Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 6

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 6
Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson og myndir úr fjölskyldualbúminu MAMMA BJARKAR stundar austurlenska bardagalist og spilar á skálar Hún segist vera blessunar- lega laus við ágang fjöl- miðlamanna jafnt hérlendis sem erlendis. “Það veit eng- inn hver ég er” segir hún og er þakklát fyrir það. Það er líka vel hœgt að ímynda sér ónœðið sem þessi kona yrði fyrir ef blaðamenn í Bretlandi vissu að hún er mamma frœgasta íslendingsins í útlöndum - Bjarkar. Hildur Rúna Hauks- dóttir er hlýleg og þægileg kona sem býr í allt öðrum heimi en dóttir hennar. Heimurinn hennar Hildar er friðsæll og rólegur og hún er lítið fyrir að láta á sér bera. Segist finna til með Björk þegar fjölmiðlafólk eltir hana og segir þetta hljóta að vera mjög erfitt líf. Hildur býr ein í litlu rað- húsi á Seltjarnarnesi. Þegar horft er út um stofugluggann hjá henni blasir við gras- lendi, sjór og Snæfellsjökull. Hún er viss um að þetta hús hafi beðið eftir henni: “Ég vil vera nálægt mið- bænum - en samt í algjörri friðsæld. Þótt ég sé að vissu leyti miðbæjarbarn, þá er ég líka náttúrubarn. Ég þoli illa þegar þrengt er að mér.” En byrjum á byrjuninni: HAFÐIÁHUGA Á FÓTBOLTA OG HASAR- LEIKJUM Hildur Rúna Hauksdóttir er Reykjavíkurbarn, fædd á Grenimel 5, í húsi sem hún kallar “fjölskylduhús”: “Ég fæddist á heimili fóstur- foreldra rnóður minnar og er eina barn foreldra minna, Guðrúnar Ásmundsdóttur og Guðjóns Tómassonar, en ég er alin upp hjá fósturföður mínum, Hauki Guðjónssyni, gullsmið og múrara, sem ætt- leiddi mig þegar ég var um fermingu. Ég á tvö hálfsystk- ini, sammæðra, þau Hrefnu og Sverri Gísla, en yngsta fóstursystkini móður minnar er aðeins þremur árum eldra en ég, þannig að ég var yngsta barnið á því heimili í fjögur ár þar til mamma gifti sig. Þetta var algjört fjölskyldu- hús; ættingjar á öllum hæðunr og alls staðar hægt að læða sér inn. í þá daga voru aldrei nein vandræði þótt eitthvert barnanna veiktist, það var alltaf einhver í húsinu til að líta eftir. Því miður hefur þjóðfélagið breyst svo mikið að fjölskyldumynstur eins og þetta er nánast ekki til. Það var svo mikið flökkueðli í mér, að ég var merkt með nafni og símanúmeri frá tveggja ára aldri! Ég var allt öðruvísi en aðrar stelpur og hafði mestan áhuga á fótbolta og hasar- leikjum. Yfir í þá leiki skipti ég þegar vinkonur mínar fóru að gera eitthvað sem ég hafði ekki áhuga á. Ég held ekki að ég hafi verið undir áhrifum frá strákum, heldur var þetta mín leið að mótmæla barnapössun og heimilisstörf- um sem ég var alin upp við að sinna. I þá daga var algengt að stelpur gengju snemma í slík verk, og ég passaði til dæmis alltaf börn á sumrin austur í Mýrdal, þangað sem ég var send í sveit. Þar kynnt- ist ég líka álfurn í hólum...” Spilað á tíbetska skál. Þær eru búnar til úr sjö frummálmum og gefa frá sér sterkar burðarbylgjur sem hreyfa við atómum í umhverfi og líkama og leysa úr læðingi höft og fyrirstöður og auka orkuflæði. UPPREISNA RSEGGUR Hún segist alltaf hafa verið uppreisnargjörn og svolítill forsprakki í sér. Þess vegna var það hún sem stóð fyrir mótmælum í upphafi gagn- fræðaskólaáranna í Gagn- fræðaskólanunt við Lindar- götu þar sem stúlkur mót- mæltu því að fá ekki að læra smíði: “Við höfðum betur og vorum fyrsti stelpubekk- urinn sem fékk að læra smíði við þann skóla,” segir hún og brosir að endurminning- unni.”Hins vegar fengum við auðvitað ekki að smíða neitt af alvöru! Við vorum settar í að saga út og pússa skraut- nælur, ekki alveg það sem við höfðum haft í huga þegar við efndum til mótmælanna! Auðvitað varði smíðakennsl- an bara þennan eina vetur 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.