Vikan


Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 18

Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 18
LESBÍUR ikan leit inn til þeirra Sólveigar Magneu Jónsdóttur og Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur og leitaði svara við þessum spurningum, meðal annarra, jafnframt því að forvitnast um skoðanir þeirra á lífinu og tilverunni sem eru örugg- lega ekki þær sömu og flestra sem lifa í gagnkyn- hneigðum heimi, Ég byrjaði á að spyrja hversu gamlar þær væru. Anna svaraði því til að hún væri þrjátíu og tveggja en ■ „Mér fannst ég lifa í blekk- ingu en maður vill ekki trúa að það Ifif sem maður liffir sé blekking." ■ „Mér fannst þetta vera mjög eðlilegt en það sem var kannski vandamál í mín- um augum var hræðslan við annað fólk og þá fordóma sem maður vissi um í þjóðfélaginu." Sólveig Magnea þrjátíu og eins. Sú síðarnefnda rekur fyrir- tækið Hitt og þetta, sem hef- ur hitt og þetta á verkefna- skrá sinni eins og innflutn- ings- og sölustarfsemi ýmis- konar. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í tengslum við fólk sem fæst við andleg málefni og mun koma til með að koma á framfæri erlendum læknamiðlum sem eru til þjónustu reiðubúnir fyrir landann. Anna Sigríður starfar sem listakona. List hennar er ekki höggmyndalist í bókstaflegri merkingu þess orðs heldur eru verkin nær eingöngu unnin úr málmum og byggð upp með margbreytilegri málmsuðutækni og er ís- lenskt grjót samofið á skemmtilegan hátt í verkin. Hún hefur til umráða lítinn sýningarsal sem ber vinnu- heitið „Gallerí í gangi“ og er öllum heimill aðgangur sem áhuga hafa. Hann er stað- settur að Brautarholti 11 til 13, bili 4, þar sem fyrirtæki Sólveigar er einnig til húsa. Anna Sigríður hefur verið við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands og fór að því loknu í framhaldsnám til Hollands þar sem hún var í borginni Enschede í um fjögur ár og útskrifaðist frá listaskólanum AKI Akademi voor beeldende kunst eftir þriggja ára framhaldsnám. Hún fæst einnig nokkuð við teikningu og eru blek- teikningar hennar helsta áhugamál en olíu- og pastel- teikningar eru henni einnig hugleiknar. Hún hefur tekið þátt í sýningum í Svíþjóð, Skotlandi, Þýskalandi, Hol- landi, Færeyjum og hér heima. MÉR FANNST ÉG LIFA I BLEKKINGU Þegar ég hafði fræðst svolítið um starf þeirra og bakgrunn var best að halda áfram með umræðuefnið og spyrja hvenær svona tilfinn- ingar byrji að gera vart við sig? „Ég held að það sé um það leyti sem fólk verður kynþroska," segir Anna „og jafnvel fyrr hjá sumum og er hægt að nefna sem dæmi um það þegar stelpa verður skotin í kvenkennara sínum, en þaö er ekki víst að allir geri sér þá grein fyrir þess- um tilfinningum - ég á við að viðkomandi sé samkyn- hneigður. Þegar fólk, sem er sam- kynhneigt, fer að hugsa til baka áttar það sig á því að það hafa verið þessar hvatir sem hafa stjórnað." Hvernig tilfinning er þetta? „Ég held að þetta sé eins og hver önnur ást. Þetta er örugglega eins og þegar gagnkynhneigðir verða skotnir í vini sínum eða vin- konu. Á þessum árum veit maður ekki hvaða tilfinningar þetta eru því þær eru að jafnaði ekki til í þeim skil- greiningum sem viðteknar eru í samfélaginu." Hvenær haldið þið að þessar tilfinningar almennt fari að gera vart við sig? „Það er tvímælalaust á þeim aldri sem kynhvötin fer að segja til sín,“ segja þær. „Við vorum báðar í kynn- um við karlmenn á þessum árum og Anna var í föstu sambandi ( nokkur ár. Við fengum lítið út úr þessum samböndum, kynferðislega sem andlega, og var þeim því sjálfhætt." „Ég var alltaf