Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 33

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 33
Ráð til að halda heimilisfriðinn VIRÐUM EINKALÍF BAR Meðan börnin okkar eru lítil eru þau háð okkur á allan hátt. Það er því stundum erfitt að átta sig á að þau eldast, verða sjálfstæðir einstaklingar sem eru færir um að sjá um sig sjálfir og eiga rétt á einkalífi. Sem foreldrar verðum við að hvetja börnin og unglingana til að deila með okkur gleði og sorgum, en einnig að vera þess meðvituð að þau þurfa svigrúm, ekki síður en við fullorðna fólkið. Hér koma nokkur ráð til að halda heimilisfriðinn Lestu aldrei dagbók barnsins þíns. Það getur verið freistandi, en dagbók er afar persónulegur hlutur þar sem börn og unglingar skrifa sínar leyndustu hugsanir - sem við eigum ekkert tilkall til. Ef þú lest óvart eitthvað í dagbókinni, hafðu þá hugfast að það sem þar stendur eru oft dagdraumar barnsins, sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Þegar vinir koma með börnin sín í heimsókn er ekki sjálfgefið að þú bjóðir þeim í barnaherbergið. Það er yfirráðasvæði barnsins og það á sjálft að ráða hverjum er boðið þangað inn. Biddu barnið þitt að lána gestunum leikföng sem hægt er að leika sér með annars staðar í íbúðinni. Ekki æða inn á klósett þegar barnið er að nota það. Þú verður að virða lokaðar dyr, jafnvel þótt þér finnist það hafa verið í gær sem þú þurftir að þurrka lítinn bossa. Það sama á við um baðherbergið. Börn eiga rétt á því að baða sig í einrúmi. Hitt er annað mál að það er leyfilegt að setja unglingnum tímamörk, banka á dyrnar þegar hinir í fjölskyldunni eru orðnir óþolinmóðir að komast að. Bankaðu áður en þú ferð inn í barnaherbergið. Ef þú gerir það að reglu strax eflir það sjálfsvirðingu barnsins og hvetur það til að sýna þér sömu tillitssemi. Eldri börn líta á herbergið sitt sem heilagt vé og er alls ekki vel við þegar þú mætir til að þrífa og taka til. Láttu barnið koma sjálft með óhreinan fatnað fram í þvottahús og láttu vita hvenær þú ætlar að þrífa. Gefðu því tækifæri til að taka til og fela það sem þú mátt ekki sjá. Annar kostur er auðvitað að láta barnið þrífa herbergið sjálft. Ekki hlusta þegar barnið talar í símann. Æskilegt er að staðsetja símann þar sem allir geta talað í einrúmi. Ekki bregðast trúnaði barnsins með því að tala um persónuleg málefni þess við aðra, sérstaklega að því viðstöddu. Það gerir þig að lélegum trúnaðarmanni. Ekki ræða líkamlegan þroska barnsins eða gera grín að einhverju sem það hefur trúað þér fyrir. EN MUNDU að engin regla er án undantekninga. Ef þig grunar að barnið þitt sé í einhvers konar hættu eða viðriðið eitthvað ólöglegt getur þú neyðst til að brjóta allar þessar reglur- hlutverk þitt sem verndari barnsins gengur fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.