Vikan - 04.11.1993, Side 66
FERÐALOG
AÐTÆLA
MAKANN
CANCAN
KYNLÍF
■7/ FATLAÐRA
KYNNÆM
, SVÆÐI
LIKAMANS
’h SPORÐDREKAR
v BOGMENN OG
KYNLÍFIÐ
FYRSTU HÓRUR
SÖGUNNAR
HVAÐ TELST
VIÐURKENNT
í KYNLÍFINU?
ER RíGT AÐ LAGA
KYNLÍFSEREIÐLEIKA
MEÐ MEÐFERÐ?
TVÖÁ
TOPPNUM
ÁSKRIFTARSÍMINN:
81 31 22
PÉTUR VALGEIRSSON
ÚFSBÁLIÐ
LOGAR
Ijóst að umferð yrði engin úr
því sem komið var enda nátt-
myrkur skollið á. Ég stakk upp
á að best væri að hvíla sig yfir
nóttina og eftir örlítið nöldur
um að það gæti reynst vara-
samt varð úr að við slógum
upp tjöldum í frumskógarjaðr-
inum. Áður en maður var far-
inn að halla sér á hliðina var
vökvatap líkamans farið að
kalla á vatnsdrykkju þar sem
hiti og raki skógarins var með
mesta móti.
Eftir sæmilegan svefn tók-
um við tjöldin niður í skjóli
myrkurs og biðum sólarupp-
komu og þá um leið umferðar.
Tveimur tímum seinna
komumst við eftir vel heppnað-
ar þumalæfingar niður að
Brasilfuhlið Iguassu-fossanna
og eftir að hafa haft uppi á
tjaldstæði með tilhlýðilegri að-
stöðu lögðust stúlkurnar til
hvíldar en ég greip gönguskó
og aðrar græjur og tölti ásamt
nokkrum innfæddum strákum
inn í frumskógarflækjuna í leit
að einu af náttúruundrum Suð-
ur-Ameríku. Gurani-indíánar
nefndu þetta undur Iguassu og
þýðir hin stórkostlegu vötn.
FULLKOMNUN
NÁTTÚRUNNAR
Iguassu á upptök sín í hálendi
skammt frá Curitiba í Brasilíu
og á leið sinni niður slétturnar
eykst vatnsmagnið verulega
þar sem rúmlega þrjátíu kvíslir
renna til liðs við fljótið. Vötnin
falla þarna þrumandi, umvafin
ósnortnum en björtum regn-
skóginum með brönugrösum
og bugðóttum skriðjurtum.
Ógurlegur vatnsþrýstingurinn
hamrar á stuðlabergsbotni og
stígur því upp í þrjátíu metra
eilíft vatnsmistur þar sem
geislar sólar mynda stöðugt
útbreidda og síkvika regn-
boga. Rétt ofan við aðalfoss-
ana breiðir fljótið úr sér yfir allt
að því fjögurra kílómetra
svæði enda þéttskipað skógi-
vöxnum smáeyjum. Það eru
flúðir á rúmlega þriggja kíló-
metra svæði fyrir ofan sextíu
kílómetra háan þverhníptan
bergvegginn þar sem ægilegt
vatnsmagnið steypist ( 275
fossum niður klettabeltið.
Þar sem tíminn nam staðar
í þessari víðáttumiklu og full-
komnu náttúrufegurð var tölu-
vert farið að rökkva þegar ég
hafði rænu á að snúa við í átt
til tjaldstæðisins og loks þegar
ég náði þangað og hitti stúlk-
urnar var ég óðar spurður um
líðan og upplifun. Það var að-
eins eitt orð sem kom í hug-
ann, ólýsanlegt, en til saman-
burðar eru þessir stórbrotnu
fossar um tuttugu metrum
hærri en Niagara og rúmlega
tvisvar sinnum víðáttumeiri.
Eftir léttan þvott og sæmilega
máltíð datt ég djúpt í drauma-
heima og rumskaði ekki fyrr
en fuglasöngur færðist í auk-
ana með rísandi sól.
Næstu fjögur dægur voru ó-
neitanlega fljót að fjúka hjá
þar sem Iguassu og næsta
nágrenni hefur að geyma
stórbrotið jafnvægi náttúru og
dýralífs bæði Brasilíu- og ekki
síður Argentínumegin. Þar
læðist maður í gegnum regn-
skóginn, umvafinn burknum
og pálmum og hinum sér-
stöku brönugrösum svo ekki
sé nú minnst á páfagaukana
sem halda þarna til og dafna
vel ( sínu rétta umhverfi þar
sem þeir sækja í flokkum inn í
regnskógarflækjuna í fæðu-
leit. Einnig er mikið um hina
nefstóru og litríku túkana og
síðast en ekki síst ógrynni af
tignarlega litfögrum fiðrildum
sem draga athygli manns aft-
ur og aftur að óendanlegri full-
komnum náttúrunnar enda
hafa fundist um fimm hundruð
tegundir fiðrilda við Iguassu.
Þegar f gegnum illfæran
regnskóginn er komið blasa
Iguassu-fossarnir í fyrsta
skipti við manni í órjúfanlegri
heild sinni. Þegar nær kemur
má glöggt sjá litla fugla stinga
sér inn og út úr ógurlegu
vatnsfallinu, að því er virðist,
en þessi einstæða fuglateg-
und dregur nafn sitt af fluglist
enda með eindæmum snögg
á flugi. Það er ótrúlegt að
fylgjast með fuglunum þeytast
fram með fossunum og skjót-
ast bak við þá en þar hreiðra
þeir um sig á klettasyllum og
þykjast þar með hólpnir fyrir
árásum ránfugla. □
66 VIKAN 22. TBL. 1993