Vikan


Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 47

Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 47
þá notar maður djúpa sefjun, djúpa dáleiðslu." - Hvernig er það framkvæmt? „Þá leiðir maður manneskjuna í gegnum ferli og opnar fyrir minningar í huganum. Því þó okkur finnist við hafa gleymt sumum atburðum þá höfum við í raun engu gleymt. Hugurinn gleymir engu. Ég leiði manneskj- una áfram og læt hana rifja upp minningarnar smátt og smátt þar til þessi ákveðna minning kemur upp og verður allt að því Ijóslif- andi. Með þessu get ég látið manneskjuna endurupplifa at- burði langt aftur í tímann sem hún hafði með öllu gleymt í vöku- ástandi." - í hvaða tilfellum er þetta helst notað? „Það er til dæmis ef þörf er á að komast að einhverju úr fortíð- inni sem manneskjan hefur gleymt, komast að rót einhvers vanda. Eins ef manneskjan hefur orðið fyrir einhverju áfalli þá er oft gott að láta hana endurupplifa at- vikið til að gera það upp.“ - Þú auglýsir mikið ýmiskonar námskeið þar sem þú t.d. hjálpar fólki að ná stjórn á mataræði og hjálpar fólki að hætta að reykja. Hvernig ferðu að þessu? „Ég læt náttúrlega engan hætta að reykja en ég get auð- veldað fólki það mjög og gert það lóttara. Ég dáleiði fólkið þannig að þetta verður þvi mjög auðvelt. Þessi sífellda hugsun um tóbak hverfur. Löngunin hverfur, þannig að þetta hættir að verða barátta. Það er þó ekki þannig að mann- eskjan þurfi ekkert að hafa fyrir þessu sjálf, hún verður að vilja hætta. En það er vísindalega sannað að þetta er sú aðferð sem gefist hefur best. Þetta er gert svo létt, alveg eins og hægt er að loka á minningar þá er hægt að loka fyrir tóbakslöngun og þessa vöntun í huganum með dáleiðslu." - En nú hjóta líkamleg frá- hvarfseinkenni að vera til staðar eftir sem áður, þessi óbærilega tilfinning sem við þekkjum sem reynt höfum að hætta að reykja, þegar hver taug Ifkamans öskrar á eitrið? „Það er misskilningur að líkam- inn kalli á eitrið, ég vil frekar segja að hann kalli ekki á það því að það sem líkaminn gerir er að losa sig við eitrið með því að svitna. Þannig að f rauninni er hann að segja: Ég vil ekki fá þetta eitur. Hugurinn er sá sem í rauninni kallar á tóbakið. Að vera nikotínisti er alveg eins og að vera alkóhólisti, þetta er bara hugarfarið. Það er það sem ég er að vinna með og fólk finnur lítið eða ekki neitt fyrir fráhvarfsein- kennum með því að nota þessa aðferð." HEF LÆKNAÐ FÓLK AF DRYKKJUSÝKI - Veistu hver árangurinn er í prósentum talið hjá því fólki sem komið hefur til þín til að hætta að reykja? „Já, ég gerði úrtakskönnun og eftir eitt ár voru 87% þess fólks sem hafði komið til mín ennþá reyklaus. Til samanburðar er ár- angur fólk sem notar bæði niko- tíntyggjó og nefúðasprey 30% og ef það notar bara nikotínplástur þá er árangurinn kominn niður í 16% Af þessu sést að dáleiðslan er langsamlega árangursríkasta aðferðin við að hætta reyking- um.“ - Getur þú læknað áfengissýki hjá fólki á (Dennan sama hátt? „Ég hef unnið svolítið við það en það er erfiðara og tekur lengri tíma.