Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 58
FERÐALOG
FRH. AF
BLS. 11
frá Kína til Indlands gegnum
skarð í Himalayafjöllum, upp
í 4.000 metra hæð. Hindúar
flykkjast þessa leið í píla-
grímaför því eitt af upptökum
Gangesfljótsins heilaga er
þarna. Þeir koma til að baða
sig í sem hreinustu vatni og
trúa því að við það hreinsist
þeir af öllum syndum.
„Þarna er líka jarðgas og lítill
logi stendur út úr berginu.
Fyrir hindúum er þessi logi
opinberun guðdómsins en
hvað okkur varðar er þetta
ekkert annað en pínulítið
jarðgas,“ segir Magnús.
„Það er þó ekki laust við að
maður verði svolítið léttur í
höfðinu í þessari hæð, svo
mér fannst þetta raunar allt
fjári merkilegt. Ég lagði þó
ekki í að baða mig þarna í
fimm stiga næturfrosti en
fannst magnað að hindúarnir
komu gangandi alla þessa
ieið, sumir berfættir að
klöngrast grýtta slóðina, sem
var viku ganga frá síðustu
rútustöð. Við gengum frá
einu þorpi til annars og þurft-
um að fara yfir þrjú fjöll til að
komast í skarðið sem var
mjög þröngt og djúpt. Á ein-
um stað þurfti að fara yfir
hengiþrú, þar sem fallið hef-
ur verið um 200 metrar,"
segir þessi frændi Indiana
Jones.
EIN NÓTT í BANGKOK
Frá Nepal lá leiðin til Thai-
lands. Magnús segir and-
rúmsloftið í Thailandi, sem
alltaf hefur verið sjálfstætt,
annað en hjá þeim þjóðum
sem voru nýlendur. Thai-
lendingar eru sjálfstæðir í
hugsun og mjög stoltir af
sinni menníngu, klárir hand-
verksmenn og selja frábær-
lega fallega hluti fyrir lítið
verð. Maturinn er dásamleg-
ur og Thailendingar eru
mjög munúðarfullt fólk sem
sést strax á því hvernig þeir
klæða sig og bera sig.
Magnúsi fannst þægilegt að
vera þar vegna þess að
Thailendingar koma fram
sem jafningjar og eru ekki á
varðbergi gagnvart hvíta
manninum, eins og margar
þjóðir þar austurfrá. „Þeir
hafa skemmtilegan húmor
og finnst gaman að borða,
drekka og skemmta sér,“
segir hann. „Hins vegar var
hrikalegt að sjá kynlífsiðnað-
inn í Bangkok, sem er hrein-
lega Sódóma og Gómorra
okkar tíma. Bangkok er eig-
inlega eitt stórt rauðljósa-
hverfi og mellurnar voru utan
í manni allan tímann þótt
maður væri að ganga með
konunni sinni niður götu. Ef
maður sagði nei, var svarað:
„Þið getið komið bæði!“
Magnús sagði hægt að
ganga um tiltölulega óáreitt-
ur á daginn en um leið og
rökkva tæki skriðu þessar
verur næturinnar út. Borgin
breytist þá í úrkynjaða ver-
öld, fulla af máluðum strák-
um á hælaháum skóm, per-
vertum og Vesturlandabúum
í haugum að notfæra sér
neyðina. „Rauðljósahverfin í
evrópskum og amerískum
borgum eru ekkert annað en
kotbúskapur miðað við
þennan stóriðnað þarna.
Svo gerir maður sér grein
fyrir því að stelpurnar sem
eru að selja sig, fara síðan
heim í tötrakofann, þar sem
ástandið er alveg rosalegt."
ÓSÝNILEG
LANDAMÆRI
TRÚARBRAGÐANNA
Malasía var næsti viðkomu-
staður. Magnús segir
skemmtilegt að vera þar þótt
íþúar séu að vísu múslimar
sem álíta kristna menn
nokkurs konar höfuðand-
stæðinga sína. „Samfélag
sem byggir á allt öðrum gild-
um og ólíkri menningu virkar
mjög framandi, svo allir for-
dómar og ótti fara í gang.
Þarna er farið yfir ósýnileg
landamæri; nýtt fólk, nýir sið-
ir og nýtt mataræði. Við
komuna til Ástralíu þurfti svo
eiginlega að laga sig að
vestrænum gildum upp á
nýtt,“ segir hann.
Bretar réðu ríkjum í Mala-
síu, og fluttu inn ódýran
vinnukraft, aðallega tamíla
og Kínverja. Allar borgir hafa
því kínversk og indversk
hverfi. Magnús segir best að
leigja hótel af Kínverjum, þar
sé hreinlegast og snyrtileg-
ast, og borða svo hjá Ind-
verjum. Þetta gilti líka í
Singapore, en þar er meiri-
hlutinn kínverskur, auk þess
sem þar búa malajar og Ind-
verjar.
