Vikan


Vikan - 21.03.1994, Síða 7

Vikan - 21.03.1994, Síða 7
AðalheiSur Birgisdóttir: MYNDUSHN WÉIC FYtlR Aóalheióur hóf nám í myndlist en fijótlega tók aó bera á miklum áhuga fyrir skartgripagerð. Hún heitir Aöalheiöur og er Birgisdóttir, 23 ára og vinnur viö afgreiðslustörf í tísku- vöruversluninni MOTOR. Þegar aöalstarfinu sleppir tekur Aðalheiður til við skart- gripageröina. Gripirnir eru listilega vel geröir og mikil natni og hugsun greinilega lögð í gerö þeirra. Þegar ég forvitnaðist nánar um bak- grunn Aðalheiðar kom í Ijós að hún hefur lokið námi á myndlistarbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. í upp- hafi heillaði myndlistin hana en smám saman vék hún fyrir skartgripagerð. Nú er svo komið að gerð skart- gripa er aðaláhugamálið þótt Aðalheiður grípi til pensilsins einstaka sinnum. „Ég hef mikla sköpunar- þörf og þetta var það form sem ég kaus mér. Hug- myndirnar koma alls staðar að en ég nota mest leður, leir, steinbítsroð, tréperlur og Aðalheiður Birgisdóttir. skeljar auk ýmislegs af öðru tagi sem ég nýti beint úr náttúrunni," segir Aðalheiður sem hefur gripina til sölu í MOTOR. Það leynir sér ekki að gullsmíðanám er á dag- skránni hjá Aðalheiði Birgis- dóttur. Stefán kynntist meðhöndlun messings þegar hingað komu nokkrir handverksmenn frá Singapore til að setja upp messinghandriö á Hótel íslandi. Stefón Gunnarsson: K /jxJjxJ'J,j£J'Jl UMUUlttUU S\ JJÓ'J‘jí lULAUUl Stefán Gunnarsson er þrí- tugur. Hann er stúdent frá Flensborgarskólanum en dreif sig í nám að nýju eftir að hafa komiö sér fyrir ásamt konu og börnum í Kópavogi. Nú var það Garð- yrkjuskóli ríkisins. Þar varð skrúðgarðyrkjubraut fyrir val- inu en með Stefáni hefur allt- af blundað sterk þörf fyrir listsköpun. Hann hefur á þeim sviðum meðal annars fengist við teikningu og vatnslitamálun. Lampinn, sem Stefán hef- ur hannað, vekur samstund- is athygli mína enda telja víst margir að hann hafi ver- iö keyptur í einhverri af betri húsgagnaverslunum bæjar- ins. „í lampanum sameinast öll sú reynsla og þekking sem ég hef safnað í gegnum starf mitt. Skermurinn er úr japanspappír sem er sýrufrír og breytir ekki lögun sinni. Fóturinn er smíðaður úr messing en ég kynntist möguleikum þess þegar ég vann við lokafrágang Hótels íslands. Ólafur Laufdal fékk þá 10 handverksmenn frá Singapore til að setja upp messinghandriö. í botnstykk- ið notaði ég síðan sandblás- ið gler. Eg hef dálítið fengist við að gera skúlptúra og fleiri list- form. Ég hef fullan hug á því að gera fleiri lampa en hyggst breyta hlutföllum frá því sem sjá má í þessum. Möguleikarnir eru í raun ótæmandi og ég hef fengið góð viðbrögð frá forráða- mönnum verslunar varðandi sölu á lömpum,“ segir Stefán. 3. TBL. 1994 VIKAN 7 TÓMSTUNDIR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.