“ - Ef við göngum nú ekki svo langt að þurrka manninn alveg, getur þú temprað svo drykkjuna hjá alka að hann fari að geta drukkið eins og siðuðum manni sæmir? „Já, það er hægt og ég hef gert það. Við getum kallað það að ná stjórn á drykkjunni." - Hvað er þá allt þetta fólk að þvælast á sloppum upp á Vogi ef það getur leitað til þín og gerst kúltíverað hófdrykkjufólk? „Mér finnst það ekki nógu já- kvætt að auglýsa meðferð fyrir fólk til að ná stjórn á drykkjunni. Bæði er að það er ekki öllum gef- ið að ná slíkri stjórn á sinni drykkju þó að hægt væri að hjálpa mjög mörgum þannig. Ég kæri mig heldur ekki um að fá meðferðarstofnanir uppá móti mér, ég vildi heldur geta unnið með þeim." - Með hvaða hluti hefur fólk leitað til þín sem dáleiðslumeð- ferðaraðila? „Það er mjög, mjög margt. Allavega fóbíur, hræðslu, kvíða, sviðsskrekk. íþróttamenn hafa leitað mikið til mín til að bæta ár- angur sinn í íþróttum. Til að efla sig, gera sig kraftmeiri og orku- meiri. Bæta minni og auka ein- beitingu. Þannig að það er ýmis- legt sem ég hef unnið með. Ég væri sjálfsagt fljótari að telja það upp sem ég hef ekki unnið með.“ - Hvernig fólk er það aðallega sem sækir til þin, eru það frekar konur eða karlar eða einhverjir ákveðnir þjóðfélagshópar ferkar en aðrir? „Það er engin ákveðin skipting á því. Til mín kemur fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum." - Verður þú var við fordóma frá fólki gagnvart því sem þú ert að gera? „Já, ég verð það og það er kannski eðlilegt. Fólk hefur for- dóma gagnvart því sem ég er að gera, og gagnvart mér sjálfum. Ég er ungur, tuttugu og fjögurra ára gamall, og ekki beint sá maður sem uppfyllir ímynd fólks um dáleiðara þannig að það er alveg eðlilegt að fólk byggi upp einhverja fordóma útfrá því. Ég álasa því fólki ekkert því það hefur fengið miklar ranghug- myndir útfrá bíómyndum. Það sem þarf er að fræða fólk betur um það hvað dáleiðsla í raun og veru er.“ UTANGARÐSMAÐUR í HEILBRIGDISKERFINU - Hvað augum lítur (slenska heil- brigðiskerfið þín störf? „Mjög misjöfnum, sumir læknar notfæra sér mína þjónustu við meðferð á sjúklingum þeirra en aðrir forðast mig. Þar koma for- dómarnir til skjalanna. Ég er svona hvorki innan né utan heil- brigðisstéttanna, óg vinn náttúr- lega við þetta heilbrigðissvið en er hvergi viðurkenndur hér. Það eru engin lög til um þetta fag hér- lendis og hver sem er gæti í rauninni unnið við þetta hér, sem er mjög slæmt. Það er mjög brýnt að setja lög um þetta þannig að sérfræðingar eins og ég gætum unnið með öðrum heilbrigðisstétt- um á jákvæðan hátt. Nú er dá- leiðslumeðferðaraðili hér á landi á sama báti og nuddarar voru fyr- ir nokkrum árum síðan. Hvorki innan né utan heilbrigðisgeirans." - Hefur þú reynt eitthvað til þess að breyta því? „Já, já. Ég hef bæði talað við landlækni og þá í heilbrigðisráðu- neytinu en því miður ekki fengið nægilega jákvæð svör ennþá. Meðan ekki eru til lög um dáleiðslu er nám mitt óviðurkennt hérlendis. Víðast er- lendis er þetta fag viðurkennt sem sérfag, alveg eins og sál- fræði, læknisfræði eða hvað ann- að.“ - Hvað var það sem vakti áhuga þinn á dáleiðslu svo ræki- lega að þú ákvaðst að fara utan til að sérmennta þig í faginu? „Ég var dáleiddur uppá sviði í Háskólabíói árið 1983 af banda- rískri konu. Þetta vakti áhuga minn á dáleiðslu og síðan blund- aði það alltaf í mér að læra þetta þar til ég lét verða af þvi og skellti mér út“, segir Friðrik Páll Ágústs- | son dáleiðslumeðferðaraðili. □ 3. TBL 1994 VIKAN 47 DÁLEIÐSLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.