Vikan


Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 55

Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 55
örvandi, þematískum sýn- ingum. Það þarf að oþna list- ræna umræðu út í þjóðfélag- ið, upplýsa fólk um sjónrænar staðreyndir og kenna því að lesa sjónrænt. Almenningur er nánast ólæs á sjónrænt tungumál þó að sífellt sé verið að mata hann í gegnum augun á allskonar upplýsingum og auglýsing- um. Það er verið að pranga inn á fólk vörum kapítalism- ans og það er alveg ber- skjaldað því það kann ekki að vinna úr þessari flóð- bylgju sem drekkir því að lokum. Mig langar til að reyna að víkka út þennan hefðbundna ramma með því að setja upp sýningar sem fjalla um ákveðin þemu og eru í sterkari tengslum við samfélagið. Ég vil þó reka þann varnagla að sýningarn- ar eru unnar af veikum mætti og einskærri áhuga- mennsku. Auk þess er mikl- um erfiðleikum bundið að stjórna svona útgerð, þó að lítil sé, alla leið frá New York - eða hver skyldi meðallíf- tími gallerístjórnanda á ís- landi vera? Það hafa aldrei verið starf- andi fleiri myndlistarmenn en myndlistin virðist gjörsam- lega týnd í eigin naflaskoð- un. Hún hefur engan fókus, enga stefnu, engan tilgang annan en þann að vera fóð- ur fyrir fjölmiðlana, sýninga- hús og útungunarmeistara menntakerfisins. Hún er eins og dóp i æðar listamanna sem halda að þeirra prívat formkukl komi heiminum eitt- hvað við. Með öðrum orðum; hún hefur engin samfélags- leg áhrif. Við þurfum að spyrja okkur hvað við viljum gera við myndlistina, hvert við séum að fara, hvert sé og hvað eigi að vera sam- band hennar við þjóðfélagið. Ef við ætlum að breyta myndlistinni þá gerum við það ekki innan hennar, að mínu mati, heldur verður það einungis gert með þvi að skilgreina rammann sem hún hrærist í. Við þurfum að fara út fyrir hann og inn um aðaldyrnar í gegnum þjóðfé- lagið því ef við breytum þjóð- félaginu eða vekjum það til umhugsunar mun það skila sér aftur í myndlistinni. Myndlistin endurspeglar allt- af það sem er að gerast í samfélaginu en hún gerir það ómeðvitað í dag því hún er gjörsamlega samdauna því.“ BENSÍN Á MARKAÐSMÓTORINN Áður fyrr virkaði myndlistin sem samfélagslegt lím. Hún undirstrikaði vissan tilgang og lýsti umsvifum samfé- lagsins. Trúarleg list er dæmi um þetta. Með tilkomu borgarastéttarinnar og þeirri valdskiptingu, sem kennd er við iðnbyltinguna, var kristin trú gerð brottræk úr kerfinu eða kannski væri réttara að segja að guði hafi verið kom- ið fyrir á ríkisstjórnarspena lýðveldisins. Þar með misstu listamennirnir, sem rekið höfðu áróður fyrir klerkaveld- ið, aldagamla tekjulind sína. Þeir máttu éta það, sem úti fraus, uppi á bóhemískum hanabjálkum uns þeim tókst að gera annan kaupsaming, reyndar geysilega óhags- stæðan, við hina nýju ráð- endur. Listamenn fyrr á öld- inni stóðu því til hliðar við samfélagið og spurðu hvort lífið og þjóðfélagið þurftu að vera eins og það birtist þeim. Þetta má sjá hjá dadaistum og allt fram að abstrakt expressionistunum því þeir gerðu sér engar hugmyndir um að verða ríkir af list sinni. Sú hugmynd kom með popp-listinni og þar fer þetta mótvægi að brotna. Núna er myndlistin þess eðlis að það er ekkert til að setja sig upp á móti. Hópurinn, sem stóð að Gallerí Súm, gerði það og sömuleiðis íslensku abstrakt listamennirnir en það er ekk- ert í myndlistinni í dag sem er bókstaflega ögrandi við samfélagið. Hún er bara bensín á markaðsmótorinn eins og popptónlistin. Sumir kynnu að spyrja hvað sé at- hugavert við þetta en því er til að svara að allir heilvita menn sjá að það stefnir í óefni án þess að ég sé að tala um Nostradamus eða eitthvað slíkt. Það eru undur og stórmerki að gerast eins og t.d. EES samningurinn. Við vitum ekkert hvað við er- um að ana út í en ég er hræddur um að við séum að ganga inn í nýja þjóð, þjóð risafyrirtækjanna. Myndlistin var um tíma at- hvarf þar