Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 20

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 20
vanmr VIKAN GRÆNT OG VÆNT HAFSTEINN HAFLIÐASON GARÐ YRKJUFRÆÐING UR Hafsteinn Hafliðason garð- yrkjufrœðingur fjallar um fjölmargt grœnt og vœnt á blómasíðu Vikunnar. Hann svararfyrirspurnum og gefur lesendum góð ráð um gróður og garða. Skrifið til; „Grœnt og vœnt”, Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Æskilegt er að nafn og símanúmerfylgi bréfinu og ekki vœri verra að láta Ijósmynd afblómum eða jurtum sem spurt er um, fylgja með. Súrfínían - hin nýja stjarna. Tóbakshorn eða petúníur hafa ver- ið vinsæl sumar- blóm hér á landi í meira en þrjá- tíu ár. Þau henta prýðilega í svala kassa, hengipotta og blómaker þar sem ekki er of vindasamt og sólar nýtur vel nokkrar klukkustundir á dag. En tóbakshorn, eins og við þekkjum þau, eru afurð hnit- miðaðra jurtakynbóta þar sem blandað hefur verið saman erfðaeiginleikum nokkurra villtra tegunda af petúníu-ætt- kvíslinni frá Mið- og Suður-Am- eríku. Tóbakshornin eru flest fjölærar jurtir úr fjallahéruðum þessa landsvæðis. Þar er svalt í veðri á veturna og á næturna - en sumardagarnir eru sólríkir og til- tölulega hlýir. Tóbakshorn eru náskyld tóbaki - og tómatar, kartöflur og paprika eru fjar- skyldari ættingjar. Öll eru þau af 20 Kartöfluætt. Garðyrkjumenn byrjuðu að þróa tóbakshornið fyrir svo sem fimmtíu árum og úrval blómlita er orðið afar fjöl- breytt. Upphaflegu litirnir voru dökkbláir, hvítir eða bleikir - en á kynbættu yrkjunum spanna þeir nú orðið allan skalann frá fölgulu, eldrauðu og yfir í rauð- fjólublátt í öllum blæbrigðum, fyrir utan frumlitina. Vaxtarlag og ýmsir aðrir eigin- leikar hafa einnig þróast við þessa ræktun þannig að nú er hægt að fá tóbakshorn sem ým- ist eru þybbin og lág, hávaxin eða skriðul. Líka eru til tóbaks- horn með fylltum blómum. Blómstærðin er einnig mismun- andi eftir stofnum og yfirleitt gildir sú regla, að eftir því sem blómin eru stærri þeim mun færri verða þau á hverri plöntu. En um 1990 kom fram alveg nýr stofn af tóbakshornum með löngum, sverum og sterkum hangandi greinum sem þar að auki eru alþakin risastórum og hreinlitum blómum. Þessi stofn hlaut nafnið Surfinia”, sem er alþjóðlegt vörumerki og einka- leyfisverndað, og var settur á markað vorið 1992. Hér á landi mátti sjá fyrstu súrfíníurnar” á markaði vorið 1995. íslenskir garðyrkjumenn voru nú svolítið tortryggnir á þol súrfíníanna við okkar aðstæður fyrsta sumarið - en svo sýndi það sig að þær ' i§[ enn betur en þau tóbakshorn sem hér voru þekkt fyrir. Væri þess aðeins gætt að þær stæðu ekki í miklum vind- streng og væru þær hafðar í góðu vari fyrir regnátt- inni þroskuðust þær og blómstruðu engu síður en í suðlægari löndum - og jafnvel fannst þeim sem þekktu þær líka austan Atlantsála að ís- lensku súrfínurnar væru þéttari og blómsælli en þær sem þar mátti sjá. Og nú er súrfínían komin, búin að sjá og sigra, og eftir- spurnin eftir henni hér var meiri en framleiðendur önnuðu í fyrravor. Óneitanlega er hún mikil og góð viðbót í svalakass- ana okkar og það er varla á það * spjöruðu sig með af- brigðum vel, jafnvel og Tóbakshorn •ðmþí . 