Vikan


Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 40

Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 40
KVIKMYNDIR samkynhneigða og alnæmis- sjúka lögfræðing, Andrew Beckett, en Denzel Wash- ington leikur lögfræðinginn Joe Miller sem tekur að sér, að vísu eftir nokkurt hik, mál- flutning í skaðabótamáli á hendur lögfræðifyrirtækinu. Lögfræðingarnir tveir eru í grundvallaratriðum og að bakgrunni mjög ólíkir. And- rew Beckett berst fyrir mann- orði sínu, lífi og réttlæti með- an Joe Miller, gagnkyn- hneigður, tekst á við sína eigin fordóma og ótta gagn- vart samkynhneigðu fólki. FJÖGURRA ÁRA HUGMYND Hugmyndin að gerð þessar- ar myndar kviknaði fyrir fjór- um árum síðan en þá, ekki síður en nú, þótti mönnum heldur hljótt fara um alnæmi í Hollywood þrátt fyrir að fjöl- margar kvikmyndastjörnur og aðrir, sem tengdust kvik- myndaiðnaði, hefðu fallið í valinn fyrir tilverknað alnæmisveirunnar. Leikstjór- inn, Jonathan Demme, og höfundur handrits, Ron Nyswaner, lentu í miklum hremmingum við undirbún- ing að gerð myndarinnar og það ekki að ástæðulausu. Það var í þeirra valdi að gera mynd sem þyrfti að marka hugsanlegan spor- baug fyrir aðrar myndir um þetta viðkvæma yrkisefni. Fram að þessu hefur ekki verið fjallað um alnæmi í kvikmynd á þennan hátt og því mikils um vert að vel tak- ist til. Sem sagt: Ef myndin slær I gegn verður auðveld- ara fyrir aðra að koma með myndir í kjölfarið um alnæmi en ef hún „floppar" er hætt við að öll sund lokist. Helsti áhrifavaldurinn er fólginn í hinum geysilega ótta gagnvart alnæmi. En það er einmitt þessi mikla hræðsla sem eykur gildi myndarinnar um leið og hún gerir alla kynningarstarfsemi erfiðari. HRÆÐSLA LEIKSTJÓRANS Hver og einn þarf að fást við þessa hræðslu í sjálfum sér með einhverjum hætti. Oft þarf eitthvað úr þersónuleg- um reynsluheimi okkar hvers og eins að gerast til þess að við nálgumst þær óvæntu aðstæður á okkar eigin fors- endum. Og það var einmitt slíkt atvik sem kveikti áhuga leikstjórans og framleiðand- ans Jonathans Demme. Demme er giftur fjöl- skyldumaður og gagnkyn- hneigður. Eiginkona hans hafði á skólaárum sínum kynnst góðum manni, Juan Botas, sem var samkyn- hneigður. Á síðari árum tók- ust ágæt kynni með Demme og Botas sem greindist með alnæmi. Þetta átti eftir að hafa djúþstæð áhrif á leik- stjórann einkum þegar fyrstu sjáanlegu einkennin fóru að gera vart við sig hjá Botas. Juan Botas sótti samkom- ur alnæmissjúklinga og þar komst hann að því að sjúk- dómnum fylgdi eiginlega fullt starf. Þarna kynntist hann meðal annarra leikaranum Daniel Chaþman sem átti eftir að koma dálítið við sögu við gerð myndarinnar. Botas komst einnig að því að með- al alnæmissjúkra ríkir ein- stök kímnigáfa og virðuleiki sem ekki síst má rekja til álagsins og lífsreynslunnar sem fylgir því að lifa svo að segja á grafarbakkanum, milli vonar og ótta frá degi til dags. Hann gerði sér þegar grein fyrir því að hér væri á ferðini prýðisgóður efniviður fyrir Demme. Leikstjórinn var honum sammála. Hann sá fljótlega að hann langaði til að gera kvikmynd um al- næmi. DAVÍÐ OG GOLÍAT Þegar hér var komið sögu hafði Demme samband við Nyswaner með handrits- gerðina í huga. Þeir reyndu að gera sér einhvers konar söguþráð í hugarlund og all- nokkrar hugmyndir skutu upp kollinum. Vandamálið var einkum það að kvik- myndir um sjúkdóma hafa til- hneigingu til að njóta lítilla vinsælda. Þær myndir, sem fjallað hafa um fólk sem þarf að kljást við illvíga sjúkdóma og ganga vel, gera það vegna þess að undirtónninn er einhver allt annar. Þeir Demme og Nyswaner leit- uðu