Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 44
DÁLEIÐSLA
- Hvar og hvenær lærðir þú
dáleiðslu?
„Ég var árið 1990 í Cincinnatti í
Ohio og lærði þar í skóla sem
heitir Cincinnatti School of Hypn-
osis. Ég er ennþá að læra og nú
er ég að vinna að doktorsritgerð
við skóla sem heitir American
Institute of Hypnotherapy. Ég er
búinn með verklega námið en
auk þess byggist það mikið upp á
fúsk og í það leggja þeir ekki. Ég
er enginn fúskari."
SÁLFRÆÐINGUR GETUR
FARIÐ Á
HELGARNÁMSKEIÐ OG
ÞÓST VERA
SÉRFRÆÐINGUR í
DÁLEIÐSLU
- Mega sálfræðingar og geð-
læknar beita dáleiðslu í sinni
Friörik Páll hefur, auk
þess aö vera meö ýmis-
konar námskeiö, sýnt
sviösdáleiöslu víös vegar
um Landiö.
bóklegum greinum, ritgerðum og
þess háttar."
- Hvaða undirstöðu þurfa
menn að hafa til að geta komist í
þetta nám?
„Það er náttúrlega mjög mis-
munandi hvaða undirstöðu fólk
hefur, en það þarf ekki neina sál-
fræðimenntun til, þetta er alveg
sér fag. Annað hvort taka menn
inntökupróf til að komast inn í
skólann eða hafa annan mennt-
unargrunn sem dugar, svo sem
stúdentspróf.“
- Hvaða menntun hafðir þú
þegar þú hófst þetta nám?
„Ég var bara með grunnskóla-
próf og þurfti því að taka inntöku-
próf til að komast inn í skólann."
- Er það ekki rétt munað að
læknar og sálfræðingar hafi sak-
að þig um fúsk eftir að þú hófst
að auglýsa og stunda starfsemi
þína?
„Málið var að þeir þorðu aldrei
að segja það beint að ég væri að
fúska. Þeir þorðu aldrei að nefna
nafnið mitt en voru þess í stað að
tala um einhvern aðila sem
stundaði dáleiðslumeðferð. Þeir
vissu sem var að ef þeir hefðu
nefnt nafnið mitt þá hefði ég ein-
faldlega kært þá í hvelli. Ég hef
öll réttindi til dáleiðslu í Banda-
ríkjunum og ef þeir hefðu sagt að
ég væri fúskari þá væri eins hægt
að segja að öll þessi stétt væri
meðferð án þess að hafa lokið
því námi sem þú hefur?
„Já, ef þú ert sálfræðingur get-
ur þú farið á helgarnámskeið í
dáleiðslu, notað hana í þinni
meðferð á skjólstæðingi þínum
og þóst vera sérfræðingur í fag-
inu. Þessu er ég t.d. mjög mikið á
móti. Ég er búinn að vera að læra
þetta í mörg ár og er miklu, miklu
fagmenntaðri en nokkur annar í
þessu hérlendis. Þetta er svona
svipað og ef ég gæfi mig út fyrir
að vera sálfræðingur af því að
sálfræði er eitt af þeim fögum
sem kennd eru í dáleiðslunám-
inu. En ég er ekki sálfræðingur
og hef aldrei gefið mig út fyrir að
vera það. Sálfræðingar eru ekki
dáleiðslumeðferðaraðilar. Þetta
eru tvenn aðskilin fög“, segir
Friðrik Þáll og er nú orðið talsvert
mikið niðri fyrir.
- Dáleiðsla hefur í gegnum
tíðina verið sveipuð nokkurri dul-
úð og margir gera sér ranghug-
myndir um fyrirbærið. Þú ert nú
ekkert sérlega dularfullur á að
sjá, - hvar er vasaúrið?
„Það er ekkert vasaúr. ímynd
dáleiðslunnar hefur sett ýmsar
furðusögur í gang og ein þeirra er
dinglandi vasaúr. Bíómyndir hafa
gert dáleiðsluna ógurlega dular-
fulla en það er engin dulúð á bak
við dáleiðslu. Ég nota bara rödd-
ina, tala við fólk og leiði það í
gegnum ákveðið ferli í huganum
sem líkja má við slökun eða sefj-
un. Manneskja sem er dáleidd
hefur það ekkert sérstaklega á til-
finningunni að hún sé dáleidd.
Hún veit af sér og veit hvað hún
er að gera en hún fylgir eftir því
formi sem ég er að leiða hana í
gegnum.“
- Þú gætir þá ekki dáleitt mig
núna og talið mér trú um að á
morgun klukkan þrjú fengi ég
óviðráðanlega löngun til að
myrða eða fremja annan viðlíka
verknað?
„Nei, það er ekki hægt að mis-
nota dáleiðluna á þennan hátt, alls
ekki. En alveg eins og með allt
annað þá er hægt að misnota
hvað sem er og dáleiðsluna líka
en ekki á þann hátt sem menn
ímynda sér helst. Það er ekki
hægt að láta dáleiddan mann gera
eitthvað sem hann vill ekki gera.“
- Hvernig væri þá hægt að
misnota dáleiðslu?
„Ég veit ekki hvað skal segja.
Læknir gæti náttúrlega misnotað
aðstöðu sína, hugsanlega kyn-
ferðislega. Eins gæti dáleiðslu-
meðferðaraðili, ef hann hefði
þann hug, misnotað aðstöðu sína
þannig en ég sé það raunar ekki
fyrir mér.“
- Þú gætir þá ekki fengið unga
og fallega konu til þín í dáleiðslu
og sagt henni að þegar hún
vaknaði þá hefði hún óstjórnlega
kynferðislega löngun til þín?
„Nei, það held ég ekki, - eða
eigum við kannski að prófa?“,
segir Friðrik Páll og hlær stríðnis-
lega. „Nei, grínlaust, þetta er ekki
hægt. Það væri náttúrlega hægt
að reyna þetta en ég stórefast
um að það væri framkvæmanlegt
nema konan hefði fyrirfram haft
einhvern áhuga. Það er hægt að
efla það sem er til staðar en það
er ekki hægt að búa til eitthvað
sem er algerlega úr samhengi við
raunveruleikann.“
HEF HALDIÐ SÝNINGAR Á
SVIDSDÁLEIÐSLU
- Þú vaktir mikla athygli þegar
þú dáleiddir þrjú ungmenni í
beinni útsendingu hjá Hemma
Gunn um daginn. Hefði verið
hægt að gera þau svona beinstíf
og sitja á þeim miðjum ef þau
hefðu ekki verið í dáleiðslu-
ástandi?
- Ja, manneskja getur gert sig
svo stífa að geta sett sig milli
tveggja búkka, og ef hún er nógu
sterk þá þetur hún borið eina
manneskju. En í venjulegu
ástandi er það gífurlegt átak og
álag á líkamann. Maður gæti að-
eins gert þetta í takmarkaðan
tíma, hann yrði eftir sig eftir
44 VIKAN 3. TBL. 1994