Vikan


Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 59

Vikan - 21.03.1994, Blaðsíða 59
í Ástralíu vann Magnús um nokkurt skeiö á meóalstóru naut- gripabúi - þó á stærö vö Árnessýslu. legt var að vera þarna," segir Magnús. „Þetta var allt öðruvísi heimur en við eigum að venjast og mjög einangrað- ur. Sveitafólk í Ástralíu er fremur óupplýst, lítil áhersla er lögð á menntun og tölu- vert er um ólæsi. Gildin eru einföld; karlarnir voru harðir og kerlingarnar töff. Stund- um fannst mér ég vera í villta vestrinu á síðustu öld. Vinnuharkan var ótrúleg, það var unnið sleitulaust frá sólarupprás til sólarlags. Kúrekarnir kölluðu mig alltaf „helvítis útlendinginn", sem var að vísu orðið hálf- gert gælunafn í lokin en ég held þeir hafi aldrei vitað hvað ég hét. Vitanlega var þetta Ijúf- asta fólk inn við beinið, en hugtök á borð við jafnrétti kynjanna voru á svipuðum grundvelli og var hér fyrir 200 árum,“ segir hann. STEINALDAR- MENNIRNIR Á búgarðinum voru nokkrir frumbyggjar í vinnu. Magnús segir þá hafa verið á steinald- arstigi fyrir 100 til 200 árum þegar hvíti maðurinn hélt inn- reið sína og hafa lítið þrosk- ast síðan. „Þetta er trygglynt fólk en mjög andlega beygt og horfir aldrei í augu manns. Þeir eru snillingar á hestum og kunna vel á landið, líkt og Indíánar. Þeir lifa í tvenns konar raunveruleika, því draumaheimurinn er þeim jafn raunverulegur og raun- heimurinn er okkur. Hugtakið „eign“ er ekki til hjá steinald- arfólki og þeir deildu með sér öllum hlutum. Bretarnir skutu þá í haugum, héldu þá alltaf vera að stela frá sér, þegar þeir tóku það sem hendi var næst. Ég kynntist líka fyrirbær- inu „walkabout" en þá standa þeir upp og fara, hvað sem þeir eru að gera, án þess að kveðja kóng né prest. Þeir ganga hreinlega af stað, eins og þeir séu kall- aðir. Þá eru þeir að fara að hitta ættingja sína, hugsan- lega í mörg hundruð kíló- metra fjarlægð. Svo koma þeir kannski aftur að hálfu ári liðnu. Það var þvf mjög sérstök reynsla að vinna með þeim og þeir eru mér minnisstæðastir af þvi fólki sem ég hitti þarna," segir Magnús. MERKI FARAND- VERKAMANNSINS Af búgarðinum fóru Magnús og Catherine til Nýja-Sjá- lands og voru þar í aðra sex mánuði. „Það er dásamlegt land og þar byrjuðum við á því að fara á skíði á Suður- eyjunni, í 3.000 metra háum fjöllum. Eftir skíðafríið flækt- umst við um, ég vann við að mála hús og spila á börum. Ég var alltaf með hljóðfærið með mér og stundum datt maður inn á bari og fékk tíu til tuttugu dollara fyrir að spila, eitthvað að borða og nokkra fría bjóra,“ segir Magnús. Hann segir Márana, frum- byggja Nýja-Sjálands, hafa verið sérlega hrifna af ís- lenskum lögum á borð við „Sestu hérna hjá mér, ástin mín.“ Márarnir kunnu ekki að syngja þegar hvíti maðurinn kom til Nýja Sjálands, en gleyptu við taktinum og söngur er nú stór hluti menn- ingar þeirra. Magnús segir þeim þó ekkert vel við hvíta manninn sem kom og stal landinu þeirra en að sjálfur hafi hann komist vel inn á þá. „Tónlistarmaður eins og ég á auðveldara með að gefa af sér en margur annar, með því að spila eitt lag þeg- ar komið er svolítið stuð í mannskapinn. Hvítt fólk fór lítið inn á þeirra bari en í fá- fræði minni gekk ég beint inn með minn gítar og kynntist ég nokkrum þeirra ágæt- lega,“ segir hann. Auk þess að spila á Mára- þörum gekk Magnús á milli og bankaði upp á þar sem hann sá hrörleg hús. Þar bauðst hann til þess að taka til í garðinum og mála húsið að utan. Þannig fékk hann nokkur verkefni og hafði þá fasta vinnu í eina viku í senn, við að mála hús og snyrta garða. Á Nýja Sjálandi gistu þau hjónakornin ýmist í tjöldum, eða hjá kunningjum. Alla ferðina höfðu þau ekkert meðferðis utan sitthvorn bakpokann, með tvenna skó, sokka, nærföt og boli til skiptanna. Hinum ungu og áræðnu er ekkert ómögu- legt. RIGNING í REYKJAVÍK Magnús segir verðmætamat sitt hafa breyst við heims- reisuna. „Ég var bara strákur frá Seyðisfirði þegar ég lagði upp í ferðina. Að vísu hafði ég búið í Evrópu en Reykja- vík er brot af Evrópu. Hún á hins vegar vart eitt einasta atóm sameiginlegt með As- íu. íslendingar sem eiga kost á því að heimsækja þriðja heiminn ættu ekki að sleppa því vegna þess að það er holl reynsla. Við komuna til íslands hafði ég verið í burtu í sex ár og fannst ég kominn á mörk hins byggilega heims. Mér fannst Reykjavík alveg fár- ánlega ömurleg, það rigndi náttúrulega i sex vikur og svo skall á þetta verkfall op- inberra starfsmanna. Ég ætl- aði aftur í tónlistarkennslu en það var enga vinnu að fá. Mér fannst allir íslendingar vera nöldrandi út af einhverj- um smáatriðum og fyrst eftir heimkomuna fannst mér þeir allir asnar; millar að væla út af einhverjum þúsundköllum. Maður heyrði fólk í ágætis starfi, með sitt hús og bíl, vera að kvarta og kveina. Eftir að vera innan um fólk þriðja heimsins virkaði slíkur söngur fáránlegur, að svona ríkt fólk þættist vera á bjarg- brúninni. Bjargbrúnin er vit- anlega huglæg en íbúar Ind- lands eru að berjast fyrir lífi sínu daglega. Eftir að búa á ítalfu fannst mér vanta alla lífsgleði - hér var bara nöldur og rigning og suddi og væl. Ég var kominn á fremsta hlunn með að fara út aftur þegar ég fékk þetta starf op hef ílengst hér í tæp tíu ár. I dag geri ég mér Ijósa grein fyrir þvi að það eru al- ger forréttindi að búa á ís- I landi.“ □ 3. TBL. 1994 VIKAN 59 FERÐALOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.