Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 50

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 50
Daniel Hoffmann er „nef“ í vinnunni. I yfir 30 ár hefur hann unniö viö aö þefa uppi ýmsar ilm- tegundir. Starfs- menn fylgjast vel meö því aö blöndun hafi fariö rétt fram. Starfs- menn fyrirtæk- isins eru yfir 4500 í 20 löndum. eðlilegra að ýta undir hið hreina og náttúrlega. Síðustu ár hefur Klein svo viljað rjúfa sig lausan frá skarkala stór- borganna og hinu Ijúfa lífi sem oft vill fylgja frægðinni. Hvað gerist þá? Nýtt ilmvatn, Escape, kemur á markaðinn - Escape, flóttinn frá öllum lát- unum. Klein kýs kyrrðina í sveitasælunni og flýr stór- borgirnar ásamt fjölskyldu sinni. Þetta er raunverulegt dæmi um að ilmurinn endur- spegli ákveðna persónu og mörg slík dæmi gætum við tekið I því sambandi." Af þessu er því Ijóst að ilmur er ekki bara einhver einfaldur ilmur. Ilmur hefur ákveðið gildi fyrir bæði karla og konur og virðist vera í takt við það þjóðfélag sem við búum við. Þegar gengið er um ýmsar deildir verksmiðj- unnar blasa alls staðar við kraumandi pottar og kör. Með loftum og veggjum liggja lang- ar pípur sem í eru óteljandi tegundir af ilmefnum og ilmur- inn er nánast yfirþyrmandi. Gounod skýrir framleiðsluna fyrir mér. VÉLMENNI STÝRA NÁNAST ALLRI FRAMLEIÐSLUNNI „í hverju ilmvatni er sérstök blanda af alls konar efnum sem sérfræðingar okkar hafa þróað. í flestum tilfellum stýra tölvur og vélmenni blöndun- inni og mannshöndin kemur mjög takmarkað við sögu. All- ar vélar eru prógrammeraðar, mataðar á margs konar reikni- formúlum sem standa fyrir ákveðna ilmtegund. Starfs- í þessum rörum er mismunandi ilmefnum blandaö saman. Hjá Givaudan-Roure er unnið meö yfir 400 tegundir af ilmefnum. menn taka sýni reglulega og fylgjast þannig vel með gangi mála. Við höfum um fjögur hundruð mismunandi tegundir af efnum og vélmenni sjá um að finna réttu blönduna. Síðan fer fram greining á öllum af- urðum okkar til að tryggja að blöndun hafi farið rétt fram.“ Hráefnin, sem notuð eru í framleiðsluna, eru margs kon- ar. Um þriðjungur þess sem notað er eru náttúruleg hrá- efni á borð við blóm, rætur, lauf, fræ, við og börk. „Hlutur blómanna er mikill. Það má segja að jasmínblóm og rósir ráði ríkjum í ilmfram- leiðslunni," tjáir Gounod mér um leið og hann leyfir mér að þefa af ýmsum prufum. Og lyktartegundirnar eru allar kunnuglegar, tengjast allar einhverjum af þeim ilmvötnum sem ég hef að minnsta kosti prófað. Þarna er að finna blómailm af ýmsu tagi en ég finn líka mildan kókosilm, möndluilm, eplailm og sér- stakan viðarilm. EDDIE MURPHY BAD UM FURUILM í HERBERGIÐ „í tengslum við viðarilminn dettur mér í hug skemmtileg saga um bandaríska leikar- ann Eddie Murphy,“ segir Gounod með bros á vör. „Þetta gerðist þegar hann var gestur á árlegri tónlistarhátíð ( Montreux í Sviss. Yfirmenn hótels nokkurs, er leikarinn gisti, höfðu oft á tíðum orðið að verða við skringilegum óskum viðskiptavina sinna en ósk Eddie Murphy sló öll met. Hann hafði óskað eftir því við yfirmenn hótelsins að pine- wood-ilmur, sem er sérstakur furuviðarilmur, yrði í herberg- inu hans en þessi sérstaka tegund furu finnst víða í Kaliforníufylki í Bandaríkjun- um. Starfsmenn hótelsins brugðust að sjálfsögðu skjótt við beiðni leikarans. Þeir höfðu samband við okkur hjá Givaudan-Roure og báðu um sérstakan furuilm sem síðan var dreift um allt hótelherberg- ið. Furuviður er einmitt mikið notaður við ilmvatnsgerð núna og ilmurinn, sem er mildur, er mjög vinsæll