Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 56
„SOUFFLE" OMELETTA
MEÐ SVEPPASÓSU
SVEPPASÓSA
Fyrir tvo
4 egg, aðskilin
1 matskeiðvatn
1-2 teskeiðar estragon
20 g smjör
Hrærið saman eggjarauður,
vatn og estragon í stórri skál.
Þeytið eggjahvíturnar þar til
þær eru orðnar stífar. Blandið
varlega saman eggjahvítun-
um og rauðunum og skiptið í
tvennt.
Bræðið helming smjörsins
á pönnu. Hellið öðrum helm-
ingnum af eggjablöndunni á
pönnuna og steikið þangað til
omelettan er orðin Ijósbrún að
neðanverðu. Setjið pönnuna
því næst undir heitt grill þang-
að til yfirborð hennar er orðið
létt grillað. Setjið nú omelett-
una á disk, brjótið hana til
helminga og setjið helming
sveppasósunnar ofan á hana.
Endurtakið þetta með hinn
helminginn.
60 g smjör
1 lítill laukur, smátt
brytjaður
1 hvítlauksrif, kramið
125 g litlir sveppir, sneiddir
3 teskeiðar hveiti
1/4 bolli þurrt hvítvín
1/2 bolli kjúklingakraftur
1/4 bolli mjólk
2 teskeiðar franskt sinnep
1-2 teskeiðar estragon
Hitið smjörið á pönnu, bætið
lauk, hvítlauk og sveppum
saman við, látið malla og
hrærið í þangað til laukurinn
er orðinn mjúkur. Bætið hveit-
inu saman við, látið krauma
og hrærið vel í. Takið því næst
pönnuna af hellunni á meðan
þið bætið því sem eftir er sam-
an við. Látið pönnuna aftur yfir
hita og hrærið í þangað til sós-
an fer að sjóða og þykknar. □
56 VIKAN 22. TBL. 1993