Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 20
LESBIUR
una strax fyrir og það tímabil
náði allt til tvítugs."
Varstu aldrei hrifin af karl-
mönnum?
„Nei, aldrei og allir þeir
karlmenn sem ég kynntist á
þessum árum fyrir og rétt
eftir tvítugt voru ekkert sem
ég sóttist eftir. Mér fannst
gott að eiga þá sem vini en
það var ekkert fyrir utan það.
Ég varð eiginlega aldrei
almennilega skotin í nokkr-
um strák, slíkt var frekar á
„væntumþykjunótum" og það
að maður heillaðist af pers-
■ „Þessi dansleikur
markaði tímamót í
lífi mínu því eftir
hann gerði ég mér
grein fyrir að sá
múrveggur sem ég
hafði byggt í kring-
um mig fór óðum að
hrynja og mér fannst
sem ég stæði alger-
lega nakin."
■ „Ég get orðið hrif-
in af karlmanni sem
persónu en það nær
ekki lengra."
ónuleikanum en þessi „sam-
bönd“ voru alltaf hálffötluð
þar sem kynferðislegi hlutinn
náði aldrei að blómstra.
Þegar ég uppgötvaði í
fyrsta sinn á mínum ungl-
ingsárum að ég væri skotin í
konu þá komu upp hugsanir
eins og „Já, já. Þetta er ör-
ugglega eitthvað sem allir
þurfa að ganga í gegnum og
hlýtur að ganga yfir.“ Mér
fannst ekkert óeðlilegt við
þetta og ég setti þetta alls
ekki í samband við samkyn-
hneigð. Síðar meir stóð ég
mig að því að vera nokkuð
upptekin af bókum sem fjöll-
uðu um samkynhneigð -
sem mér fannst nokkuð ót-
æmandi lesning.
Ég flutti til Danmerkur því
mér fannst ég verða að fara
úr þessu umhverfi og ég
vissi ekki þá hvað ég var að
flýja. Ég var leitandi en ég
vissi ekki að hverju ég var
að leita. Ég var þá staðráðin
í að halda þessari fyrri
ímynd minni; að ég væri
manneskja sem ætlaði ekki
að giftast, ætlaði að búa ein,
gæti gert það sem mig lang-
aði til og vildi ekki að það
finndist einn einasti höggst-
aður á mér.
Þegar ég var um tuttugu
og þriggja ára gömul, eftir
átakanlega lífsreynslu. . .“
Hver var hún?
„Ég fór á kvennadansleik í
Kaupmannahöfn og sá þar
konur sem mér leist alls ekki
á og auðvitað var þarna fullt
af öðrum konum en þær féllu
algerlega í skuggann. Ég
fékk martraðir næstu nætur.
Ég varð þarna fyrir algeru
andlegu áfalli og var langan
tíma að jafna mig. Þessi
dansleikur markaði tímamót í
lífi mínu því eftir hann gerði ég
mér grein fyrir að sá múrvegg-
ur sem ég hafði byggt í kring-
um mig fór óðum að hrynja og
mér fannst sem ég stæði al-
gerlega nakin. Upp úr því varð
ég að viðurkenna þessar til-
finningar mínar gagnvart sjálfri
mér og öðrum.“
AÐ SOFA HJÁ
KARLMANNI JAFN
GAMAN OG GERA
SKATTASKÝRSLUNA
Þið hafið báðar prófað að
sofa hjá karlmanni. Er ekki
svo?
„Jú, jú. Ég var gift.“ segir
Anna. „Ég get orðið hrifin af
karlmanni sem persónu en
það nær ekkert lengra."
Hvernig tilfinning er það
kynferðislega þegar kona
sem er lesbía sefur hjá karl-
manni?
„Auðvitað er það til,“ segja
þær báðar „og við vitum um
konur sem eru giftar en samt
lesbíur."
Hvernig var þetta í ykkar
tilfellum? Hafið þið fengið
eitthvað út úr kynlífi með
karlmönnum?
„Nei. Það vantar þessa
svokölluðu tilfinningahlið. Að
sjálfsögðu eru til tilfinninga-
ríkir karlmenn en maður
verður að hafa tilfinningaleg
tengsl á kynlífssviðinu til að
geta notið þeirra mannlegu
samskipta. Maður verður að
hafa á tilfinningunni að þetta
sé eitthvað sem hefur mögu-
leika á að vaxa og verða að
einhverju stærra og meira-
einhverju sem maður þráir
aftur og aftur. Slíkt er bara
ekki til staðar hjá okkur þeg-
ar karlmenn eru annars veg-
ar. Þetta er það stórt atriði í
lífinu að það verður ekki
sniðgengið."
SKYNDIKYNNI LESBÍA
Er eitthvað um skyndi-
kynni hjá lesbíum?
