Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 27
Ólafur: „Ég man eftir
stúlku sem hafði lent í
slæmu máli þegar hún var
barn. Við komumst ekki að
hinu sanna fyrr en hún var
útskrifuð héðan. Þá var
hæfni okkar og annarra
meðferðaraðila ekki meiri en
svo. Rétt hefði verið að skil-
greina vandamál hennar
upphaflega út frá þessum
forsendum - útstáelsið,
drykkjuna og aðra óreglu
sem hún átti við að stríða.
Litið var á óregluna sem
vandamál án þess að koma
auga á orsakir hennar.
Sjálfsmynd þessarar stúlku
var undir frostmarki."
Drífa: „Nú tökum við mark-
visst á vandanum ef við höf-
um minnsta grun um að
barnið hafi orðið fyrir mis-
notkun - slíkt krefst ofboðs-
legrar vinnu því að stúlkurn-
ar eru oft svo illa farnar. Það
er markvisst búið að kenna
þeim að Ijúga, misvirða sjálf-
ar sig og móðurina. Svo
verða börnin svo skítug og
hætta að líta á sig sem pers-
ónur.
Að fenginni reynslu erum
við nú farin að fá það fljót-
lega á tilfinninguna ef stúlka
hefur orðið fyrir kynferðis-
legri misnotkun. Þær verða
mjög fjarrænar, það er engu
líkara en þær setjist fyrir
uppi á hásléttu þar sem eng-
inn nær sambandi við þær,
þær horfa bara í gegnum
mann.“
TAKA ÞÁTT Í
BÚSKAPNUM
- Hér eru bústörf og hesta-
mennska mikilvægur þáttur í
meðferðinni.
Ólafur: „Við rekum stórt
bú - og myndum hafa það
stærra ef við mættum -
með 300 kindur á fóðrum,
nokkra nautgripi og hross.
Þetta útheimtir heilmikla
vinnu sem krakkarnir taka
fullan þátt í allan ársins
hring. Við skiptum verkum á
milli þeirra, bæði hvað varð-
ar gegningar í útihúsum og
hreingerningar og fleira hér
innan dyra.“
Drífa: „Sameiginlega ann-
ast krakkarnir þrifnað á íbúð-
arhúsinu, taka þátt í matar-
gerð og frágangi í eldhúsi.
Hver og einn hefur sín
ákveðnu verk hér innan
dyra. Það segir sig sjálft að
við tvö náum ekki að gera
þetta ein. Þetta krefst rosa-
legrar stjórnunar, sérstak-
lega í byrjun, því að maður
þarf stöðugt að fylgjast með
krökkunum, hvort þeir geri
það sem þeir eiga að gera
og geri það nægilega vel.
Oft hjálpa þeir, sem verið
hafa hér lengi, þeim, sem
eru nýkomnir, að laga sig að
aðstæðum og fylgjast með
þeim einstaklingum í sam-
ráði við okkur. Þannig fá
krakkarnir svolitla ábyrgð.
Þeir þurfa líka að sjá um
þvottinn. - Hér læra þeir að
bjarga sér.“
Ólafur: „Að sjálfsögðu
vinna krakkarnir við hey-
skapinn, leggja hönd á plóg í
sláturtíðinni og vinna önnur
störf sem fylgja haustinu.
Með heimaslátrun fáum við
allt það kjöt sem við þurfum
á að halda og gerum að því
eftir kúnstarinnar reglum.
Við gerum slátur sem krakk-
arnir hjálpa okkur að vinna
fyrir heimilið. Við ræktum
líka allt grænmeti sjálf og er-
um sjálfum okkur nóg að þvi
leyti líka.
Krakkarnir hafa geysilega
gott af því að stússast f
þessu með okkur. Búskapur
og hestamennska eru stór
þáttur í meðferðinni og ein af
ástæðum þess að starfið
hefur gengið eins vei hjá
okkur og raun ber vitni. Við
munum aðeins eftir einum
unglingi sem ekki hefur
fengist til að fara á hestbak.
