Vikan


Vikan - 21.03.1994, Síða 28

Vikan - 21.03.1994, Síða 28
UNGLINGAVANDAMÁL - Hvernig var ykkur tekið af nágrönnum ykkar hér? Ólafur: „Okkur hefur verið vel tekið og samskipti heimil- isins hér við samfélagiö í hreppnum hefur verið alger- lega árekstralaust. Við höf- um notið góðvildar og pass- að afskaplega vel upp á aö láta mannskapinn koma vel fyrir. Við leggjum mikið upp úr því að krakkarnir séu stoltir af sjálfum sér, fallega til fara og prúðir og frjálslegir í fasi. Núorðið er frekar sótt í þátttöku krakkanna. Ung- mennafélagið hér í sveitinni er mjög virkt og fá þeir að taka þátt í starfi þess, íþrótt- um, leiklist og ýmsu fleiru. Við erum á kafi í hesta- mannafélaginu, sveitar- stjórnarmál látum við til okk- ar taka og Drífa er í hrepps- nefnd.“ - Krakkarnir eru sem sé orðnir nær undantekninga- laust til fyrirmyndar þegar þeir fara héðan? Drífa: „Krökkum, sem út- skrifast héðan eins og við viljum og hafa gengið eftir þeim farvegi sem við teljum æskilegan, gengur undan- tekningalaust vel eftir að þeir fara héðan. Þeir eru ekki til- búnir fyrr en þeir eru farnir að geta staðið á eigin fótum, þegar þeir eru sjálfir teknir við því hlutverki sem við höf- um verið að kenna þeirn." AÐ BYGGJA Á FENGINNI REYNSLU - Eru samtökin Barnaheill að feta í ykkar fótspor með uppbyggingu Geldingalækj- ar á Rangárvöllum? Ólafur: „Það var mjög horft til Torfastaða þegar sú starfsemi var skipulögð og aðstaðan þar byggð upp með líku sniði. Ég fór austur þegar þetta var opnað og sagði þá meðal annars við ráðherra að ég heföi viljað geta byrjað með svo góða aðstöðu eins og búið er að byggja þar upp. Við höfum átt í óttalegu basli við yfirvöld að fá pen- inga í reksturinn hér og upp- bygginguna. Við vinnum hér nánast allan sólarhringinn, við förum ekki í sumarfrí nema að hafa skipulagt það meö tveggja til þriggja ára fyrirvara. Við erum alltaf hérna og erum í raun á lús- arlaunum. Þegar samtökin Barnaheill fóru af stað stóð til að fyrrum samstarfsaðilar okkar til 6 ára sæju um reksturinn. Þeim voru sýnd mikil óheil- indi og því slitnaði upp úr samstarfinu. Þegar söfnunin til handa Barnaheillum fór af stað á sínum tíma tókum við fullan þátt, þá var sagt aö á götunni væri hópur af vega- lausum börnum innan við 12 ára aldur. Við viljum ekki full- yrða neitt um það en enn sem komið er hafa þessi litlu börn ekki skotið upp kollin- um nema í litlum mæli. Svo virðist sem skynsamlegra væri að miða starfsemina við unglingsaldurinn. Þegar börnin eru orðin unglingar verður vandinn meira áber- andi og það er eins og þá átti foreldrarnir sig fyrir al- vöru á því að svona geti ástandið ekki verið. Þá fer allt úr böndunum. Ég hefði varið þessum fjármunum á annan hátt og byggt upp heimili á borð við Torfastaði." - Teljið þið ráðlegt að stækka heimilið hér? Ólafur: „Þetta er ósköp notaleg eining að vinna með. Aftur á móti sjáum viö að við gætum stækkað hana en þá yrði starf okkar líka öðruvísi. Tími okkar færi þá meira í stjórnun ef að líkum lætur. Ástandið virðist vera slæmt - það er ekki skemmtilegt að fá allar þess- ar umsóknir og þurfa að neita flestum. Við