„Það er allur gangur á
því,“ segir Anna. „Ég held að
þau fylgi nákvæmlega sama
ferli og hjá gagnkynhneigð-
um. Að vísu eru bara
ákveðnir staðir sem samkyn-
hneigt fólk getur leitað á
því maður getur ekki leyft
sér að reyna við einhverja
konu, sem manni líst vel á,
hvar sem er. Maður verður
að vera viss um að hún hafi
einnig áhuga. Fullvissan
fæst á þann hátt að maður
gefur ákveðin merki og ef
konan nemur þau og svarar
þá veistu að óhætt er að
gefa eitthvað frekar í skyn.“
„Þessir hlutir þróast held
ég,“ segir Sólveig, „á mjög
svipaðan hátt og hjá gagn-
kynhneigðum og þekkjum
við það báðar. Auðvitað
verður maður að leita fyrir
sér í ástarlífinu og einnig
með tilliti til þess að mann
langi til að eignast lífsföru-
naut. Slíkt gerist ekki nema
með því að líta í kringum sig
og fara út á meðal fólks. Að
sjálfsögðu kom það fyrir hér
áður að maður hitti konu
sem manni leist vel á, fór
heim með og svaf hjá, síðan
kom á daginn að þetta var
alls ekki sú manneskja sem
maður hafði verið að leita
að.“
Er mikil kynferðisleg
spenna í gangi þegar lesbía
hittir aðlaðandi konu?
„Já alveg tvímælalaust, en
það er með þessa hluti eins
og aðra að þeir geta verið
hverfulir. Maður er kannski
að dansa við einhverja konu
á skemmtistað og er orðinn
nokkuð spenntur fyrir henni,
þegar heim er komið hefur
spennan minnkað til muna
en maður endar samt með
því að fara í gegnum allt ferl-
ið. Ég er nokkuð viss um að
slíkt gerist líka oft hjá konum
sem fara heim með karl-
manni eftir ball.“
Hvað er það sem lesbíur
taka eftir í fari annarra
kvenna?
„Ef þú lest eitthvað af
þessum sérritum fyrir lesb-
ískar konur og þá dálka þar
sem konur auglýsa eftir ást-
konum þá eru óskirnar jafn
misjafnar og þær eru marg-
ar. Sumar vilja mjög kven-
legar konur, kannski líka há-
vaxnar og Ijóshærðar, en
aðrar sterklegar og frekar
karlmannlegar - þessar með
hina svo kölluðu vörubíl-
stjóraímynd. Þetta er eins í
þessum lesbíska heimi og
hjá öðru fólki.
Það er nokkuð fyndið að
þegar ég ek niður Lauga-
veginn með vini mínum og
samstarfsfélaga horfum við
á eftir samskonar konum -
þannig að við höfum mjög
svipaðan smekk. Og þetta
finnst honum skemmtilega
skrýtin upplifun - að hafa
konu við hlið sér í bílnum
sem hefur sama áhugann og
hann á konum og það sams-
konar manngerðum.“
Nú er það nokkuð algengt
að karlmönnum finnist
ákveðnir hlutir kvenlíkamans
meira aðlaðandi en aðrir,
eins og til dæmis brjóst,
mjaðmir, rass, hár og annað.
Er þessu svipað farið með
lesbíur?
„Já og nei,“ segir Sólveig.
„maður sér konu á götu og
segir við sjálfan sig: Rosalega
er hún falleg þessi. Ég hef
ákveðna mælistiku, sem ég
slæ fram frekar í gamni en al-
vöru, en hún hljóðar á þá leið
að þessi kona þyrfti ekki að
ganga marga hringi í kringum
rúmið mitt, sem þýðir þá að
hún sé flott, en aðrar gætu
gengið endalaust í kringum
það.“
Hvernig finnst þér dæmi-
gerð aðlaðandi kona?
„Það er sú sem ég vil kalla
sjálfstæða konu, með sterka
persónu og útgeislun."
Hvað með einstaka lík-
amshluta?
„Ég er mjög hrifin af kon-
um sem eru íþróttamanns-
lega vaxnar," segir Anna „og
ég er ekki frá þvf að sam-
kynhneigðar konur horfi til
að byrja með á sömu Ifk-
amshluta og karlmenn, en
útgeislun persónuleikans
vekur samt mestan áhuga
hjá mér.“
„Mig langar til að bæta við
í sambandi við skyndikynni,"
segir Sólveig „að það sé
hlutur sem er mjög erfiður
hér á landi einfaldlega
vegna þess hversu lítill hóp-
urinn er.
Hópur samkynhneigðra
kvenna á íslandi þekkist
nokkuð vel og allar hræring-
ar innan hans fara fram hjá
fæstum í honum.
Hvað eru þið búnar að
vera saman lengi?
„Við erum búnar að vera
saman í þrjú ár og höfum
20 VIKAN 3. TBL. 1994