1 V'JI W> hættandi að draga innkaupin lengi - þótt ég ráðleggi ykkur að setja hana ekki endanlega út fyrr en fyrstu dagana í júní. Hvönn - Angelica archangelica Flestir Islendingar þekkja hvönn, eða ætihvönn, eins og hún er líka oft nefnd. Hún er há- norræn planta og stórvöxnust allra ís- lenskra jurta. Það fer ekkert á milli mála hvað um er að ræða þegar við rekumst á stóra fagurgræna jurt með flipaskiptum blöðum og grófum r stöngli með miklum blaðslíðrum og stórri kúiulaga blómskipun í sveip efst. Af plöntunni legg- ur afar sérkennilega lykt sem engu öðru er lík. Hvönnin vex um allt land í fuglabjörgum, giljum, við ár eða lækjarfarvegi og síðast en ekki síst kring um mannabústaði, byggða sem óbyggða. Rótin er sver og löng stólparót. Sé allt eðlilegt er hvönnin tvíær, það er að segja hún safnar orku í rótina fyrsta árið og notar hana árið eftir til að blómgast og bera fræ. Síðan deyr hún. Komi það fyrir að blómsveipurinn sé skorin af stönglinum rétt eftir blómgun þroskast að sjálfsögðu engin fræ - og plantan lifir áfram til næsta árs. Norræna nafnið hvönn er töku- orð úr samísku og ætti með réttu að skrifast kvönn, eins og tíðkast í hinum norðurlanda- málunum. Okkar ritháttur stafar líklega af því að fram- burður á hv- og kv- hefur verið reikull í íslensku, ekki síður en í norsku, allt frá landnámsöld. Það er ekki að ástæðulausu að utan norrænu málanna sé hvönnin kennd við engla og erkiengla. í Noregi og á íslandi töldust umráð yfir hvannastóð- um til mikilla hlunninda og þótti sú auðlind að sérstök lög voru sett um hvannatöku og umgang manna um annars manns hvannastóð eða hvannagarð. Lengi fram eftir öldum voru hvannarætur og eftirsótt útflutn- ' -r»x, - ÍP V ingsvara frá þessum löndum. Þurrkaðar rætur voru fluttar suður til Evrópulanda og seldar þar fyrir hátt verð. í þeim er hvannarótarolía sem notuð var í ilmvötn og sem krydd í vín. Einnig var hvönnin í miklum metum sem lækningajurt. Varla var til sá krankleiki sem hvannarót átti ekki að geta lagað. Hróður hvannarótarinnar var engu minni en ginsengrótarinnar / * nú. Enn þann dag í dag er hvannarótarolía notuð í ilmvötn, flest þekkjum við t.d. ilmvatn- ið fræga „Aliage”. Hvannarótarbrennivín mátti til skamms Étíma finna í hillum ÁTVR og þar rek- umst við enn á \^^3iéPnokkra líkjöra með hvannarótarolíu sem einn af bragðgjöfunum. í Bret- landi og Frakklandi er hægt að kaupa kandíseraða hvannaleggi. Þá hefur hvannastilkurinn verið skorinn í litla bita sem látnir eru liggja í sykurlegi og þurrkaðir á víxl þangað til þeir eru orðnir gegnmettaðir af sykrinum sem kristallast utan á þeim. Ferska hvönn er hægt að nota til bragðbætis í salöt, súpur og pottrétti. Hráa hvönn ætti samt að nota af varúð því að í henni er efni sem getur valdið ljósof- næmi og af sömu ástæðu er var- hugavert að handfjatla hvannir mikið á sólskinsdögum. Plöntu- safinn getur valdið útbrotum og bruna á húð ef sól nær að skína á hörundið. Þetta hvannaof- næmi er samt mjög sjaldgæft þegar ætihvönnin á í hlut. Nánir og stórvaxnari ættingjar hennar af ættkvísl risahvanna eru miklu hættulegri hvað þetta varðar. Grasalæknar nota hvönn nokk- uð til lækninga - og ég ráðlegg ykkur að nota hana aðeins í samráði við þá í því skyni. Hún er talin vera lystaukandi, örvandi og yljandi, þvagdríf- andi, slímlosandi, bæta melt- ingu, lina krampa og blóð- hreinsandi með meiru. Helstu líffæri, sem hvönnin hefur áhrif á, eru hjartað og blóðrásin, maginn og meltingarfærin, nýrnahettur, lungu og lifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.