Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 19
ætla ég aftur á móti að fá mér talþjálfara og
reyna að ná málinu alveg.“
Er það draumurinn að reyna fyrir sér úti?
„Já, það má segja það. Mór var boðin vinna í
stærsta leikhúsi Edinborgar þegar ég lauk
námi en þá var ég ákveðinn í að koma heim.
Núna langar mig mikið til að fara út aftur og
ég stefni f að fara út á næsta ári. Það fer samt
dálítið eftir því hvernig atvinnuleyfismálin fara,
það er frekar erfitt að fá atvinnuleyfi þarna.
Bretland er heldur ekki það eina sem kemur til
greina. Mig langar dálítið til Danmerkur, ég
finn mig svo óskaplega vel í Kaupmannahöfn.
Þýskaland kemur einnig til greina en verst er
hvað ég er svakalega slappur í þýskunni. Ég
er mjög rótlaus karakter og mig hefur alltaf
■ Fyrst eftir skilnaðinn leið
mér mjög vel og fannst ég vera
ofsalega frjáls. En svo,
nokkrum mánuöum síðar, dynur
á manni hvað þetta er skelfi-
legt áfall. Maöur heldur áfram,
heldur áfram að vinna en ein-
hvers staðar inni í manni er
eitthvað brostið og verður ekki
sett saman aftur.
dreymt um að ferðast mikið. Við Ásdís festum
okkur alltof snemma, sextán, sautján ára. Fyr-
ir vikið gerði ég ekki þá hluti sem mig dreymdi
um að gera. Við byrjuðum að búa nítján ára
og vorum komin í brauðstritið alltof snemma."
Kynntust þið í Verzló? „Nei, hún var í
Kvennó. Við kynntumst í Hagaskóla. Hún var
æskuástin og minn besti vinur.“ Þið giftið ykk-
ur á meðan þið eruð í námi í Skotlandi og
eignist barn. „Já, við eignuðumst Guðmund.
Hann er þriggja og hálfs árs núna. Það var
mjög erfitt að vera með ungbarn í öðru landi.
Við höfðum engan hjá okkur sem við gátum
leitað til í sambandi við barnið og það var
mjög erfitt. Ásdís tók sér ársfrí frá námi til að
hugsa um hann en ég hafði mjög mikið að
gera í mínu námi á þessum tíma og hafði í
raun afskaplega lítinn tíma fyrir nokkuð annað
en sjálfan mig. Þetta gekk samt ágætlega því
Ásdís er svo yndisleg manneskja og honum
kippir í það kynið. Hann er jafnskapgóður og
góður og hún.“
Felix lýkur námi vorið ‘91 og kemur þá heim
til að vinna hjá Leikfélagi Akureyrar í sýning-
unni Tjútt og tregi eftir Valgeir Skagfjörð. Um
jólin kemur Ásdís til íslands og þá ákveða þau
að skilja. „Þessi skilnaður var mjög sérkenni-
legur og ég geri mér grein fyrir því að það allt
hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Fólk
hefur alltaf haft miklar skoðanir á mér og mín-
um karakter. Mér finnst mjög gaman að geta
snúið mér við, ullað á fólk og sagt „þú skildir
mig hvort sem er aldrei".
Skilnaðurinn var óumflýjanlegur og hann var
fjölskyldunni minni mjög erfiður. Hann kom öll-
um mikið á óvart því við höfðum haldið mjög
glæsilegt brúðkaup nokkrum árum áður, áttum
yndislegt barn saman og vorum mjög ham-
ingjusöm. Foreldrar mínir áttu erfitt með að
taka þessu í fyrstu, sérstaklega pabbi. Honum
þykir svo óskaplega vænt um Ásdísi og þeim
reyndar báðum. Það hjálpar mjög mikið, þegar
maður er að ganga í gegnum svona erfiða
hluti eins og skilnað, að eiga góða að. Foreldr-
ar mínir eru stórkostlegir. Þau búa hérna rétt
hjá og ég fer oft til þeirra. Við þau er hægt að
tala um allt. Þórir bróðir minn er samt sá sem
ég leitaði fyrst til eftir skilnaðinn og hann er bú-
inn að reynast mér rosalega vel. Það er furðu-
legt hvernig málin hafa þróast á líkan hátt hjá
okkur. Við giftum okkur sama árið, eignuðumst
börn, tvo litla stráka, sama árið og skildum svo
með stuttu millibili. Þar sem við erum einir
með strákana leitum við líka meira til mömmu
og pabba. Ég geri mér núna grein fyrir því
hvað það er mikilvægt að eiga góða að. Það
skiptir bara öllu máli.
Maður gerir sér enga grein fyrir hvað skiln-
aður tekur mikið á tilfinningalega. Fyrst eftir
skilnaðinn leið mér mjög vel og fannst ég vera
ofsalega frjáls. En svo, nokkrum mánuðum
síðar, dynur á manni hvað þetta er skelfilegt
áfall. Maður heldur áfram, heldur áfram að
vinna og lifa en einhvers staðar inni í manni
er eitthvað brostið og verður ekkert sett sam-
an aftur. Það sem skilnaður skilur fyrst og
fremst eftir sig er sársauki. Fólk verður að
gera sér grein fyrir því hvað þetta er sárt og
hvað það á að reyna mikið svo það þurfi ekki
að ganga í gegnum þetta helvíti. Ef fólk er
búið að vera í sambandi og það eru búin að
vera einhver leiðindi á það að reyna að vinna
úr þeim og leysa málin á annan hátt en með
skilnaði. Maður horfir á vini sína ganga í
gegnum skilnaði eftir mjög góð og ástrík
hjónabönd og fólk er hætt að geta talað sam-
an. Það er hræðilegt.