leitandi, þótt mér þætti mjög vænt um þennan kærasta minn, og ég vissi alls ekki hvað ég vildi," segir Anna. Hvað fannst þér vera að? „Mér fannst við ekki vera eins nátengd og ég hélt að fólk ætti að vera í slíkum samböndum. Kynlíf og til- finningar eru að sjálfsögðu mjög samtvinnaðir þættir í sambandi en hvorugt var til staðar í mínu tilfelli." Hvernig leið þér í þessu sambandi? „Mér fannst ég lifa í blekk- ingu en maður vill ekki trúa að það líf sem maður lifir sé blekking - tilfinningar mínar leituðu allt annað og þetta var alger afneitun við það sem ég var í raun. Ég reyndi að byggja upp ákveðna framtíðardrauma með þess- um manni og passa inn í samfélagið á þeim forsend- um en það hentaði mér að sjálfsögðu ekki og mér leið mjög illa yfir þessu öllu sam- an. Hann vissi samt frá upp- hafi, að ég þykist fullviss, um hvað málið snérist." KENNDIN VERDUR AÐ RAUNVERULEIKA Hvernig leið þér þegar þú varst á þessum viðkvæma aldri, átján ára til tvítugs, sem oft er kallaður þessi al- vöru kynþroskaaldur? „Þá fannst mér það að vera með konum vera það eina rétta og ekkert annað kæmi til greina. Hvernig var með skyndi- kynni á þessum árum? „Að sjálfsögðu kynntist ég konum og varð mjög ást- fangin af sumum þeirra en að sjálfsögðu voru margar sem þorðu ekki að stíga skrefið til fulls.“ Hvenær varst þú sjálf sátt við að þú værir eins og þú ert? „Það tók mig vissulega nokkurn tíma að sætta mig við það, en ég er fullkomlega sátt við mig eins og ég er núna. Mín skoðun er sú að það geti tekið nokkur ár að viðurkenna svona hluti fyrir sjálfum sér, hvað þá fyrir öðrum, en það átti ekki við um mig þar sem ég viður- kenndi þetta nokkuð fljót- lega. Ég held að þetta sé spurning um kjark, að þora að takast á við hlutina eins og þeir eru. Samt sem áður viðurkenndi ég þetta ekki strax og færi gafst. Það vildi til eitt sumarið fyrir nokkrum árum að ég var að leita fyrir mér í þessum efnum og skrapp á skemmti- staðinn sem var og hét Óðal, við Austurvöll, sem margir kannast eflaust við frá þess- um tíma. Hann var þá það sem kalla má felustaður fyrir lesbíur og homma. Þar dansaði ég við konu og vangaði við hana meira að segja. Ég get sagt þér að óg ætl- aði ekki að þora í vinnu á eftir því ég var viss um að allir hefðu tekið eftir þessu og vissu því um kynhneigð mína.“ Var þessi kynhneigð þín eitthvað sem þú vildir losna við og leist á sem vanda- mál? „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta mjög eðlilegt en það sem var kannski vandamál í mínum augum var hræðslan við annað fólk og þá for- dóma sem maður vissi um í þjóðfélaginu. Ég vildi ekki breyta þessu á nokkurn hátt og mér leið mjög vel með þessar tilfinn- ingar því ég vissi að svona var ég gerð. Það var mikill léttir þegar ég var búin að viðurkenna þetta fyrir sjálfri mér en fram- undan var að taka á málun- um. Það má segja að ég hafi verið mjög heppin að foreldr- ar mínir og systur tóku þessu vel.“ Hvenær ákvaðstu að segja fjölskyldunni frá þessu? „Ég held að hana hafi ver- ið farið að gruna þetta. Ég er þannig gerð að ég vil hafa hlutina á hreinu og því vildi ég segja þeim frá þessu sem fyrst. Ég sagði þeim strax frá því þegar ég ákvað að sam- bandi mínu við kærastann væri lokið og sagði þeim frá þessu I leiðinni. Mér leið mjög illa áður yfir að geta ekki verið heil gagn- vart foreldrum mínum og fjöl- skyldu því það er erfitt að geta ekki verið maður sjálfur gagnvart þeim sem manni þykir vænst um. Þau sögðu mér að þau hefði verið farið að gruna þetta en ég veit ekki af hverju. 1 8 VIKAN 3. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.