Vikan


Vikan - 21.03.1994, Side 72

Vikan - 21.03.1994, Side 72
 - - Jfl " A í Nönnu- koti er allt heimabakaö og kaffió sérmalaó. ► Nanna viö rauóa bílinn sem sjálfur rokk- kóngurinn átti, en fyrrum vinnu- veitandi Nönnu keypti síóar. ætluðu þau ekki að vilja sleppa mér. Þau vildu hvorki missa mig eða hundinn minn litla. Þegar þau vissu að ég færi vildu þau að minnsta kosti halda dýrinu en ég gat ekki skilið við hana svo við kom- um báðar heim. Til gamans má geta þess að Lenný er eigandi rauða bílsins hans Elvis Prestleys og hef ég setið í honum nokkrum sinnum og á mynd- ir af mér í þessum fræga bíl.“ Þaö er auðséð að minn- ingarnar ylja Nönnu og ólíkt er hlutskipti hennar núna á ísi köldu landi. Nanna safnar gömlum Ijóðum og vísum og er það hennar hjartans mál. Hún hyggur á útgáfu þess- ara Ijóða, sem hún fékk í arf frá móður sinni, handskrifuð f gamalli skrifbók, vestan af ísafirði. Einnig yrkir Nanna sjálf. Til fjarðarins síns sem hún elskar og hún á margt að þakka. Ljóðið „Til sjómanns- ins“ orti hún og lét mynd- skreyta og gefa út á korti. Fer hluti ágóðans í að styrkja þyrlukaup landhelgis- gæslunnar. Já, húsfreyjan í Nönnu- koti er sérstæð eins og reyklausa kaffihúsið henn- ar, þar sem allt er heima- bakað og kaffið sérmalaö. Á boðstólum eru m.a. jóla- kaka, gulrótarkaka, súkku- laðiterta og heimabakað brauð. Þetta er ef til vill sér- kennilegasta kaffihús sem Blm. og Ijósm. Vikunnar hafa komið á. Það er eins og maður sé að fara að heimsækja einhvern og það er hverju orði sannara. Við vorum að heimsækja hana Nönnu í Nönnukoti. Hana Nönnu sem yrkir Ijóð, leyfir engum að reykja, en stjanar við gesti sína eins og þeir hafi komið um langan veg og séu bæði svangir og þyrstir. En þeir eru það ekki lengi, stundin líður og verð- ur að einskonar Ijóði. □ 72 VIKAN 3. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.