til dóttur
sinnar eftir ást. Hann tók af henni Ijósmyndir í
þúsundatali, Ijósmyndir sem sýna berlega að
þegar á unga aldri hafði Liza til að bera eðlis-
lægan þokka og útgeislun móður sinnar. Hún
var greind og athugul, síspyrjandi og forvitin
um allt og alla. Móðir hennar ráfaði inn og út
af spítölum og foreldrar hennar rifust mikið en
gerðu þó sitt besta til að halda hjónabandinu
saman.
Veislurnar, sem þau héldu, voru viðfrægar
og þangað kom rjóminn af stjörnum Holly-
wood. Humphrey Bogart og Lauren Bacall
voru tíðir gestir og oftar en ekki leit tónskáldið
Harold Arlen inn en hann samdi tónlistina í
The Wizard of Oz. Þegar svo bar við átti Judy
það til að taka lagið við undirleik hans og Liza
var ekki lengi að tileinka sér framkomu og
tækni listamannsins. Hún var farin að herma
eftir móður sinni á fjórða aldursári, í skini
vasaljóss sem hún lét leikfélaga sinn beina að
sór í stað sviðsljósa. Og hún varð snemma
sviðsvön því að hún kom fram i kvikmyndinni
/n the Good Old Summertime aðeins þriggja
ára gömul. Þar lék hún á móti móður sinni
undir stjórn föður sins.
Tilraunir Judy og Vincente til að halda fjöl-
skyldunni saman fóru út um þúfur og þau
skildu árið 1951. Þau sömdu um að Liza væri
hjá Judy hálft árið og hjá Vincente hinn helm-
inginn því að hvorugt vildi verða „helgarfor-
eldri“. Þegar hún var hjá föður sínum var hún
prinsessan hans. Á allraheilagramessu gaf
hann henni glæsilegan nornabúning og full-
vissaði hana um að allir myndu verða skelf-
ingu lostnir. En Liza litla varð vonsvikin þegar
þau fóru hús úr húsi og fáir gátu stillt sig um
að hlæja að agnarsmáu norninni með sæl-
gætispokann sinn. Hún lét ekki huggast fyrr
38 VIKAN 22.TBL. 1993