Vikan - 21.03.1994, Page 66
FJOLSKYNDAN
Brúöhjónin og foreldrar þeirra. Pablo lengst til hægri viö hliö Helgu.
Hin börnin okkar þau En-
rique, Sesselja og Katla
María döfnuðu vel og fram-
tíðin virtist brosa við okkur.
Maðurinn minn vann í Kaup-
höllinni hjá föður sínum og
farnaðist vel. Við bjuggum
þarna í nábýli við fjölskyld-
una en samgangurinn varð
allt of mikill og langaði mig til
að við byggjum út af fyrir
okkur. Frá hans hálfu kom
það ekki til greina og þrátt
fyrir hrifningu okkar og ham-
ingjuárin okkar saman
fannst mér ég ekki geta búið
lengur í þessu húsi og það
kom til skilnaðar.
Ég fór til íslands með dæt-
urnar en eftir það flutti hann
úr húsinu og hefur aldrei bú-
ið þar síðan.“
Þegar þær urðu eldri kusu
þær að búa hjá pabba sínum
á Spáni svo að öll börnin
okkar Pablos búa úti og er
það ástæðan fyrir því að ég
fer til Spánar á hverju ári.
Enrique
heldur
ræöu
systur
inni til
heiö-
urs.
Enrique er að verða hag-
fræðingur og vinnur í banka,
Sesselja hefur unnið við
sjónvarp og Katla er söng-
kona.
Síðastliðið sumar giftist
Sesselja Jorge Le Monnier
sem er lögfræðingur í Barc-
elona. Var haldið veglegt
brúðkaup á búgarði föður
hennar í Villadrau fyrir utan
Barcelona. Þarna var haldin
stórveisla og komu til veisl-
unnar u.þ.b. þrjúhundruð
manns, meðal annars margir
frá íslandi.
Það urðu fagnaðarfundir
hjá mér og mörgum sem ég
hafði ekki séð allan þennan
tíma. Tengdamamma sat á
fremsta bekk í kirkjunni, ná-
lægt mér, og þegar verið var
að gefa brúðhjónin saman
tók hún um hendur mínar,
horfði í augun á mér og bað
mig að fyrirgefa. Þegar ég
brosti til hennar og kinkaði
kolli fannst mér friður færast
yfir hana.“
Það er gaman að hlusta á
Helgu segja frá og það sem
kemur hér fram er aðeins ör-
litið brot af því sem á daga
hennar hefur drifið. Hún
hyggur jafnvel á útgáfu ævi-
minninga sinna, áður en
langt um líður, og segist hún
eiga nóg efni í tvö bindi. Að
sjálfsögðu mun bókin heita
„Kem ég spánskt fyrir sjón-
ir?“ segir Helga og hlær.
Við kveðjum hana og
hlökkum til að fá að heyra
meíra síðar.
Katla María er nú flutt til ít-
alíu og á ítalskan kærasta.
Hann er frá Feneyjum og
Katla er búin að fá gott tilboð
um að syngja með þekktri ít-
alskri hjómsveit. □
ÁSKRIFTARSÍMI 812300
66 VIKAN 3. TBL. 1994