meðal neytenda.1' MEISTARANEF FÆR RÍKULEGA BORGAÐ Skyggnumst nú örlítið á bak við ilmvötnin og ilmefnin sem slík og íhugum aðeins hvernig þau eru útfærð og búin til. A bak við hverja ilmtegund er svokallaður „ilmfræðingur" og hjá Givaudan-Roure starfa kringum sextíu slíkir. í dag- legu tali eru þeir reyndar kall- aðir „nef“, en hvað þýðir það? Jú, þeir fá nefnilega laun fyrir að vera með sérstaklega næmt þefskyn og því er nefið þeim eins dýrmætt og fæturnir knattspyrnumönnum. Færu nefi er sem sagt borgað ríku- lega fyrir að koma saman þeirri lykt sem viðskiptavinirnir biðja um. Sérfræðingar sitja og þefa allan daginn og nota svo lítt skiljanlegan orðaforða til að lýsa því sín á milli sem aðrir kunna ekki að tjá í orð- um - lykt. Það er auðvitað ekki hvaða nef sem er sem kemst í þennan úrvalshóp, upplýsir Gounod mig um. „Eigendur þessara atvinnu- nefa líta á sig sem mikla lista- menn og eins og aðrir lista- menn eru þeir alltaf að vinna að nýjum hugmyndum og þróa þær. I þessu starfi er hægt að þjálfa efnilegt nef sem með mikilli æfingu verður síðar að meistaranefi. Slíkt nef hefur skapandi hug- myndaflug sem framleiðir „drauma“ - eins og listamenn- irnir túlka það. Það sem lista- mennirnir skapa hefur svo áhrif á bæði karla og konur og það er síðan fullkomnað með nöfnum tískuhúsanna og fal- legum flöskum." ILMVATNSNOTKUN HEFUR BREYST MJÖG Daniel Hoffmann hefur verið ilmfræðingur eða öllu heldur „nef“ hjá fyrirtækinu I yfir þrjá- tíu ár. Sem listamaður er hann alltaf að vinna að nýjum hugmyndum. „Það er erfitt að skilja hvað karlmenn vilja en miklu auð- veldara að skilja hvað konur vilja. Ilmvötnin mín endur- spegla það sem við erum, þau endurspegla það sem við hugsum og viljum. Um þessar mundir eru ilmvötn framleidd fyrir marga ólíka einstaklinga. Konur eru til dæmis mjög flöktandi í ilmvatnsnotkun, skipta kannski um tegund á eins til tveggja ára fresti. Fyrir þrjátíu árum notuðu konur hins vegar sama ilmvatnið í meira en tíu ár. Notkun hefur breyst og þess vegna er fram- leiðslan miklu meiri núna.“ Hvað skyldi það taka lista- manninn langan tíma að þróa hugmynd sem hann hefur í kollinum? „Það getur verið ó- trúlega langur ferill, allt upp í tíu ár. Fyrst kemur hugmynd að nýjum ilmi og síðan þarf að ákveða fyrir hvaða tegund af vöru ilmurinn á að vera. Ef ákveðið er að framleiða nýtt ilmvatn er stöðugt unnið að þróun þess þar til meginuppi- staðan eða endanlegi ilmurinn er tilbúinn. Það tekur að jafn- aði eitt til tvö ár þar til fram- leiðsla nýs ilms er komin á lokastig þannig að Ijóst má vera að það tekur langan tíma að skapa öðrum ánægju og yndisauka," segir Daniel Hoffmann, ilmfræðingur hjá Givaudan-Roure. Svei mér þá ef hann er ekki með sérstak- lega hentugt nef til að starfa við þetta fag, langt og mjótt - eins og gert til þess að þefa ofan í litlar flöskur. Það er deginum Ijósara að margt og mikið býr á bak við ilmvötn og ilmefni. Á fallegu ilmvatnsglösunum með öllum þekktu nöfnunum stendur kannski París eða New York en í flestum tilfellum má þó rekja uppruna ilmefnanna til Genfar. Þar eru þau framleidd og notuð í allt mögulegt, frá tískuilmvötnum allt upp í heimilisvörur eða jafnvel ávaxtasafa. Nefin frægu eru framleiðslunni mikilvæg því það eru þau sem finna upp og þróa nýjar ilmtegundir. Hins vegar erum það við neytendur sem kaupum þessa fínu vökva með frægu merkjunum dýrum dómum til að gera okk- ur meira aðlaðandi í því um- hverfi sem við búum við. □ 50 VIKAN 22.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.