Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 56

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 56
MYNDLIST marxíska skólann sem hefur verið allsráðandi í myndlista- gagnrýni á undanförnum ár- um? „Mér finnst þeir á margan hátt vera hræsnarar. Þeir hringelta skottið á sér í alls- konar orðaleikjum og skrifa tungumál sem aðeins sér- fræðingar skilja. Þetta eru menn sem boða einhvers- konar alþýðuhugsjón sem er algjör mótsögn við hátterni þeirra. Þeir fordæma og gagnrýna allt saman án þess að benda á nokkrar úr- lausnir. Þegar þú ferð að horfa á þetta í víðara sam- hengi þá sérð þú að hinn marxíski skóli þrífst á því að gagnrýna hið kapitalíska hagkerfi. Þetta er enginn smá fjöldi sérfræðinga og heilu háskólarnir eru undir- lagðir af þessari umræðu. í dag eru forsprakkarnir skriðnir út úr andspyrnu- byrgjum sínum og sestir í ráðherrastóla margra stærstu safnanna. Marxis- minn er því engu betri en blóðsuga með óvenju stóran heila. Hann lifir á gagnrýni sinni á kapítalismanum án þess að ögra honum nokk- urn tímann af alvöru. Ef hann gerði það mundi hann kála sinni eigin mjólkurbelju. Engu að síður verður að segja marxismanum til hróss að hann hefur verið sá hverf- isteinn, sem bestu gagnrýn- ishnífarnir hafa verið brýndir á, og án hans tilvistar væri ég sennilega ekki að hjala þetta. Lausnin, ef hana er að finna, felst ekki í að for- dæma málverkið vegna þess að það var notað til að metta uppamarkaðinn á síð- asta áratug eða minimalis- mann eða yfirhöfuð nokkurn skapaðan hlut. Lausnin er að skoða heildarmyndina og taka afgerandi stefnumið." Hvað finnst þér um stefnu íslenskra stjórnvalda í menningarmálum ? „Hún einkennist af tvi- skinnungi og það er nánast enginn stuðningur við menn- ingarlífið í landinu. Myndlist er orðin fóður fyrir fjölmiðla- na sem þeir geta leikið sér með á yfirborðslegan hátt til að fylla upp í dálksentímetr- ana og sá listamaður sem er flinkastur að kjafta fær mestu athyglina. Listin er aðeins aukaatriði og átylla til að koma sér á framfæri og „meika það“ eins og sagt er. Litið er á listamenn á íslandi sem léttgeggjaða sérvitringa sem þurfa að engjast um í krampaflogum til að skapa. Sú goðsögn gengur ennþá fjöllunum hærra að listamað- urinn sé einhverskonar súp- er-næmur móttakari sem tekur á móti skilaboðum frá yfirnáttúrulegum verum og túlkar þau í gegnum verk sín. Þetta er ekkert annað en afdanka hugmynd frá tímum klerkaveldisins. Myndlist er ekkert öðruvísi en önnur vinna en samfélag- ið vill ekki viðurkenna hana sem slíka. Þegar hinsvegar mikið liggur við og fegra á landið í augum umheimsins eru listamennirnir dregnir úr glerbúrum sínum og sendir erlendis til að sýna fram á að sjálfstæð hugsun og menn- ing þrífist vel í landinu. Þá þykir ekki verra ef þetta get- ur aukið sölu á útflutningsaf- urðum okkar. Það vita allir að það er varla krækiberi í helvíti eytt í myndlistina en í áramótaávarpi forsetans og við önnur hátíðleg tækifæri láta stjórnvöld í veðri vaka að þau setji menninguna jafnfætis efnahagslífi þjóðar- innar. Svoleiðis froðusnakk er ekkert annað en opinber glæpamennska, valdakúgun í sinni svörtustu mynd, líkt og hið tilvonandi Erró-safn á Korpúlfsstöðum, einn sví- virðilegasti skandall þessar- ar aldar. Fólki veit almennt ekki nóg um þetta en það á að eyða einum komma fjór- um milljörðum undir verk manns sem er nánast út- lendingur. Þetta eru áratuga framlög stjórnvalda til mynd- listar í landinu. Stór nefnd af háttsettum vinum, klíku- bræðrum og öðrum ríkis- launuðum goðsagnarsmið- um, var send til Frakklands til að taka í spaðann á Erró og óska honum til hamingju með „míg-hrifningu“ þjóðar- innar á list hans. Hver segir að Erró sé svona mikill stór- lax þó hann geti rennt stór- kallalega fyrir laxa handa pressunni þegar hann kemur heim á sumrin til að segja frá heimsfrægðinni; Gunnari Kvaran, forstöðumanni Kjar- valsstaða, Mattíasi Johann- essen ritstjóra Moggans, og Davíð Oddssyni. . .!!!! Erró er smápeð í heimslistinni, stækkunarglersnóta í sögu popplistarinnar. Þessi verð- launaafhending fór fram á sama tíma og skúlptúrfélag- inu, sem áður hafði vinnuað- stöðu á Korpúlfsstöðum, var sparkað út, Listasafn íslands á í vandræðum með að halda launuðum starfsmönn- um við yfirsetu á verkum sin- um og hefur varla efni á aumustu verkum eftir okkar helstu listamenn og Nýlista- safnið, sem er eina safnið sem lætur íslenska sarh- tímalist sig öllu varða, er í fjársvelti. Listamenn eru sömuleiðis alveg að gefast upp á því að geta ekki selt nein verk.