Krakkarnir njóta hesta-
mennskunnar með okkur og
alls þess sem hún hefur upp
á að bjóða.“
LANGFERÐ Á HESTUM
Drífa: „Hestamennskan er
ekki síður þáttur í skólastarf-
inu og segja má að hún sé
okkar aðall. Við stundum
hana með krökkunum í um
níu mánuði á ári. Á sumrin
förum við í hestaferðalög
með þeim, í byggð eða jafn-
vel á milli landshluta. Á vet-
urna er riðið út, trippi tamin
og gerð bandvön. Á haustin
þegar fjársafnið kemur af
fjalli ríða krakkarnir á móti og
reka með okkur síðasta dag-
inn. Þau taka síðan þátt í að
smala hér heima í kringum
sláturtíðina auk þess sem
við smölum nágrannajarðirn-
ar, þar sem fé gengur, þó
svo að menn séu víða hættir
með fjárbúskap.
Reiðmennsku kennum við
hér markvisst, umgengni við
hestinn og svo framvegis.
Við höfum fengið Rosmarie
Þorleifsdóttur reiðkennara til
að vera hérna með nám-
skeið til þess að setja punkt-
inn yfir i-ið. Við höfum byggt
hér upp reiðvöll og tamn-
ingagerði sem við notum
óspart. Unglingar í hesta-
mannafélaginu hér á svæð-
inu hafa líka notið góðs af
námskeiðunum og sótt þau
hingað til Torfastaða."
- Þið farið með krakkana í
hestaferðalag á hverju
sumri.
Ólafur: „Á hverju sumri
höfum við farið í 10-15 daga
ferð og síðan í aðra styttri að
loknum heyskap.
Við höfum til dæmis farið
Fjallabaksleið, norður og
suður Kjöl, vestur á Kaldár-
mela og í Borgarfjörð. Við
riðum á landsmót hesta-
manna noður í Skagafjörð
1990. Þá vorum við 17 með
50-60 hesta og með mat og
annan búnað fyrir allan hóp-
inn. Þetta er mikið fyrirtæki
og það segir sig sjálft að
slíkt er óhugsandi án þess
að krakkarnir taki fullan þátt í
öllu sem að ferðalaginu lýt-
ur.
Næsta sumar förum við
ríðandi með allan mann-
skapinn á landsmót hesta-
manna á Hellu. Við gerum
ráð fyrir að krakkarnir okkar
og einhverjir aðkomuungl-
inganna taki þátt í unglinga-
keppninni ef þeir standa sig
nægilega vel í forkeppninni í
vor. Einnig leggjum við til
vinnu i þágu hestamannafé-
lagsins á mótinu og krakk-
arnir gera það ekki síður en
við.
Að mótinu loknu verður
tekið til við heyskapinn ef að
líkum lætur og síðan lagt af
stað í langferð á hestum.
Þetta verður viðburðaríkt
sumar.
Hestamennska og hrossa-
rækt er brennandi áhugamál
okkar hjónanna og um leið
mjög gott tæki ( meðferð
unglinganna."
- Hvað með sumarfrí?
Drífa: „Við förum í leitir
með sveitungum okkar í 10
daga á haustin, það er okkar
sumarfrí.“
PRÚÐ OG FRJÁLSLEG í
FASI
- Hvernig gengur að ala upp
eigin börn í þessu umhverfi?
Ólafur: „Ég hugsa að þetta
séu einu börnin á íslandi
sem hafa verið alin upp á
meðferðarheimili."
Drífa: „Við höfum lært mik-
ið á því að ala þau upp undir
þessum kringumstæðum.
Þau tengjast þeim krökkum,
sem koma hingað, og sakna
þeirra þegar þeir fara. Þá
koma nýir krakkar og börnin
okkar verða þá kannski svo-
lítið pirruð vegna þess að
nýja heimilisfólkið hegðar
sér ekki sem skyldi og á erf-
itt með að fara eftir reglun-
um. Þetta er mjög krefjandi
fyrir börnin okkar.
Við reynum að láta ríkja
jöfnuð hér eftir því sem við
getum, okkar börn fá til
dæmis ekki kók eða ávöxt ef
hin fá það ekki.
Börnin okkar þekkja ekkert
annað. Jól og páskar eru
mikilvægur og góður tími fyr-
ir fjölskylduna en þá erum
við hér ein með börnunum
okkar. Hin dveljast þann
tíma með sínum foreldrum.
Börnunum okkar finnst þetta
mjög dýrmætur tími, við
pössum líka mjög vel upp á
hann og njótum hans.“
í kennslustund hjá Öglu Snorradóttur, sem situr við borös-
endann.
3.TBL. 1994 VIKAN 27
UNGLINGAVANDAMAL