Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 6

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 6
TÓMSTUNDIR NMUKffóW i HlAVllíj'Uj'jI UMSJÓN: EGILL EGILSSON Tómstundaiökun landsmanna er margvísieg. Meðal þeirra hæfileika, sem fá aö njóta sín aö loknu hefð- bundnu dagsverki, er sköpunargáfan. Vikan leit inn til fólks sem leyfir eigin hugmyndaauögi og sköpunar- gleöi aö njóta sín hvenær sem færi gefst. Þennan hatt, sem Dagbjört Snæbjörnsdóttir ber, gerði Rósi hattari úr laufblöóum eftir hugmynd Fillippíu fatahönnuöar viö kjól sem hún hannaði. Rósberg Hólmsteinsson: H¥llí Éli UÖftÚNA Rósi hattari segir að fyrir sér sé hattageröin fyrst og fremst spurning um tilfinn- ingu. Rósberg Rúnar Snædal Hólmsteinsson er kallaður Rósi hattari. Hann er 26 ára Akureyringur sem fluttist 17 ára hingað suður á bóginn. Hann hóf þegar að vekja á sér athygli fyrir sviðsbúninga og leikmyndir sem hann hannaði fyrir ýmsa leikhópa áhuga- og atvinnumanna. Rósi er þó betur þekktur fyrir frumlega hatta sína og sem stendur stundar hann nám í hattagerð í Danmörku. Þeir, sem til hans þekkja, telja hann haldinn fullkomnunar- áráttu í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hvers vegna hattagerð? „Vegna þess að hattagerð er í mínum huga Ijóðform. Hver hattur er eins og ný Ijóðlína. Ég geri hattana úr bólstrara- böndum, ull, lopa og trjá- greinum svo eitthvað sé nefnt en þetta eru allt saman módelhattar. Fyrir mér er hattagerðin fyrst og fremst spurning um tilfinningu þótt hægt sé að læra undirstöð- una. Ég stefni að þvl að gera betur í dag en í gær,“ segir Rósberg Rúnar Snædal Hólmsteinsson. Jón Valur Guómundsson: FYRSTA SKÖPUNAR víhií wtuihi mmm dúmnAizos Alls kyns hönnun hefur lengi veriö Jóni Val hugleikín. Því valdi hann þá leiö aö gera sinn eigin hljómtækjastand. Jón Valur Guðmundsson er 26 ára. Hann er flatböku- meistari að aðalstarfi en hugsuður í hjáverkum. Þeg- ar Jón Valur er ekki að þeyta flatbökum á sinn listilega hátt ver hann tíma sínum annað hvort í bóklestur eða þá hann hlustar á góða tón- list. Hann telur skóla lífsins æðstan menntastofnana og hefur ekki fleiri orð um það þegar spurt er um skóla- göngu. En hvers vegna hannaði hann hljómtækja- stand sjálfur í stað þess að kauþa einn slíkan út úr þúð? Jú, hann hefði getað valið þá leið en alls kyns hönnun hef- ur alltaf verið honum hug- leikin. Því ákvað Jón Valur aö hanna sitt eigið eftir efn- um og ástæðum. Hljómtækjastandurinn er gerður úr stálplötum sem eru settar saman með fjór- um 30 millímetra stálteinum á hverri hæð. Þeir voru síð- an snittaðir og ryðvarðir. „Þetta er fyrsta sköpunar- verkiö fyrir utan dúfnakof- ana, sem maður smíðaði á sínum yngri árum, en von- andi ekki það síðasta," segir Jón Valur sem nú stefnir á nám í hönnun erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.