Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 62

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 62
FERÐALOG ó. HLUTI PÉTUR VALGEIRSSON í SUÐUR-AMERÍKU LÍFSBÁLID r CD Frá því við vorum í Kól- umbíu hafði leið okkar ætíð legið suður á bóginn en frá Santiago var stefnan tekin á austurströndina. Við héldum sem sagt frá vestur- ströndinni þvert yfir Suður-Am- eríku í átt til landamæra Chile og Argentínu og þá um leið í síðasta sinn upp í Andesfjöllin um margfrægt Uspaiiata fjalla- skarðið sem allt frá þvf á tím- um spænsku landvinninga- mannanna hefur verið talið eina færa leiðin. Eftir þriggja daga keyrslu höfðum við hækkað okkur upp í kulda og loftþynningu í rúmlega fjögur þúsund metra hæð í áður- nefndu skarði, umkringdir hrikalegri náttúrusmíð Andes- fjallanna. Við vorum staddir við rætur Aconcagua annars vegar og Tupangato hins vegar en báðir eru tindar þessir tæpir sjö þúsund metrar. Með landamærin að baki tók Argentína á móti okkur með eyðilegu landslagi og miklum hita en er sól tók að lækka á lofti og við fórum að hugsa fyrir næturstað voru illskeyttar moskítóflugur hvarvetna. Þær voru greinilega þyrstar í ferskt blóð og það þýddi aðeins tvennt - annaðhvort vorum við með eindæmum óheppnir með næturstað eða regnstormur var í uppsiglingu. Það var eins og við manninn mælt, að tæpri klukkustund liðinni í kyrrðinni þarna hvessti með tilheyrandi þrumum og glæstum eldinga- sýningum í fjarska. Síðan mögnuðust þrumurnar jafnt og þétt þar til þær líktust helst sprengingum og vatnsflaumur- inn steyptist til jarðar í að því er virtist endalausu úrhelli. Ekki leið heldur á löngu þar til lækir spruttu fram og á einum þeirra sigldi brott tjaldræfillinn sem Riff hafði komið upp í góðri trú um griðastað til næturinnar. ▲ Svona farkostir virtust alls- ráðandi á leirbornum gðtunum í Santa Fe. -4 Gaucho- menn að snara naut. 62 VIKAN 22.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.