Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 62

Vikan - 04.11.1993, Page 62
FERÐALOG ó. HLUTI PÉTUR VALGEIRSSON í SUÐUR-AMERÍKU LÍFSBÁLID r CD Frá því við vorum í Kól- umbíu hafði leið okkar ætíð legið suður á bóginn en frá Santiago var stefnan tekin á austurströndina. Við héldum sem sagt frá vestur- ströndinni þvert yfir Suður-Am- eríku í átt til landamæra Chile og Argentínu og þá um leið í síðasta sinn upp í Andesfjöllin um margfrægt Uspaiiata fjalla- skarðið sem allt frá þvf á tím- um spænsku landvinninga- mannanna hefur verið talið eina færa leiðin. Eftir þriggja daga keyrslu höfðum við hækkað okkur upp í kulda og loftþynningu í rúmlega fjögur þúsund metra hæð í áður- nefndu skarði, umkringdir hrikalegri náttúrusmíð Andes- fjallanna. Við vorum staddir við rætur Aconcagua annars vegar og Tupangato hins vegar en báðir eru tindar þessir tæpir sjö þúsund metrar. Með landamærin að baki tók Argentína á móti okkur með eyðilegu landslagi og miklum hita en er sól tók að lækka á lofti og við fórum að hugsa fyrir næturstað voru illskeyttar moskítóflugur hvarvetna. Þær voru greinilega þyrstar í ferskt blóð og það þýddi aðeins tvennt - annaðhvort vorum við með eindæmum óheppnir með næturstað eða regnstormur var í uppsiglingu. Það var eins og við manninn mælt, að tæpri klukkustund liðinni í kyrrðinni þarna hvessti með tilheyrandi þrumum og glæstum eldinga- sýningum í fjarska. Síðan mögnuðust þrumurnar jafnt og þétt þar til þær líktust helst sprengingum og vatnsflaumur- inn steyptist til jarðar í að því er virtist endalausu úrhelli. Ekki leið heldur á löngu þar til lækir spruttu fram og á einum þeirra sigldi brott tjaldræfillinn sem Riff hafði komið upp í góðri trú um griðastað til næturinnar. ▲ Svona farkostir virtust alls- ráðandi á leirbornum gðtunum í Santa Fe. -4 Gaucho- menn að snara naut. 62 VIKAN 22.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.