sem frjáls hugsun gat að miklu leyti þrifist og nú er alveg búið að múra fyr- ir það. Kaþítalisminn er svo sveigjanlegt fyrirbæri að hann er búinn að leggja þetta allt undir sig og gera úr því tabú. Andatrúin er tabú og útópían er tabú; hún hrundi endanlega með Berl- ínarmúrnum. Þó er rétt að taka fram - svo menn hrapi ekki að ályktunum því þetta er jú tabú - að þegar ég tala um trú eða andatrú á ég við lífsviðhorf en ekki endilega trú á æðri máttarvöld. Það er ekkert annað en trú sem veldur því að við sjáum okk- ur sem eitthvað tilgangslaust astraltertuduft eða þunga- miðju alheimsins, hvort okk- ur þykir smart að ganga í út- víðum buxum eitt tímabil og lummó það næsta. Og sama gildir um listina. Þannig litar trúin allan okkar lífsskilning og flytur þókstaflega fjöll. Hún getur breytt því sem okkur þykir Ijótt í spreng- hlaðna fegurð, ekki vegna þess að hluturinn hafi breyst heldur út af því að hugsun og þá um leið skynjun okkar hefur tekið stakkaskiptum og þar af leiðandi heimurinn. Menn tala gjarnan um að mesta þróunin í framtíðinni liggi í tölvuvísindum en hér er, að mínu mati, á ferðinni grundvallar misskilningur á hugtakinu þróun eða framför sem ruglað er saman við breytingu. Raunveruleg þró- un getur aðeins átt sér stað í ímynduninni og er því alfarið trúarlegrar náttúru. Fræði- lega séð ættum við þess vegna að geta komist í al- gleymisástand á stundinni en það er hinsvegar mín trú að slíkt verði ekki gert með einsetulifnaði heldur einung- is gjörbyltingu samfélagsins, að öllum takist að leggja saman í púkk. Maðurinn hef- ur óendanlega getu til að trúa og hefur margsannað og sýnt að hann er nánast fær um hvað sem er, þess vegna sjálfsmorð, í nafni trú- ar sinnar hver sem hún kann annars að vera. En sú trú, sem ég hef í huga, nálgast innst í eðli sínu anarkisma og yrði banabit allra stjórn- kerfa ef hún kæmist á. Þess konar trúarbrögð óttast kag- ítalisminn mest af öllu og því hefur hann brugðið á það út- smogna ráð að tvístra trúar- getu okkar í trú á Calvin Klein-nærbuxur, Cartier-ilm- vötn, Colgate-tannkrem, Aj- ax-þvottalög, sólarlandaferð- ir o.s.frv. Og þar við situr. Þetta ber ekki að skilja sem svo að ég sé ekki sjálfur undirorpinn markaðsöflun- um. En svo við snúum okkur aftur að menningunni þá er búið að brennimerkja þessi stóru þemu í nútímalistinni með þeim hætti að enginn listamaður, sem er vandur að virðingu sinni, þorir að kannast við þau lengur. Ekk- ert frekar en vísindamaður þorir að tala um ESP eða fljúgandi furðuhluti þó hann kynni að hafa séð þá með eigin augum. Spurningin hlýtur því að vera um hvar myndlistin staðsetur sig í ■ „Það er búið að brennimerkja þessi stóru þemu í nútímalistinni með þeim hætti að eng- inn listamaður, sem er vandur að virðingu sinni, þorir að kannast við þau lengur. Ekkert frekar en vísindamaður þorir að tala um ESP eða fljúg- andi furðuhluti þó hann kynni að hafa séð þó með eigin augum." þjóðfélaginu og hvar hin gagnrýna hugsun eigi heima. Við erum búin að hjakka í sama farinu síðast liðinbilljón ár og eina viðmið- unin, sem við höfum, er smekkur en hann leiðir okk- ur bara að næsta stigi eins og í tískunni; skammtíma- sjónarmiðin eru allsráðandi. íslenskir myndlistarmenn eru margir hverjir blindir á sam- félagið og engar hreyfingar starfandi eins og á tímum SÚM. Það er engin hugsjón því hún er einn af þeim hlut- um sem búið er að brenni- merkja og má ekki vera með. Menn eru að pukra hver í sínu horni en ef þeir þora að sþyrja áðurnefndra sþurninga getur fámennið kannski þjappað okkur sam- an og leitt til endurmats. Ekki innan listarinnar heldur ramma listarinnar; ekki hvað þú skapar heldur hvað þú gerir við það. Á því þarf að fara fram róttæk endurskoð- un.“ HNEYKSLI ALDARINNAR En hefur þessi endurskoð- un ekki farið fram í gegnum 3. TBL. 1994 VIKAN 55 MYNDLIST
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.