að réttum undirtón. Barátta fyrir réttlæti. Hvað er ákjósanlegri undirtónn þegar alnæmi er annars vegar? Nyswaner fann þetta svar í fréttunum. Clarence B. Cain var aðstoðarmaður hjá undirdeild lögfræðifyrirtækis í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann hafði verið rekinn frá fyrirtækinu tveimur vikum eftir að hann sagði yfirmönn- um sínum frá því að alnæmis- veiran hefði fundist í líkama hans. Cain höfðaði skaða- bótamál og fékk sér dæmdar sem svarar til tæpra ellefu milljóna króna í bætur. Þetta var í apríl árið 1990. Lykilorð: Davíð og Golíat. Lykilorðin sem Demme hafði beðið eftir. VANDRÆDI HÖFUNDANNA Þeir Nyswaner og Demme lokuðu sig inni við hug- myndasmíð að handriti. Þar tókust á alls kyns hugmyndir um það til dæmis hvernig ætti að leiða áhorfendur inn í söguþráð myndarinnar. Lausnina fundu þeir í því að láta mann, sem getur verið fulltrúi fyrir hinn gagnkyn- hneigða og fordómafulla meirihluta, verja þann sem flokkast sem fulltrúi hins for- dæmda minnihluta, homm- anna. Og í einangrun sinni þurftu leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn ekki síst að gera upp sínar eigin skoðan- ir og fordóma. Þannig er nefnilega mál með vexti að Nyswaner, sem er 37 ára, er samkynhneigður og hefur verið í sambúð nokkuð lengi með öðrum karlmanni. Þeir Demme þurftu því ekki síst að finna samskiptum sínum farveg og undir niðri tók það dálítið á taugar þeirra. En báðir voru annars svo með- vitaðir, uþþlýstir og allt sem þeir gerðu svo ofboðslega viðurkennt að útkoman hefði aldrei gengið. Nú er ekki gott að segja hvort yfirvofandi dauði góð- vinar Demmes, Juans Bot- as, gerði það að verkum að leikstjórinn vildi ekki láta neinn deyja í myndinni. Demme heldur því á hinn bóginn sjálfur fram að hann hafi viljað láta söguna gefa þá von að dauðinn þurfi ekki að vera óumflýjanlegur. Bot- as las handrit að því hvernig söguhetjan í myndinni fór í gegnum þessi erfiðu veikindi og kom út úr þeim verulega skemmd - en á lífi. „Þetta geturðu ekki notað,“ sagði Botas við Demme, „þetta er algert rugl!“ Þannig tók Botas úr handritinu ýms- ar fjarstæðukenndar hug- Ijómanir þeirra félaga og skil- aði oft og tíðum aukinni kímnigáfu í handritið í stað- inn. „Hann var aldrei fyndn- ari en einmitt meðan hann var veikur,“ er haft eftir Demme í kvikmyndatímari- tinu Premier. LÖMBIN ÞAGNA Ýmisleg fleiri vandræði röt- uðu inn á borð til þeirra Nyswaners og Demmes meðan þeir störfuðu að handritsgerðinni og sam- hliða því starfi skilaði Demme af sér myndinni Lömbin þagna. Þar kemur til skjalanna Jame nokkur Gumb, slunginn náungi í saumaskap, fjöldamorðingi sem gengur um heimili sitt í kvenfötum og virðist aðhyll- ast aðra kynhneigð en meiri- hluti karla. Ýmis samtök samkyn- hneigðra túlkuðu Jame Gumb með þessum hætti og stóðu fyrir miklum mótmæla- aðgerðum. Sjálfur segist Demme ekki hafa orðið fyrir miklum áhrifum sökum þeirra mótmæla, ekki að öðru leyti en þvi að þá hafi hann gert sér betur grein fyr- ir því ofbeldi sem samkyn- hneigðir þurfa að sæta. En Gumb hafi ekki, að minnsta kosti frá sínum bæjardyrum séð, verið hommi. Þessi viðbrögð homma hafa gert það að verkum að sumir sjá Philadelphia sem einhvers konar afsökunar- beiðni af hálfu Demmes. Hann segir svo ekki vera en þeir, sem vilji líta þannig á málin, megi gera það fyrir sér. „Við reyndum að gera okkur grein fyrir ábyrgð okk- ar gagnvart hommum, okkur sjálfum sem listamönnum og sem skemmtikröftum gagn- vart almenningi. Stundum hélt ég að við værum að færast of mikið í fang og þá 40 VIKAN 3. TBL. 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.