Vikan


Vikan - 21.03.1994, Page 38

Vikan - 21.03.1994, Page 38
KVIKMYNDIR Þeir eru ekki frýnilegir sumir sem lögfræóingurinn ungi þarf að kljást viö eftir aö hann er rekinn fyrir aö vera meö alnæmi. Ungur lögfræöingur á uppleið er rekinn frá virtu lögfræðifyrir- tæki. Honum er sagt að það sé vegna þess að hann sé einfaldlega ekki nógu góður. Hann heldur öðru fram. And- rew Beckett segist vera fórn- arlamb fordóma, honum hafi verið sagt upp vegna þess að hann er haldinn alnæmi. Þetta er í stuttu máli að- dragandi átakamikillar at- burðarásar sem uppsögn hrindir af stað í nýjustu kvik- mynd Jonathans Demmes, Philadelphia. Demme hefur áður gert myndir eins og Lömbin þagna og má því gera ráð fyrir að tilfinninga- legt sprengiefni, eins og al- næmi er óumdeilanlega í hugum margra, hljóti eftir- tektarverða meðhöndlun í þessari mynd. ALVÖRUÞRUNGINN HANKS Og Demme hefur ekki valið sér til fulltingis neina aukvisa. Með aðalhlutverk í myndinni fara þeir Tom Hanks og Denzel Washington, sem uggalust er í fersku minni þeirra sem sáu Malcolm X. Denzel reyndist hugsa svipað og höfundur þessarar greinar og örugglega allmargir fleiri þegar gamanleikarann Tom Hanks ber á góma í sam- hengi við umræðu um svo hádramatískt hlutverk sem hér er um að tefla. Hanks leikur hinn unga, 38 VIKAN 3.TBL.1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.