Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 38

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 38
 Hinn ómótstæðilegi söngvari, Tom Jo- nes verður 58 ára 7. júní og nú bara met- ið þið sjálf hvort ykkur finnist hann ekki nokkuð sexí miðað við aldur! Tommi er Breti eins og flestir vita, nánar tiltekið Wales búi - og byrjaði að syngja í kirkj- um ungur að árum. Hann elskaði að troða upp heima hjá sér og bað mömmu sína um að "draga frá tjöldin" og kynna sig áður en hann tók lagið í stofunni heima. Hann hætti í skóla 16 ára og var kvænt- ur maður með eitt barn 17 ára að aldri. Hann vann meðal annars fyrir fjölskyld- unni með því að selja ryksugur í heima- húsum. Fyrsta platan, sem kom út árið 1964, seldist illa en ári síðar söng Tom Jones lagið "It's not unusual" inn á plötu, sló í gegn og hefur verið fastur á toppnum síð- an. Eða þannig. Að minnsta kostifá marg- ar og margir í hnén við það eitt að heyra rödd hans - hvað þá við það að sj á bringu- hárin... Stjörnuafmœli Noah Wyle úr Bráðavaktinni verður 27 ára 4. júní. Því miður fyrir marga aðdá- endur hans tilkynnti hann nýlega trúlof- un sína og Tracy Warbin... Noah á sex systkini, heitir fullu nafni Noah Strauss- er Speer Wyle, hefur áhuga á körfubolta, ljósmyndun og snóker og safnar gripum sem minna á örkina hans Nóa... Skrýtið! Engin var eins og hún. Þótt Marilyn Monroe hafi látist fyrir næstum 36 árum lifir hún í minningunni. Hún fæddist 1.. júní árið 1926 í Los Angeles, var skírð Norma Jean Mortensen, þekkt lengi framan af sem Norma Jean Baker og var þrígift. Hún sagði margar fleygar setningar, sem enn er vitnað til. Hér koma nokkr- ar þeirra: " Eg vil bara vera yndisleg...".11 Það væri frábært að fá forseta sem er svona ung- uroglaglegur...". "Peningareru það sem allt snýst um...". Um hana var meðal annars þetta sagt: "Þvílík fífl eru þeir, sem halda hana vera heimska ljósku!" Nokkrar staðreyndir um Marilyn: Eftirlœtis: litir: drappaður, svartur, hvítur og rauð- ur. leikarar: Marlon Brando, Clark Gable, Charlie Chaplin, Tyrone Power. leikkonur: Greta Garbo, Jean Harlow, Ginger Rogers, Joan Crawford. flugfélag: TWA listamenn: Goya, Picasso, Michelangelo. drvkkur: Dom Perignon, 1953. tónskáld: Mozart og Beethoven ilmvatn: Chanel nr. 5 rithöfundar: Dostojevsky, Geor- ge Bernard Shaw og Thomas Wolfe Og ekki má gleyma tveimur sjarmörum sem eiga afmæli í júní: Liam Neeson og Bubba Morthens. Liam vann með tveimur íslending- um í fyrra að kvik- myndinni um Vesal- ingana, þeim Valdísi Óskarsdóttur og Verði Þórssyni og hann var svo frábær í að dulbúa sig að hanngatsetiðákrám Pragborgar og sötr- að sitt viskí óáreitt- ur. Liam verður 46 ára þann7., óárumeldri enBubbi,semverður42áraþann6.Bubbi Morthens verður bara flottari með árun- um! Hann stendur sig vel í "Carmen Negra" og heyrst hefur að hann sé að semja söngleik um Vesturfarana. Söng- leikurinn verður pottþétt tilbúinn árið 2000... 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.