Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 6

Vikan - 04.11.1993, Síða 6
£ > DAGBOK MEO STJORNUSP4 FYLOIR VIKUNNI ÞÓRUNN HÓTELSTÝRA BIRGITTA VILBERGSDÓTTIR VALGERÐUR VALMUNDSDÓTTIR ESTHER ERLINGSDÓTTIR ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR TINNA TRAUSTADÓTTIR EVA HRUND W. KRISTJÁNSD. Nú styttist óðfluga í krýningu forsíðu- stúlku Vikunnar og Wild 1993. Kepp- endurnir, sem eru alls átta, hafa verið kynntir á síðum Vikunnar hver á fætur öðrum og síðustu Viku fylgdi atkvæðaseðill til afnota fyrir þá lesendur sem vilja hafa áhrif á kjörið. Urslitin verða kunngerð á glæsilegri krýning- arhátíð á Hótel íslandi 19. nóvember næst- komandi. Hótel ísland verður opnað fyrir matargesti klukkan 20:00 og verður tekið á móti gestum með fordrykk frá Smirnoff á íslandi. Á mat- seðlinum er rjómalöguð grænmetissúpa Viku- sælkerans og aðalrétturinn er lambasverð að hætti Wild. Aðgöngumiðaverð er aðeins 2.450 krónur með mat en 1.000 krónur eftir mat. Auk þess sem keppendurnir munu koma þrisvar fram í villtum atriðum verða fjölbreytt skemmtiatriði á dagskrá. Að krýningu lokinni verður síðan dansað til klukkan þrjú við undir- leik hinnar vinsælu hljómsveitar SSSólar. Allir hafa keppendurnir stundað líkamsrækt af kappi undanfarnar vikur, sex stúlknanna i World Class en þær sem búa suður með sjó í Æfingastúdíói Keflavíkur og hjá Guðbjörgu Finnsdóttur eróbikkennara. Sú er æfir sviðs- framkomu stúlknanna fyrir krýningarkvöldið kemur einnig af Suðurnesjum, nefnilega hún Rúna, sem svo oft hefur lagt fegurðarsam- keppni íslands lið. Dómnefndina skipa Linda Pétursdóttir frá Wild, Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitar- innar SSSól, Halldóra Halldórsdóttir, forsíðu- stúlka Vikunnar 1992, og Ijósmyndararnir Magnús Hjörleifsson og Bragi Þór Jósefsson sem báðir hafa myndað talsvert fyrir tímarit Samútgáfunnar Korpus á undanförum árum. Báðar fá stúlkurnar ( fyrsta og öðru sæti góðar gjafir en aðalverðlaun sigurvegarans eru ferð til Lundúna þar sem hún verður mynduð í bak og fyrir af þekktum tískuljós- myndurum. Forsíðustúlkan fær árssamning við Wild og sömuleiðis samning við innflytjend- ur Mustang fatnaðarins, en þetta tvennt tryggir henni í það minnsta 300 þúsund krónur. Og nú er bara að tryggja sér aðgang að krýningarhátíðinni á Hótel íslandi föstudags- kvöldið 19. nóvember. Góða skemmtun! KRÝNINGARHÁTÍÐ 19. NÓVEMBER 6 VIKAN 22. TBL. 1993 O

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.