Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 49
BRYNDÍS HÓLM SKRIFAR FRÁ SVISS:
HVAÐ BÝR Á BAK VIÐ
Hvað eiga nöfnin Poi-
son, Lou Lou, Giorgio
Armani, Opium, Mont-
ana, Obsession, Eternity,
Chanel, Kouros, Nivea, Vidal
Sasson og Timotei sam-
eiginlegt? Jú, stórfyrirtækið
Givaudan-Roure í Genf í
Sviss á heiðurinn af þeim
góða ilmi sem þessum nöfn-
um tengist.
Givaudan-Roure er meðal
stærstu ilmefnaframleiðenda
heimsins. Framleiðslan ein-
skorðast þó ekki við ilmvötn
heldur nær hún einnig til
heimilisvara af ýmsu tagi sem
og snyrtivara.
Fyrir neytendur er ilmvatn
ef til vill ósköp einfaldur og
sjálfsagður hlutur. Við kaup-
um það þara úti í búð og not-
um það eins og okkur hentar
en þegar nýr og áður óþekkt-
ur ilmur er búinn til er málið
ekki svo einfalt. Það er hreint
ótrúlegt hversu mikið og flókið
starf liggur á bak við einn
ákveðinn ilm. Það tekur að
jafnaði eitt til tvö ár að þróa
nýjan ilm og ef til vill líða
síðan þrjú ár þar til viðkom-
andi ilmur er kominn á mark-
aðinn, undir þekktu merki á
borð við Chanel eða Gucci.
Blaðamaður Vikunnar heim-
sótti verksmiðjur Givaudan-
Roure í Genf á dögunum og
kynnti sér ilmefnaframleiðsl-
una undir frábærri leiðsögn
Charles Emmanuel Gounod
kynningarstjóra. Gounod gjör-
þekkir alla framleiðslu fyrir-
tækisins þar sem hann hefur
starfað í átján ár undir merkj-
um þess í Genf. Og það er
sama hvert farið er um verk-
smiðjuna, alls staðar er megn
ilmandi lykt og því greinilegt
að maður er kominn í ilm-
vatnsverksmiðju.
Givaudan-Roure er sam-
steyþa tveggja fyrirtækja sem
stofnuð voru 1895 og 1820
en gengu í eina sæng fyrir
tveimur árum. Fyrirtækið teyg-
ir anga sína víða því það hef-
ur útibú í yfir tuttugu löndum í
fimm heimsálfum. Starfsmenn
fyrirtækisins eru hvorki fleiri
né færri en 4500.
Mörg þekkt nöfn eru meðal
viðskiptavina Givaudan-Roure
meðal annars Calvin Klein.
markaðinn var hann sjálfur
ungur, villtur og ókvæntur.
Ilmurinn hans gaf til kynna
ur, Eternity, endurspeglaði ný
lífsviðhorf hans. Eternity
merkir eitthvað sem varir að
Hvernig skyldi hann hafa náð
eins miklum vinsældum með
vökva sína og raun ber vitni?
Hvert er eiginlega leyndarmál-
ið? Að góðu nefi frátöldu - en
svo eru ilmfræðingar fyrirtæk-
isins gjarnan nefndir - þarf að
þekkja vel inn á markaðsöflin.
Hvað vilja karlmenn og konur
eiginlega? Hvers vegna eru
sum nöfn betri en önnur?
Þegar Calvin Klein ákvað á
sínum tíma að setja ilmvatn á
markaðinn varð hann heldur
betur að leggja höfuðið í bleyti
- og útkoman varð Ob-
session. Gounod er spurður
hvers vegna?
„Markaðurinn var til í eitt-
hvað ofboðslega kynferðis-
lega æsandi, eitthvað tryll-
ingslegt og heitt, eitthvað sem
tryllti karla og konur. Ilmfræð-
ingarnir segja að ákveðinn
ilmur sé ekkert annað en end-
urspeglun á hugarástandi eða
túlkun á ákveðnum persónu-
leika. Það á við um Klein því
þegar Obsession kom á
A Stór
hluti
ilmefna-
framleiósl-
unnar er
unninn úr
ýmsum
blóma-
tegundum,
þar á
meöal
rósum.
-4 Gounod
sýnir
blaða-
manni
hluta af
fram-
leióslunni.
hvemig lífsviðhorfi hans væri
háttað. Svo urðu breytingar á
lífi hans og þá var kominn tími
á nýjan ilm. Obsession átti
ekki lengur við. Klein kvæntist
og eignaðist börn og nýr ilm-
eilífu og er manni heilagt.
Þegar hinn hryllilegi sjúkdóm-
ur eyðni varð staðreynd þótti
heldur ekki lengur viðeigandi
að ýta undir tryllta og villta ást
með Obsession, það þótti
22.TBL. 1993 VIKAN 49
SNYRTIVORUR