„Singapore er mjög skrítin
blanda af nýtísku amerískri
borg og asíulíferni. Þar er
sérstaklega hreint en allt úr
stáli og gleri, því verið er að
eyða gömlu borginni. Sjarm-
inn er því farinn en þarna er
vissulega gott að versla, því
Singapore er fríhöfn. Önnur
borg í Malasíu heitir Penang
og minnir mjög á gömlu
Singapore. Hún stendur á
lítilli eyju við vesturströndina
og þar er mjög gott að vera
og ekki síðra að versla en í
Singapore.11
ANDFÆTLINGARNIR
„Vesturströnd Ástralíu var
næsti áfangastaður. Við vor-
um orðin blönk þegar við
komum til Ástralíu eftir sex
mánaða ferðalag um Asíu,
svo við byrjuðum á því að fá
okkur vinnu við eþlatínslu. Þá
er maður í Iftilli körfu sem
keyrð er milli trjánna. Þá var
hásumar hér heima en vetur í
Ástralíu svo hitinn var þolan-
legur, um 20 gráður. Ástralía
er eins og önnur pláneta.
Þarna er ekkert landslag,
þetta er skógur, með mjög
furðulegum, hávöxnum trjám.
Sem dæmi um þau eru
eucalyptustrén með flagnandi
börkinn og flöskutrén, alveg
eins og flaska í laginu, með
krónu ofan á stútnum. Þá er
dýralífið ekki síður framandi.
Eftir að vinna við tínsluna í
mánuð, fórum við síðan á
puttanum yfir þvera Ástralíu
og fengum vinnu á naut-
gripabúi með um tíu þúsund
nautgripum. Þar var ég hálf-
gerður kúreki í vinnu hjá
þremur bræðrum, sem áttu
þennan búgarð í þriðja ættl-
ið. Afi þeirra var landnemi
þarna og búgarðurinn var
fleiri þúsund ekrur, svo farið
var yfir á mótorhjólum og bíl-
um. Fyrir sölu voru gripirnir
reknir á besta landið til að
fita þá, svo stór hluti vinn-
unnar á búgarðinum fólst í
að reka gripina á milli. Fleiri
hundruð kílómetra langar
girðingar þurftu mikið við-
hald. Girðingaviðgerðir voru
því mitt aðalstarf og fór ég
ýmist með gaddavírsrúlluna
á mótorhjóli eða á hestbaki,
eftir því hvernig landslagið
var. Þess á milli tók ég þátt í
nautgriþarekstri og fyrsta
vinnudaginn lenti ég einmitt í
rekstri nokkur hundruð tudda
milli girðinga. Ég var settur
upp á hest, rosaflykki, en
hafði síðast farið á hestbak
tíu ára gamall. Þarna voru
tuttugu karlar að reka og
einn bræðranna lét mig fá
eldspýtustokk, og sagði: „Þú
færð ekki byssu fyrr en við
þekkjum þig, en þú hefur
eldspýtustokkinn. Ef við týn-
um þér, skaltu ekki reyna að
leita að okkur. Við leitum
heldur ekki að þér fyrr en
rekstri er lokið. Kveiktu bara
eld og bíddu rólegur. Þú
finnst þá í nótt eða á morg-
un. “ Þetta var mér næg
hvatning til að haldast á jálk-
inum þangað til rekstrinum
lauk. Ég var svo þreyttur og
sár eftir heilan dag á hest-
baki, að ég gat varla gengið
og ekkert sofið fyrstu nótt-
ina. Svo vandist þetta nú,“
segir farandverkamaðurinn.
Býlið var svo einangrað
að ferð niður að næstu
krossgötum tók rúman
klukkutíma á mótorhjóli, en
þar var eina verslunin í hér-
aðinu. Heimamenn víluðu
það þó ekkert fyrir sér og
óku gjarna f tvo, þrjá tíma til
að komast í bíó. Stærri
bændur eiga þó yfirleitt flug-
vélar og fljúga þá hreinlega
til Brisbane eða annað til að
versla, því akstur þangað
tekur einn til tvo daga. Til
marks um landflæmið var
landareign búgarðsins sem
Magnús var á, á stærð við
Árnessýslu, en hann var þó
aðeins meðalbýli.
Magnús segir tiltölulega
auðvelt að verða sér úti um
slíkt starf vegna þess að
Ástralir vilji ekki vinna land-
búnaðarstörf og þau þyki illa
borguð. „Ég hafði fjóra doll-
ara á tfmann en það var
engu hægt að eyða þarna úti
í fásinninu, svo ég gat lagt
| fyrir, auk þess hve skemmti-
■ Bangkok varð háborg vændis í heim-
inum í Víetnamstríðinu, þegar banda-
rískir hermenn fóru að streyma þangað í
frí. Búddistar eru umburðarlyndir í kyn-
ferðismálum svo lauslæti og vændi hefur
löngum verið ríkjandi í Thailandi. Mörg-
um ferðamanninum blöskrar þó klámið-
naðurinn og vændið því þarna standa til
boða allar þær útgáfur af öfuguggahætti
sem hægt er að gera sér í hugarlund.
58 VIKAN 3.TBL.1994