Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 40
FRÆGT FOLK
en þau komu til Gene Kelly og hann þóttist
verða dauðskelkaður.
Víncente dekraði við dóttur sína á alla lund.
Einhverju sinni ók hann með hana i klukku-
tíma til að fara með hana í skemmtigarð, en
þegar þangað kom lýsti daman þvf yfir að
henni líkaði ekki kjóllinn sem hún var í.
Vincente ók umyrðalaust aftur heim og Liza
hafði fataskipti. Svo var aftur lagt í hann.
Vincente umvafði hana ást og umhyggju og Iff
Lizu átti eftir að einkennast af leit hennar að
þeim manni sem gæti komið f stað föðurins í
lífi hennar.
TVEIR HEIMAR
Vincente vann mikið og tók Lizu því oft með
sér í stúdíóið. Ekki leið því á löngu þar til hún
var þar heimavön og var farin að fá nasaþef-
inn af „sjóbisnessnum" sem foreldrar hennar
lifðu og hrærðust f. Síðar sagði hún oft að
henni hefði leiðst í stúdíóinu og engan áhuga
haft á leiklist en samstarfsmenn Vincentes
minnast þess að hann gaf henni oft góð ráð
og útskýrði fyrir henni það sem hann var að
gera hverju sinni því að hann kom ævinlega
fram við dóttur sína eins og jafningja sinn.
Á afmælum fékk Liza oft að gjöf smágerðar
eftirlíkingar af þekktum söngleikjabúningum
og hún naut þess að klæða sig í þá og þykjast
vera aðalleikkonan f An American in Paris eða
The King and I, með tilheyrandi söng og
dansi.
Judy hafði gifst leikaranum Sid Luft og flust
til London. Þann hluta ársins sem Liza var hjá
Judy var líf hennar með talsvert öðru sniði.
Judy elskaði dóttur sína mjög heitt en per-
sónuleg vandamái hennar skyggðu ævinlega
á. Eins og svo mörg börn áfengissjúklinga
lærði Liza fljótt þá list að láta sem allt væri
með felldu, sama á hverju gekk. Þegar Judy
var illa á sig komin, sem kom æ oftar fyrir,
reyndi Liza alltaf að leyna því fyrir öðrum. Hún
var þvf ekki bara dóttir móður sinnar heldur
líka verndari hennar, hjúkrunarkona og ritari.
Árið 1952 fæddist Judy önnur dóttir, Lorna
Luft. Liza var alsæl því að hún þráði heitt að
eignast systur. Hún var sex og hálfs árs göm-
ul. Samband þeirra hálfsystranna hefur alla tíð
verið mjög náið og Liza sýndi enga afbrýði
eða reiði I garö litlu systurinnar.
Það var annað mál þegar Vincente var ann-
ars vegar - hann vildi Liza eiga ein. Þegar
hann giftist Georgette Martel árið 1954 átti
Liza erfitt með að hemja afbrýðina og reiðina
og Georgette átti erfiða daga þegar hún
reyndi að hæna telpuna að sér. Þau eignuð-
ust siðan dóttur en Liza átti aldrei gott með að
umgangast hana.
í ársbyrjun 1961 hóf Liza nám í hinum víð-
fræga Listaháskóla i New York, þeim sem síð-
ar var gerður ódauðlegur í kvikmyndinni
Fame. Hún hafði snemma hneigst til söng- og
danslistar og það kom fljótlega ( Ijós aö hún
var ótrúlega fljót að læra dansspor og lög.
Liza var ekki nema fimmtán ára og samhliða
listnáminu gekk hún i gagnfræðaskóla í
Scarsdale. Þar fór hún í leikklúbb skólans og
fékk svo til öll aöalhlutverkin við fádæma und-
irtektir. Upp frá því kom ekki annað til greina
sem framtíðarstarf en leiklist og söngur.
LAGT Á BRATTANN
Það lá auðvitað beinast við fyrir dóttur Judy
Garland og Vincentes Minelli aö hefja ferilinn í
Hollywood. Einmitt þess vegna vildi Liza ekki
gera það. Hún vildi fara á Broadway. „Ég vildi
ekki verða kvikmyndastjarna, ég vildi slá í
gegn á Broadway. Ég vildi gera eitthvað sem
foreldrar mínir höfðu aldrei gert.“
Það var henni bæði til framdráttar og trafala
að vera dóttir foreldra sinna. „Það er auövitað
frábært að eiga greiða leið inn í öll áheyrnar-
próf i bænurn,” sagði Liza sjálf, „en þegar
maður á svona foreldra þarf maður að standa
sig helmingi betur, annars hefur manni mis-
tekist.“
Árið 1963 fékk hún annað stærsta hlutverk-
ið í gamalgrónum Broadway-söngleik, Best
Foot Forward, og þótti takast mjög vel upp.
„Ungfrú Minelli hefur góða tilfinningu fyrir
gamanleik," skrifaði einn gagnrýnandinn, „og
þó að söngröddin sé ekki stór er hún mjög
falleg, að mörgu leyti lík rödd móður hennar.“
Liza slapp sjaldnast við að vera á einhvern
hátt borin saman við móður sína.
Liza var aðeins átján ára þegar hún hitti
Peter Allen, ungan söngvara sem átti sívax-
andi vinsældum að fagna á næturklúbbum i
Þegar tók aö halla undan fæti hjá Lizu voru
þaö gömlu fjölskylduvinirnir Frank Sinatra
og Sammy Davis yngri sem hjálpuöu henni
aö fara í afvötnun.
London. Hann hafði komið fram meö Judy á
tónleikum og hún á vissan hátt tekið hann
undir verndarvæng sinn. Peter varð fyrsta ást-
in i lífi Lizu, ef Vincente er undanskilinn, þó
ekki yrði hann sú síðasta! Þau hjúin trúlofuðu
sig árið 1964, þremur vikum eftir að þau
kynntust.
