Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 47
Bandaríski flugmaðurinn Kenneth Arnold
varð fyrstur manna til þess að ganga fram
fyrir skjöldu og lýsa því yfir að hann hefði
séð fljúgandi furðuhluti. Hinn 24. júní árið
1947 var hann á flugi í námunda við
Cascade-fjöll í ieit að flaki flugvélar sem
talið var að hafði brotlent. Skyndilega sá
hann bláhvítan bjarma á himninum sem
lýsti upp flugstjórnarklefann og flugvéiina
aö innan. Þegar hann leit til vinstri sá hann
röð af mjög undarlegum flugförum. Kenneth
segir að flugtörin hafi verið níu talsins og
reiknaði út aö hraöinn á þeim hefði veriö að
minnsta kosti 1930 km/klst. Á þeim tíma
taldist gott ef flugvélar náðu 965 km/klst.
Arnold fullyrti jafnframt að þessi loftför
hefðu ekki litið út eins og neinar venjulegar
flugvélar eða herflugvélar sem hann vissi
deili á. Þau virtust vera hringlaga og stél-
laus. Flug þeirra var einnig mjög furöulegt.
„Þau tóku dýfu, eins og flögruðu aðeins og
sigldu svo áfram, líkt og diskar fleyta kerl-
ingar,“ sagði Kenneth Arnold síðar í viðtali
við blaöamann, án þess þó að gera sér
grein fyrir því að þar með haföi hann búið til
nýtt hugtak í oröaforöa mannkyns, nefni-
lega hugtakið „fljúgandi diskar". Arnold ótt-
aðist að hann hefði séö sovéskt leynivopn
og verið væri að gera innrás í bandaríska
lofthelgi. Hann tilkynnti því yfirvöldum strax
hvað hann heföi séð. Skýrsla hans til
bandarísku flugmálastjórnarinnar var sú
fyrsta af mörg þúsund sem síöan hafa bæst
við en áætlað hefur verið aö óþekkt flugför
sjáist vikulega og jafnvel daglega einhvers
staðar í heiminum.
a ' ’yrir9e,slav,r
Til eru frásagnir sem benda til þess aö ut-
anjarðarverur noti mannkynið til undaneld-
is. Árið 1957 varð tuttugu og þriggja ára
gamall brasilískur bóndi, Antonio Villas
Boas að nafni, fyrir undarlegri reynslu svo
ekki sé meira sagt. Þegar hann var við
vinnu sina á akrinum lenti skínandi loftfar,
sem var líkt og egg í laginu, skammt frá
honum. Hann varö skelfingu lostinn og tók
á rás í áttina aö bóndabænum. Skyndilega
var Ijósgeisla skotið að honum og honum
þvarr allur máttur. Án þess hann gæti rönd
við reist báru tvær utanjarðarverur hann inn
í geimskipiö. Þegar þangaö var komið var
hann afklæddur og blóösýni tekið úr höku
hans. Síðan var hann skilinn eftir einn ■ her-
bergi sem virtist vera tómt. Innan skamms
kom inn í herbergiö undurfögur kona,
kviknakin. Boas segir síðan frá því að her-
bergiö hafi allt í einu fyllst af einhverri sér-
stæðri lykt sem varð til þess að óstjórnleg
kynferðisleg löngun gagntók hann. Hræðsl-
an, sem hafði fram að því kvalið hann, hvarf
eins og dögg fyrir sólu. Þegar utanjaröar-
konan hóf síðan að sýna honum blíðuhót
stóöst hann ekki mátið og haföi mök við
hana. Boas minnist þess að hún kyssti hann
aldrei en beit hann einu sinni létt í hökuna.
Hann segir einnig að meðan á samförunum
stóð hafi hún urrað og að það hafi „næstum
eyöilagt allt saman því þá leið mér eins og
ég væri meö dýri“. Þegar ástaratlotunum
linnti brosti utanjarðarkonan til hans og
benti á magann á sér, síöan upp í loftið.
Meö þessu virtist hún vera aö gefa í skyn
að hún mundi ala honum barn á heima-
plánetu sinni einhvers staðar í óravíddum
geimsins. Hún yfirgaf síðan herbergiö og
skömmu síðar var Boas leiddur út úr geim-
farinu sömu leið og hann kom. Boas varð
svo mikið um þennan atburð að hann fékk
taugaáfall. Læknar, sálfræöingar og vís-
indamenn, sem fengu þetta mál til rann-
sóknar, komust aö þeirri niðurstöðu aö frá-
sögn Antonio Villas Boas væri ekki meðvit-
aöur tilbúningur, hann væri andlega heill og
tryöi því að minnsta kosti sjálfur aö þessi
atburöur hefði átt sér staö. Á myndinni má
sjá Antonio Villas Boas í læknisskoðun hjá
dr. Fontes fjórum mánuðum eftir hiö meinta
brottnám. Fontes fann ummerki á líkama
hans sem bentu til þess aö hann hefði oröið
fyrir geislavirkni.
Skömmu eftir að Kenneth Arnold skýrði frá
reynslu sinni varðandi fljúgandi furðuhluti
urðu ýmsir aörir varir við framandi loftför,
einkum flugmenn. Skýrslur sjónarvotta
hrúguðust upp og þegar fólk tók aö fullyrða
aö það hefði orðið vitni að lendingu þessara
óþekktu loftfara og jafnvel staðið augliti til
auglitis við verur frá öörum stjörnum þótti
bandarískum yfirvöldum nóg um og ákváðu
að rannsaka málið. Árið 1952 setti banda-
ríski flugherinn á fót rannsóknarhóp sem
tók til meðferðar þúsundir skýrslna um ó-
kennda hluti á himninum. Nefndin, sem
gekk undir nafninu „bláa bókin“, komst að
þeirri niöurstöðu aö ekkert væri hæft í frá-
sögnum sjónarvotta um fljúgandi furðuhluti.
Rannsóknarnefndin fékk hins vegar slæmt
orð á sig því niöurstööur hennar og starfs-
aðferöir þóttu ekki trúverðugar. Rúmlega
tuttugu árum síðar fór Jimmy Carter, þáver-
andi forseti, fram á það við CIA og banda-
rísku geimferðastofnunina að birtar yrðu
leynilegar skýrslur sem þessar stofnanir
höfðu í fórum sinum varðandi óþekkt loftför.
Beiðni forsetans var hafnað á þeirri for-
sendu að birting gagnanna stríddi gegn al-
menningsheill! I kosningabaráttu sinni hafði
Jimmy Carter sagt: „Ég trúi á fljúgandi
diska sökum þess að ég hef séð þá sjálfur.“
Um þessi málalok sagöi áhugamaður um
fljúgandi furöuhluti: „Forsetar koma og fara
en CIA varir að eilifu."
22.TBL. 1993 VIKAN 47
DULRÆN MALEFNI