Við Ásdís höfum sem betur fer alltaf getað
talað saman og aðalmálið er að við höldum
góðu sambandi. Ásdís er eina konan sem ég
á nokkurn tímann eftir að elska. Það sem er
mikilvægast hjá okkur báðum er að barnið
okkar hljóti gott uppeldi í eðlilegu umhverfi.
Við hittumst mikið og tölum heilmikið saman.
Við höfum auðvitað rætt hlutina fram og til
baka og í okkar tilviki var skilnaður óumflýjan-
legur. Þetta gerðist samt allt mjög hratt og ég
hljóp í raun bara burt frá vandamálunum.
Ég lenti í rosalega erfiðu tímabili eftir skiln-
aðinn og sukkaði frá mér allt vit. Þeir sem
■ Ég er enginn snillingur. Ég er
enginn Laurence Olivier. Ég er
bara leikari sem getur leikiö
viss hlutverk og get leikið þau
alveg ágætlega en ég þarf líka
aö hafa djöfull mikiö fyrir því.
þekkja mig vita að ég er ekki mjög villt týpa en
á þessum tíma fór ég alla leið. Þegar ég var
tekinn fullur að keyra og missti bílprófið sá ég
hvað var að gerast og ákvað að slappa að-
eins af. Nú er ég búinn að þrauka þetta ár bíl-
laus og er að fá prófið aftur. Bíllinn er búinn
að vera í öruggum höndum systkina minna.
Að setjast fullur undir stýri er það vitlausasta
sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég var alveg
perudrukkinn og hefði auðveldlega getað
drepið sjálfan mig og marga aðra í leiðinni."
Haustið eftir að Felix kom heim lék hann,
eins og áður sagði, f söngleiknum Tjútt og
tregi eftir Valgeir Skagfjörð. „Valgeir vissi að
ég gat sungið því hann mundi eftir mér úr
Greifunum og tók sénsinn á að ég gæti leikið.
Það er ótrúlegt hvað leiðir okkar Valgeirs hafa
legið mikið saman. Eftir Tjútt og trega lékum
við saman í Islandsklukkunni, Blóðbræðrum
og núna siðast í Standandi pínu. Þetta hljóta
að vera einhver örlög.“
Ertu forlagatrúar? „Nei, alls ekki,“ segir Fel-
ix og hlær. „Það byggist alit á tilviljunum. Ég
trúi því að hver og einn skapi sér sína eigin
gæfu, algjörlega. Ég er ekki trúaður maður.
Ég aðhyllist þó þá heimspeki sem er í kristinni
trú um til að mynda að elska náungann og að
það sem maður vill að aðrir geri manni skuli
maður þeim gera. Það er einnig margt í krist-
inni trú sem ég get á engan hátt sætt mig við.
Það er svo margt sem er sagt að sé en ég get
ekki snert á neinn hátt. Ég get ekki trúað á
slíkt. Eg trúi ekki heldur á spákonur og yfir-
I æsilegu hlutverki á námsárunum í Edinborg.
náttúrlega hluti. Ég trúi á hið góða í mannin-
um. Það er númer eitt, tvö og þrjú - að vera
góður, bæði við sjálfan sig og alla aðra - að
særa ekki og ógna ekki öðru fólki. Svo lendir
maður náttúrlega í því að særa þá sem manni
þykir vænst um,“ segir hann hugsi.
Guðmundur sonur hans var með honum
þetta fyrsta hálfa ár eftir að hann kom heim.
„Við Guðmundur erum miklir vinir. Það er
nauðsynlegt að eyða miklum tíma með börn-
unum sínum. Hann er mikið hjá mér þegar
hann er á íslandi og sfðasta sumar tókum við
okkur til dæmis mjög gott frí saman, sváfum
út á morgnana og borðuðum kókópuffs, fórum
svo í helgarferðir með foreldrum mínum út á
land. Það var fullkomið sumarfrí. Ég vil eiga
þátt í að hann komist til manns. Hann skiptir
mig meira máli en nokkuð annað f lífinu og ég
sakna hans iíka alveg eftir því núna þegar
hann er í Skotlandi."
Við víkjum aftur að leiklistinni. Margir ís-
lenskir leikarar, sem lært hafa erlendis, hafa
lent í vandræðum með að leika á íslensku eft-
ir að hafa verið að vinna með annað mál í
nokkur ár. Hefur þetta eitthvað háð þér? „Nei,
það hefur ekki gert það. Ég hef alltaf haft gott
vald á íslenskunni og góða máltilfinningu. Það
er rétt að sumir sem hafa lært úti hafa þurft að
taka taltíma þegar þeir koma heim.“
Felix segir að leiklistarkennslan í skólanum,
sem hann var í, sé þónokkuð ólík kennslunni í
Leiklistarskóla íslands, miklu meiri áhersla sé
til dæmis lögð á raddþjálfun og það hafi kom-
ið honum vel. „Bretarnir eru sannir snillingar
hvað varðar raddþjálfun og alla textavinnu.“
Felix var mjög heppinn þegar hann kom heim
og fékk strax nócj að gera. Á eftir Tjútti og
trega lék hann í Islandsklukkunni sem einnig
var sett upp á Akureyri. „Ég lék Magnús í
Bræðratungu, eiginmann Snæfríðar íslands-
sólar. Það var frábært hlutverk og ég fékk þar
tækifæri til að leika á móti Elvu Ósk Ólafsdótt-
ur og Þráni Karlssyni sem eru bæði stórkost-
legir leikarar og ég ber mikla virðingu fyrir.“
22.TBL. 1993 VIKAN 19
LEIKLIST