Rödd Lizu var nú farin að þroskast og
stækka og hún fékk góð sönghlutverk á
Broadway. Árið 1965 héldu þær mæðgurnar
fræga tónleika ( Palladium-salnum í London
og gáfu í kjölfarið út plötu með tónleikunum.
Platan seldist í gríðarlegu upplagi og Liza fékk
fleiri tækifæri til að halda tónleika og koma
fram í New York.
Rétt fyrir tuttugasta og fyrsta afmælisdaginn
sinn gekk Liza að eiga Peter Allen, eftir
tveggja ára trúlofun. Hjónabandið varð frið-
sælt og gott en Peter var fremur vinur Lizu en
elskhugi, fremur bróðir en eiginmaður. Honum
þótti einnig mjög vænt um tengdamóður sína
og tók að sér að sjá um fjármál hennar, auk
þess sem hann var hálfgerður ritari hennar og
sá meðal annars um það gríðarlega magn að-
dáendabréfa sem hún fékk.
Peter reyndist líka hálfsystkinum Lizu,
Lornu fimmtán ára og Joey þrettán ára, afar
vel þegar Judy átti sem erfiðast. Hún átti það
til að fá heiftarleg reiðiköst og jafnvel að beita
ofbeldi. Það var orðið Ijóst að hún réð ekki
lengur við lyfjaneyslu sína.
Það var svo þann 22. júní árið 1969 að Liza
og Peter fengu fréttir um að Judy hefði látist af
of stórum pilluskammti. Hún var fjörutíu og sjö
ára gömul. Liza tók að sér að segja föður sín-
um tíðindin.
LISTRÆN ANDSTÆÐA
MÓÐUR SINNAR
Hjónaband Peters og Lizu varð smám saman
nafnið eitt. Þau áttu ekki margt sameiginlegt
og lifðu svo að segja sitt hvoru lífinu. Meðan
stjarna hennar reis óðfluga hjakkaði hann í
sama farinu. Þetta reyndi allt á hjónabandið
og árið 1970 skildu þau að borði og sæng.
Liza virtist freisinu fegin. Hún hellti sér sam-
stundis út i ástríðufullt samband við gítarleik-
arann Rex Kramer, sem hafði verið undirleik-
ari hjá henni um nokkurt skeið, og skeytti lítið
um þá leiðinlegu staðreynd að hann var harð-
giftur. Þau voru elskendur i tvö ár. Að sumu
leyti má kannski segja að Liza hafi með sam-
bandi sínu viö Rex verið að gera uppreisn
gegn hlutverki sínu sem litla prinsessan í
Hollywood.
Á sama tíma vann hún hörðum höndum að
því að fá hlutverkið sem hana dreymdi um,
hlutverk Sally í söngleiknum Cabaret. Svo
ákveðin var hún að hún mætti í fjórtán áheyrn-
arpróf fyrir leikstjórann! Allt kom þó fyrir ekki
þvi að Jill Hayworth, sem hafði uþprunalega
leikið Sally á Broadway árið 1966, fékk hlut-
verkið.
Liza lét ekki slá sig út af laginu. Hún var svo
sannfærð um að hún hefði fæðst beinlínis til
að leika Sally að hún endaði oftast tónleika
sina með því að syngja titillag söngleiksins, af
þvílikum krafti og lífsgleði að áhorfendur urðu
yfir sig hrifnir. Og að lokum fékk hún hlutverk-
ið, þó ekki væri það á Broadway heldur í kvik-
mynd Bobs Fosse eftir söngleiknum sem var
frumsýnd árið 1972.
Kynni Lizu af leikstjóranum og dansahöf-
undinum Bob Fosse áttu eftir að hafa mikil
áhrif á hana, bæði í einkalífi og starfi. Fosse
var tuttugu árum eldri en hún og hafði reynt
ýmislegt. Hann var heillaður af jaðarmenningu
og ýmsu sem aðrir töldu heldur óviðurkvæmi-
legt eins og klámi og erótískri list. Þetta kom
glöggt fram í kvikmyndinni Cabaret þar
sem undirtónninn er mjög kynferðislegur og
ástríðufullur. Þau Liza fóru meðal annars til
Hamborgar þar sem þau skoðuðu nektar-
klúbba og klámbúllur í Reeperbahn-hverfinu
og Liza, sem aldrei hafði kynnst þessari hlið
skemmtanalífsins, var heilluö og jafnframt
hrædd. „Við fórum á gamla, rótgróna staði
eins og „Syndahreiðrið" þar sem enn var verið
að setja upp sýningar með lesbíum í leðjuslag
og kynlífssýningum á sviði þar sem áhorfend-
um var boðið að láta til sín taka,“ sagði hún
vini sínum. „Þetta var mjög áhrifamikið.“
Með Cabaret má segja að Liza hafi endan-
lega lýst yfir sjálfstæði sínu. Kvikmyndin lýsir
hnignun og spillingu Þýskalands millistríðs-
áranna og er alger andstæða verka móður
hennar, þar sem fegurð og ævintýri voru alls-
ráðandi. Liza Minelli var ekki lengur dóttir
Judy Garland heldur bara Liza Minelli; í hlut-
verki Sally Bowles var hún allt í senn fyndin,
kynþokkafull, beisk, döpur, lífsglöð og róman-
tísk.
Liza sleit sambandinu við Rex og hélt til
Berlínar til að vinna að Cabaret. Þar komst
hún í kynni við skemmtanalífið í Evrópu, lærði
að sniffa kókaín og átti stormasamt samband
við Fosse sem var að sögn heimildarmanns
40 VIKAN 22. TBL. 1993