Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 18

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 18
að nýju. Ég hefði kannski átt að feta sömu leið og Ben - fara í leyniþjónustuna, hugs- aði John. í>að var of seint að iðrast. En það var gaman að hitta Ben að nýju. Og það var líka hagnýtt. Ben starfaði fyrir C.I.A. og John hugsaði sem svo að það væri ánægjulegt að hann væri fyrsti af gömlu félögunum, sem Ben heim- sótti þegar hann kom frá Suður-Ameríku. Þeir höfðu fengið sér sam- an í glas og Ben hafði talað af sér. Hann hafði sýnt hon- um það sem átti að vera al- gjört leyndarmál. Stórt glas sem hann hafði með sér heim og átti að skila til til- raunastofu C.I.A. En það var vandamálið hans Ben að vera svolítið lausmáll. “Þetta er leyndardómur indíánanna. Baneitraður andskoti,” hafði Ben sagt. Og hann hafði bætt því við að það væri ómögulegt að finna þetta eiturefni við krufningu. Sá sem fær nokk- ur milligrömm af þessum skratta er óðar kominn inn í annan heim - og vonandi betri,” hafði Ben sagt og hlegið eins og honum einum var lagið. John fékk hugmyndina kvöldið sem þeir Ben voru að skemmta sér saman. Ben hafði sofnað í sófanum og þá laumaðist John í töskuna hans og náði í eiturflöskuna. Síðan læddist hann fram í baðherbergi, fann þar tómt meðalaglas og hellti í það nokkrum dropum af þessum banvæna vökva. Nú var hann með glasið í vasanum. Kerlingin hafði enga hugmynd um hvað hann ætlaði sér. Og þegar hún áttaði sig á því yrði það of seint. Hún hafði komið þeirri reglu á að þau löguðu kvöldkaffið til skiptis. Hún átti að gera það í kvöld. Loksins drattaðist hún til þess. Hún rétti honum kaffi- bolla, glotti svolítið og fór síðan fram til þess að skipta um stöð í sjónvarpinu. Hann horfði á bakhluta hennar. Að ég skuli hafa ein- hvern tímann haft geð í mér að kreista þetta og þukla, hugsaði John meðan hann laumaði nokkrum dropum úr glasinu út í kaffið hennar. Hún kom aftur inn í stof- una. Pað var undirfurðulegt glott á andliti hennar. John saup á kaffinu sínu. Hún fékk sér líka vænan sopa. Ekkert gerðist. Hún hélt áfram að drekka kaffið í mestu rólegheitum. Hvað ætli það taki langan tíma að virka, hugsaði John meðan hann saup á kaffinu sínu. Hún lagði bollan frá sér og horfði á hann. Síðan sagði hún í mestu rólegheitum. “John, - veistu það að eftir smá stund munt þú hníga niður og drepast!” “Hvað ertu að segja?” “Já, þú drepst eftir smá- stund. Það er eins gott að þú vitir það. Ég er búin að vera að undirbúa þetta í nokkurn tíma eða allt frá því að þú fékkst stóra vinninginn í Lottóinu og þessi lúðalegi vinur þinn kom í heimsókn. Ég held að það sé kominn tími til þess að segja þér að ég afbar það ekki lengur að búa með þér. Þú ert náttúru- laus drullusokkur. Ég heyrði hvað Ben sagði um eitrið sem hann kom með og ég náði nokkrum dropurn af því eftir að þið voruð dánir brennivínsdauða. Og núna laumaði ég nokkrum drop- um í kaffið þitt. Ég fæ alla Lottópeningana fyrir mig. Ég verð ekki í peningavand- ræðum þann tíma sem ég á ólifaðan.” Hún þagnaði skyndilega og það brá fyrir undarlegum glampa í augum hennar. John fann til svirna. Það sem hún varð að segja gat ekki verið satt. “Hvað áttu við?” Hann gat ekki sagt meira. Það var eins og risahönd gripi um háls hans og lamaði raddböndin. Krampakippir fóru um líkama hans og hann hneig niður í stólinn. í gegnum þoku sem lagðist fyrir augu hans sá hann að hún virtist kinka kolli í sí- fellu. John reyndi að brosa. En hann gat það ekki. Krampinn ágerðist. Hann sá að hún horfði undrandi á hann um leið og hún rann úr stólnum sínum og niður á gólfið. John féll líka úr stólnum og þau lágu þarna á gólfinu hlið við hlið. “Þetta er búið,” var það síð- asta sem John hugsaði. En lesandi góður! Hvernig í ósköpunum er hægt að lýsa þessari atburðarás. Það átti enginn að vera til frásagnar og rétt er að ítreka að eitrið finnst ekki við krufningu. Lausn á bls. 50 gnasamkeppni ^ Hefurðu verið að skrifa fyrir „skúffuna"? Er ekki kominn tími til að draga smásög- urnar þínar fram og leyfa öðrum að njóta þeirra? yíkan stendur fyrir smásagnasamkeppni þar sem til mikils er að vinna. Verðlauna- sagan verður birt í Vikunni og sigurveg- ari fœr tveggja vikna sólarlandaferð fyrir tvo til Portúgal með Úrval-Útsýn! Vikan verðlaunar einnig 5 góðar smásögur til viðbótar og birtir þœr í sumar. Æskileg lengd eru 3-4 vélritaðar síður og skilafrestur er til 17. júní. Skilið sögunni undir dulnefni og sendið með í lokuðu umslagi dulnefni, rétt nafn og símanúm- er. Dómnefnd skipa Ingibjörg Haraldsdóttir rit- höfundur, Þórarinn Eldjárn rithöfundur og Sigríður Arnardóttir, ritstjóri Vikunnar. Sendu Vikunni góða smásögu fyrir 17. júní og í haust gœtir þú notið sólarinnar í Portúgal!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.