Vikan


Vikan - 21.03.1994, Síða 63

Vikan - 21.03.1994, Síða 63
SKOP Þau voru nýgift þegar hann sagði við hana: „Nú erum við gift þannig að þú verður alltaf að segja mér allt.“ Jú, hún hélt að það væri kannski möguleiki en sá síðan gaiia á gjöf Njarð- ar: „En ég veit bara ekki allt!“ „Ætli þú getir hafa móðgað kærastann hennar Gunnu okkar. Hann hefur ekki látið á sér kræla í nokkrar vikur," sagði frúin við mann sinn. „Það getur ekki verið. Hans hefur þó ekki orðið vart síð- an ég sendi honum sím- reikninginn fyrir nokkru," svaraði karl að bragði. „Hvað myndirðu segja ef ég kyssti þig beint á munninn?" spurði unga stúlkan strákinn sem hún var með á föstu. „Hva, ætli ég myndi fara að haida einhverja ræðu á meðan á því stæði," sagði hann þá. Og við höldum áfram með hjóna- og kærustuparasög- ur. Hann spurði hana hvort hún vildi heldur; verða pipar- mey eða giftast bjána. „Ég er hrædd um að ég geti bara ekki svarað þessu bónorði þínu svona samstundis," var svarið. „Strákurinn hefur farið í veskið mitt og tekið úr því alia peningana," sagði pabbinn sótsvartur af bræði. „Af hverju gæti það ekki hafa verið ég,“ svar- aði mamman sem sam- stundis fór í vörn fyrir drenginn sinn. Og ekki stóð á svarinu: „Af því að þá hefði eitthvað lítilræði orðið eftir!“ Blindur maður gekk betlandi um. „Gefið blindum pening, þó ekki væri nema hundrað- kall.“ Maður, sem hann mætti, svaraði: „En þú ert ekki blindur nema á öðru auganu.“ Blindi maðurinn hugsaði sig um og sagði síð- an: „Jæja, hafðu það þá bara fimmtíukall!" Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda •QBUUB BUUBJBJ -H?u jnjsunjðj 9 *nu|j?M j Jn||nj jb6u3 g uuijjoi) uuund?>|s jbuuv 'p 'OIJJOn nuuo>njjB>| 6ubjpubh 'G 'JnuuQ 6uju>j>jBd!jjB>j z 'JjujJOij jiujphsjuui j. ijpubjbjjíjjb ma jBÖUiJÁajg STJÖRNUSPA HRUTURINN 20. mars - 20. apríl Þú lendir í aðstæðum sem krefjast skjótra ákvarðana. Þú ættir ekki að verða í vandræðum með slíkt því að þú ert ekki óvanur því að þurfa að vera fljótur að hugsa. Þú munt þurfa að treysta á innsæið í stað þess að halda þig eingöngu við staðreynd- irnar. Ekki er allt sem sýnist. NAUTIÐ 21. april - 21. maí Góður vinur þinn, sem er verulega peninga þurfi, leitar á náðir þínar. Það er ekki í þínu valdi að hjálpa honum í bráð því að vandi hans krefst langtíma ráðgjafar og áætlunar. Reyndu að gefa honum góð ráð eigi að síður sem þú getur byggt á eigin reynslu. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Þér líkar vel í vinnunni eða skólanum og það gefur þér mikið. Þú ert því einstaklega upptekinn af því sem þú ert að fást við og notar inn- sæi þitt og sköpunarhæfileika til hins ýtrasta. Yfirmenn þínir í vinnunni (eða kennararnir í skólanum) verða þessa áskynja og gefa þér byr undir báða vængi. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Það rfkir andlegt stríð á vinnustað þínum, eða bekknum f skólanum, og allir keppast um að vinna það. Ef þú lætur sem ekkert sé, tekur ekki þátt og forðast að láta aðra hafa áhrif á þig, gætu málin farið að snúast þér i hag og þú jafnvel orðið sigurvegari. Hvað sem öllu Ifður virð- ist þú eiga spennandi daga framund- an. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þú ert fremur latur og væru- kær þessa dagana og auðvitað hefur hver og einn leyfi til þess öðru hverju. Þú ættir samt að taka þér eitthvað ákveðið og áþreifanlegt fyrir hendur þegar vinnu eða skóla sleppir og lyfta þér svolítið upp. Gott ráð væri að heimsækja gamla vini sem þú hefur ekki haft samband við lengi. VOGIN 24. sept. - 23. október Þú munt brátt komast að því að ekki er alltaf auðvelt að gera öllum til hæfis. Aftur á móti gætir þú spurt þig þeirrar spurningar hvort það sé í raun tilgangur lífs þíns að vera öðrum til geðs. Enginn hefur haldið því fram og því skaltu ekki taka það nærri þér þó að einhverjum eigi eftir að mislíka við þig. Það verður bara svo að vera. SPORÐDREKINN 24. október - 23. nóv. Atvinna þín eða nám krefst athygli þinnar núna meira en oft áður. Þú ættir ekki að láta það koma þér á óvart né vaxa þér í augum. Það trufl- ar þig þó að nú krefjast sum verkefnin þess að þú hugsir hlutina upp aftur og reynir að koma betra skipulagi á sitthvað. Slíkt veitir þér nauðsynlega þjálfun. BOGMADURINN 24. nóv. - 21. desember Stjörnurnar eru þér mjög í hag þessa dagana. Af þeim sökum á þér eftir að vegna vel á hverjum þeim vettvangi sem þú beinir kröftum þín- um og áhuga að á næstunni. Þú munt ekki þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum til að fá þá til að ganga upp - það mun koma af sjálfu sér. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar Óvænt útgjöld krefjast þess að þú þurfir að leita nýrra leiða til tekjuöflunar um sinn. Það reynist engin önnur leið út úr vandanum en sú að bæta við sig vinnu og við það verður þú að sætta þig. Þú munt finna ráð, sem kemur þér að gagni, en gættu þess að aðrir nái ekki að notfæra sér þennan tímabundna vanda þinn. VATNSBERINN 21. janúar -19. febrúar Það eru bjartir dagar fram- undan í lífi þínu. Áhugi þinn mun að einhverju leyti beinast inn á nýtt svið sem mun veita þér spennandi við- fangsefni til að glíma við. Þetta mun meðal annars opna fyrir þér mögu- leika til að sameina vinnu þfna og áhugamál, það hagnýta og hið ánægjulega. Gott fyrir þig. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þér finnst tilveran grá um þessar mundir og lítið drífa á daga þína. Staðreyndin er samt sú að það eru ekkert færri eða ómerkilegri hlutir að gerast núna fremur en endranær. Þér finnst það bara vegna þess að þú hefur kosið að draga þig inn í skel þína um stundarsakir. Um leið og þú kemur út úr henni fara hlutirnir að gerast. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Það er ekki á hverjum degi sem draumar rætast en slíkt mun ein- mitt gerast hjá þér á næstunni. Loks- ins mun þér takast að gefa þér tíma til að gera hluti sem þú hefur ætlað að láta verða af árum saman en aldrei fyrr haft tækifæri til. Það setur svo punktinn yfir i-ið að þetta mun reyast ennþá skemmtilegra en þú áttir von á. 3. TBl. 1994 VIKAN 63 STJORNUSPA

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.