erum því til umræðu um stækkun. Að- staðan hér býður upp á stækkun og hæfni okkar einnig. Það yrði ódýrara að stækka hér heldur en að byggja eitthvað frá grunni." Drífa: „Gleggsta dæmið um það hvernig betur mætti nýta fjármunina er það að varið var 20 milljónum í að koma upp lokaðri deild fyrir unglinga norður í Skagafirði. Ástæðan var sú að meðferð- arúrræði vantaði fyrir nokkra unglinga sem þrutust inn í sumarbústaði í nágrenni Reykjavíkur og skemmdu allt sem þeir náðu til. Starfið gekk mjög vel þarna en nú er búið að leggja deildina niður. Þarna var tjaldað til einnar nætur. Skynsamlegra hefði verið að halda þessu áfram og byggja á fenginni reynslu og nota aðstöðuna sem komið hafði verið upp. Greinilegt var að þarna hafði verið unnið af alúð.“ □ Á RÉTTRI Um þessar mundir dvelja 5 unglingar á Torfastöðum og ekki er nokkur leið að sjá annaö á þeim eöa hegöun þeirra en að hér sé um fyrirmyndarfólk að ræða. Blaða- maður hitti þrjá þeirra fyrir í stuttu hléi á milli kennslu- stunda hjá Öglu Snorradóttur kennara sem kennir þeim öllum samtímis í sömu stofunni eins og tíðkast í fá- mennum sveitaskólum víöa um land. □ BIRTA KARLSDOTTIR, 16 ARA UR MOSFELLSBÆ: mmn éii mb.LA 13 „Ég er búin að vera hér síðan í september í fyrra." - Hvers vegna fórstu hingað? „Ég var hætt í skóla, hafði aldrei nennt að læra og allra síst stærðfræði. Ég gafst bara upp fyrir löngu síðan, mér fannst ég ekki geta neitt. Ég átti erfitt með að umgangast fólk, lynti illa við föður minn. Ég var rek- in úr skóla þegar ég var 13 ára eftir að hafa verið drukkin þar. Ég veit ekki hvers vegna ég var svona erfið, kannski var það vegna þess að ég vildi aö fólk tæki eftir mér, kannski vildi ég á þennan hátt beina athyglinni frá getuleysi mínu.“ - Hvernig hefurðu kunn- að við þig hér? „Það tók mig nokkra mánuði að laga mig að regl- um og heimilisbrag. Ég tók þátt í að strjúka héðan með öðrum vegna þess að ég sætti mig ekki við aö vera komin hingað. Ég byrjaði ekki að læra neitt fyrr en síðastliðið sumar, ég vildi bara reykja og gera það sem mér sýndist. Nú geng- ur mér ágætlega í skólan- um og er hætt að reykja. Eg horfi á hlutina með allt öðrum augum en áður. Núna finnst mér ofsa- lega skemmtilegt og er nú búin að laga mig fullkom- lega að öllum aðstæðum. Þaö giltu reglur heima hjá mér en ég fór bara ekki eft- ir þeim. Það geri ég hér og hef aldrei komist upp með annað. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að umgangast krakkana hórna og starfs- fólkið, Óli og Drífa eru al- veg frábær." - Hvaö hyggstu fyrir í framtíðinni? „Ég verð hérna fram á næsta sumar en þá fer ég heim til foreldra minna. Mig langar til að halda áfram að [ skóla, mig langar að læra eitthvað sem ég get unnið við. Ég er lagin í höndunum og gæti lært eitthvað í sambandi við það. Ég gæti líka hugsað mér að fara í Bændaskól- ann á Hólum í Hjaltadal. Ég hef mikinn áhuga á hestamennsku og þar er einmitt kennt svo mikið í þeim efnum. Ég á hryssu, sem er hér, við erum að temja hana í vetur. Ég kvíði fyrir að fara héðan." □ 28 VIKAN 3. TBL 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.