Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 6

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 6
£ > DAGBOK MEO STJORNUSP4 FYLOIR VIKUNNI ÞÓRUNN HÓTELSTÝRA BIRGITTA VILBERGSDÓTTIR VALGERÐUR VALMUNDSDÓTTIR ESTHER ERLINGSDÓTTIR ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR TINNA TRAUSTADÓTTIR EVA HRUND W. KRISTJÁNSD. Nú styttist óðfluga í krýningu forsíðu- stúlku Vikunnar og Wild 1993. Kepp- endurnir, sem eru alls átta, hafa verið kynntir á síðum Vikunnar hver á fætur öðrum og síðustu Viku fylgdi atkvæðaseðill til afnota fyrir þá lesendur sem vilja hafa áhrif á kjörið. Urslitin verða kunngerð á glæsilegri krýning- arhátíð á Hótel íslandi 19. nóvember næst- komandi. Hótel ísland verður opnað fyrir matargesti klukkan 20:00 og verður tekið á móti gestum með fordrykk frá Smirnoff á íslandi. Á mat- seðlinum er rjómalöguð grænmetissúpa Viku- sælkerans og aðalrétturinn er lambasverð að hætti Wild. Aðgöngumiðaverð er aðeins 2.450 krónur með mat en 1.000 krónur eftir mat. Auk þess sem keppendurnir munu koma þrisvar fram í villtum atriðum verða fjölbreytt skemmtiatriði á dagskrá. Að krýningu lokinni verður síðan dansað til klukkan þrjú við undir- leik hinnar vinsælu hljómsveitar SSSólar. Allir hafa keppendurnir stundað líkamsrækt af kappi undanfarnar vikur, sex stúlknanna i World Class en þær sem búa suður með sjó í Æfingastúdíói Keflavíkur og hjá Guðbjörgu Finnsdóttur eróbikkennara. Sú er æfir sviðs- framkomu stúlknanna fyrir krýningarkvöldið kemur einnig af Suðurnesjum, nefnilega hún Rúna, sem svo oft hefur lagt fegurðarsam- keppni íslands lið. Dómnefndina skipa Linda Pétursdóttir frá Wild, Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitar- innar SSSól, Halldóra Halldórsdóttir, forsíðu- stúlka Vikunnar 1992, og Ijósmyndararnir Magnús Hjörleifsson og Bragi Þór Jósefsson sem báðir hafa myndað talsvert fyrir tímarit Samútgáfunnar Korpus á undanförum árum. Báðar fá stúlkurnar ( fyrsta og öðru sæti góðar gjafir en aðalverðlaun sigurvegarans eru ferð til Lundúna þar sem hún verður mynduð í bak og fyrir af þekktum tískuljós- myndurum. Forsíðustúlkan fær árssamning við Wild og sömuleiðis samning við innflytjend- ur Mustang fatnaðarins, en þetta tvennt tryggir henni í það minnsta 300 þúsund krónur. Og nú er bara að tryggja sér aðgang að krýningarhátíðinni á Hótel íslandi föstudags- kvöldið 19. nóvember. Góða skemmtun! KRÝNINGARHÁTÍÐ 19. NÓVEMBER 6 VIKAN 22. TBL. 1993 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.