Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 45

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 45
o c % ~7 alþjóðlegur fyrirlesari. í fyrirlestri sínum mun hann gera grein fyrir endurbyggingu hersins á geimskipinu sem brotlenti, auk þess að fjalla um sögu fljúgandi furðuhluta á jörðinni. Virgil Armstrong er fyrrverandi majór í upp- lýsingadeild CIA. Hann er sérfróður um flest svið fljúgandi furðuhluta. í fyrirlestri sínum mun hann fjalla um á hvern hátt tilvist þeirra hefur haft áhrif á mannkynið. Colin Andrews er í yfirstjórn stofnunar um ræktun og áhrif ræktunar á mannkyn. Hann starfar jafnframt sem rithöfundur og er alþjóð- legur fyrirlesari. Colin Andrews er talinn einn helsti sérfræðingur samtímans um geimverur og framandi geimskip. í umfjöllun sinni tekur hann til meðferðar ýmis tákn og kennileiti sem talið er að geimverur hafi skilið eftir sig víðs vegar um heim. Andrews mun í þessu sam- bandi til dæmis fjalla um undarleg ummerki sem fundist hafa á kornökrum í ýmsum lönd- um. Michael Hesemann er kunnur rannsóknar- maður og útgefandi efnis um fljúgandi furðu- hluti. Hann er ritstjóri German Magazine og starfar sem rithöfundur og alþjóðlegur fyrir- lesari. Á ráðstefnunni fjallar Hesemann um óþekkt loftför frá margvíslegum sjónarhornum og hvernig þau hafa birst mönnum á hinum ýmsu stöðum heims. Hann mun einnig sýna Ijósmyndir og myndbönd sem tekin hafa verið af meintum geimförum. Christa Tilton er ein þeirra sem hafa lent í þeirri lífsreynslu að vera tekin um borð í geim- skip. í fyrirlestri sínum mun hún fjalla um þennan atburð og þær rannsóknir sem hún og fleiri aðilar gerðu í kjölfarið. Graham Birdsall er ritstjóri eins virtasta tímarits Evrópu um fljúgandi furðuhluti. Hann er heimsþekktur fyrirlesari og rannsóknar- maður. í fyrirlestri sínum mun Birdsall fjalla um afar fullkominn tæknibúnað flughersins og á hvern hátt hann er notaður í tengslum við rannsóknir á fijúgandi furðuhlutum. Hann mun aukin heldur greina frá frásögnum og leyniskjölum hersins varðandi torkennileg loftför. BIRTAST GEIMVERURNAR UNDIR SNÆFELLSJÖKLI? Það er vissulega fagnaðarefni að íslendingum skuli gefast kostur á að hlýða á marga af þekktustu rannsóknarmönnum sem nú eru uppi í heiminum og fást við geimverur og fljúgandi furðuhluti. Það eru þó smámunir ein- ir miðað við það sem vænta má á Snæfells- neshluta ráðstefnunnar. Föstudaginn 5. nóv- ember, á miðdegi ráðstefnunnar, verður hald- ið upp að Snæfellsjökli til móts við geimverur sem, ef marka má Michael N. Dillon, hafa boðað komu sína þangað. Flestir eiga eflaust örðugt með að trúa því að vitsmunaverur utan úr geimnum birtist þar opinberlega í fyrsta sinn. Þeir sem eru á báð- um áttum meðal áhugamanna um geimverur og yfirskilvitleg fyrirbæri hafa á hinn bóginn fullyrt að téðar geimverur muni birtast á hug- lægu sviði og verða þar með einvörðungu sýnilegar þeim sem búa yfir skyggnigáfu eða öðrum dulrænum hæfileikum. Vitnisburður af því tagi er þó ekki annað en útúrsnúningur því annaðhvort mæta geimverurnar eða þær mæta alls ekki. Ef nærvera þeirra yrði ein- göngu merkjanleg fáum útvöldum er varla hægt að standa fastar á því en fótunum að ut- anjarðarverur hafi í raun komið til fundarins. Þorsteinn Barðason segir um þennan hnykk hinar alþjóðlegu ráðstefnu um geimver- ur og fljúgandi furðuhluti: „Ég er ekki viss um að nokkur okkar geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði fyrir framtíð mannkyns á jörðunni ef þetta gerðist í raun og veru. Öll samfélög þyrftu að endurskoða afstöðu sína til lífsins og tilverunnar, trúarbrögð myndu um- turnast og ný koma í staðinn. Flestir vísinda- menn þyrftu að endurskoða allan lærdóm sinn og þekkingu og nýjar skilgreiningar um tíma og rúm yrðu til. Við værum ekki lengur ein í heiminum.11 □ 22.TBL. 1993 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.