“ SÖFNIN ÉTA SKÍTINN ÚR SJÁLFUM SÉR Hvað er þá helst til ráða í þessum efnum? „Þetta er ofsalega stór og flókin spurning og mér dettur ekki til hugar að ég geti svar- að henni til hlítar. Þróunin er mjög svipuð hér og erlendis. Yfirlitssýningar og samsýn- ingar eru efst á baugi hjá söfnunum sem leggja alltaf meira og meira upp úr sölu á póstkortum og gjafavörum. Það er alltaf verið að reyna að slá í gegn með einhverj- um stórsýningum eða“ blockbusters" og fínum kaf- fikrókum. Ég held að sýning- arstefnan öll sé komin í ógöngur og safnið sjálft sem stofnun jafnvel orðið úrelt sem slíkt. Við þurfum að horfa á stóru myndina og breyta samfélaginu til að breyta myndlistinni, eins og ég sagði áðan. Það þarf að krukka í umgjörðina og sþyrja grundvallar spurning- anna. Við hjökkum í sama farinu, það eru alltaf sömu litlu klíkurnar, sem berjaöt fyrir hagsmunamálum sín- um, og þetta á sér stað alls staðar innan samfélagsins. Ég held og vona að mynd- listin sé sá vettvangur sem getur byrjað að breyta þessu. Spurningin stendur um hver velur og dæmir hvað sé merkilegt. Níutíú prósent af því, sem fer inn í söguna, er það sem er í tísku hverju sinni og mest er blaðrað um. Það er þvi búið að læsa söguna inn í falska umgjörð og það er akkúrat þetta mál með tískuna sem þarf að taka til athugunar því smekkurinn ákvarðar hvern- ig við högum okkur innan samfélagsins. Þetta er hin marxísk-kaþítalíska efnis- hyggja í hnotskurn. Hún byggist á smekk, annars mundi tískumaskínan og auglýsingabatteríið og allur tröppustrúktur auðvaldsins, sem það stendur undir, ekki fúnkera. Ef þú tekur þetta í sundur þá sérð þú að allt ræðst af þessum smekk. Hann er síðan notaður, jafn afstæður og hann er, til þess að hólfa fólk niður og umb- una því. Það þarf að ganga að honum og opna umgjörð- ina en ég held að söfnin, eins og þau eru rekin í dag, séu ófær um að spyrja þess- ara spurninga. Ef þau færu að gera það mundu þau ógna eigin tilvist. Það hefur reynst þeim nógu erfitt að taka inn list sem gagnrýnir þau og tekur þjóðfélagið á beinið. Þeim hefur samt tek- ist að stilla þessari list upp á sýningum og eru því farin að éta skítinn úr sjálfum sér. Ef þau færu hinsvegar virkilega að krukka í þessi málum mundi það pottþétt, 100% garantérað, valda tortímingu þeirra. Hannes Sigurðsson er einn af fáum íslenskum myndlistaráhugamönnum sem hafa þekkingu og þor til að hafa sjálfstæða skoðun í dag. Það kom margt fleira athyglisvert fram í viðtali okkar en ekki er pláss til að rekja það hér. Það er hins- vegar ástæða til að hvetja lesendur, sem hafa áhuga á íslenskri samtímalist, til að fylgjast með sýningunum á Mokka og lesa greinar Hannesar sem stundum hafa birst í Lesbók Morg- unblaðsins. □ LAUSN Á SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + V+ + MÖ+ + X + + + + + + + ÞOLINMÆBI+AS + + + + + + AFÆTA+TALBNT + + + + + +MUNI+GULLINO + + + + + + BRANDUR + +GAN + + + + + NAM+NÁÐ+NEIND + SESS + SEF+IMBANN + V + 1SJÁ + KNÁR+ÓLM + MA1 + MÖAR+EN + ORÐA + HASS KAPLA + LIFRAUÐ + AN + + + G + DRAF + ÁRUR + MUNDA FLÓA + MILDAÐ + MESSUR + ÖRN + ARMÆÐA+ÁTTINA ÆÐA+RUM + M+ BÓLA + NAR + + + BEN + MARÍAS + ESRA VEKRINGI + +T + TIH + + 1LÝÐUR+SE1+ANDE + GÁTUR + ÁKI + IDNAR LIMUR + GLÁMUR+IL + UNIR+KEFLIR + GROB + K + + GÆFUMADUR + KR KOST+KAEADU + AG + O + NORNIN + + IR + FLOSI + FAREIND + ÁL + O+ EITRI + EIOINAPLI + KÁR N I + N ÞÁSKILDAGAT1ðI+ U N U N 56 VIKAN 3. TBL. 1994 + w + cq <3 E-<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.