Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 16
mT-^ Sakamál Eftir Harry Williams ^Tt//*({((/t(f/*(/t/ia/' John sat og dreymdi dagdrauma. Það hafði hann oft gert undanfarnar vikur eða alltfrá því að hann fékk stóra vinninginn í Lottóinu. 10 milljónir króna. Það var óneitanlega hœgt að kaupa sitt afhverju fyrir slíka fúlgu. Og í draumunum sat John einn að þessu óvænta happi. Þar kom hans betri helmingur, eiginkonan, livergi við sögu. Betri helmingur! honum fannst næstum hlægilegt að hugsa urn hana sem slíka. “Ef ég ætti að lýsa henni með einu orði myndi orðið pest liæfa best,” hugsaði John, þar sem hann sat og þóttist fletta dagblaðinu. Hann virti eiginkonuna fyrir sér í laumi. Hvernig mátti það vera að hann hafði einu sinni verið hrifinn af henni? Jafnvel elskað hana. Auðvitað breytist maður, hugsaði John. Og þau voru búin að vera gift í meira en tuttugu ár. Það breytist margt á svo löngunt tíma. En hvað um það. Hann skyldi ekkert í sjálfum sér. Hún hafði verið ráðrík frá fyrstu tíð. Hann hafði látiö sér það líka í fyrstu að hún hefði frumkvæðið í ná- kvæmlega öllu sem þau gerðu. En nú var þetta orð- in algjör kvöl. Hún komst ekki frá móð- urhlutverkinu. Siðaði hann 16 eins og barn. Ekki að gera | þetta eða hitt. Var það hon- um að kenna að þau höfðu ekki eignast börn. Sannar- lega ekki. Hann hafði látið hana fá óspart sinn skammt en hún hafði ekki getað gert neitt úr honum. Hann renndi augunum yfir líkama hennar. Þegar þau kynntust var hún grönn. Eins og hrífuskaft og þá hélt hún sig vel til. Það var eitthvað annað uppi á teningnum núna. Hún var álíka löguleg og kartöflu- poki. Og svo var líka vond lykt af henni. Það var ekki hans sök að þau voru hætt að elskast. Honum reis ekki hold. Það var auðvitað henni að kenna. Ég er líklega að tapa átt- um, hugsaði John. Ég ætti bara að sætta mig við hana og láta röflið í henni yfir mig ganga. Hann virti hana aftur fyrir sér. Nei, fjanda- kornið. Ekkert varir að ei- lífu. Síðustu tuttugu árin höfðu ekki verið dans á rósunt. En það keyrði fyrst um þver- bak þegar hann vann þessa álitlegu upphæð. Kate hafði gengið af göfl- unum. Hún vildi kaupa hitl og þetta. Nýja uppþvotta- vél, nýja þvottavél, leður- húsgögn, fín föt á sjálfa sig, málverk og flísar á svalirn- ar. Hún gat ekki um annað talað en að kaupa... kaupa... kaupa... Aldrei hafði hún spurt hvað hann gæti hugsað sér að gera við peningana. En hann velktist ekki í vafa í hvað hann ætlaði að eyða þeim. Auðvitað í kvenfólk! Hann ætlaði að kaupa sér stelpur og njóta þess sem hann hafði ekki upplifað með konu sinni í mörg, ntörg ár. John lét sig dreyma um hörundsdökkar, íturvaxnar | stelpur. Stelpur sem létu að öllum óskum hans og hann gat vafið um fingur sér. Þær kveiktu í vindlinum hans, nudduðu hann og struku. Og hann þurfti ekki annað en að gefa þeim merki til þess að þær drægu af sér spjarirnar, lilbúnar í tuskið. Og þær voru þarna í röðunt. Hann ætlaði að njóta þeirra þegar... Já, þegar hæfilegur tími væri liðinn. Hann virti fyrir sér hendur sínar. Hendur. sem senn mundu strjúka mjúka meyj- arkroppa. En áður en að því kæmi þurftu þessar hendur að vinna annað verk - að drepa. Nokkuð sem þær höfðu aldrei gert áður og myndu ekki gera nema einu sinni. En enginn myndi láta sér detta það í hug að þær hefðu unnið slfkt afreksverk. Það var kaldhæðni örlag- anna að gamall vinur Johns hafði komið í heimsókn. Hann Ben, sem var með honum í stríðinu í Víetnam. Þeir höfðu rifjað upp sitt- hvað sem þar dreif á dag- ana. Það hafði verið heilt helvíti að skríða í fenjum og frumskógum og eiga við Ví- etkongarana sem voru út- smognir og miskunnarlaus- ir. En það hafði líka verið gaman að skemmta sér í Saigon. Stelpurnar þar voru vitlausar í bandarísku her- mennina og hann og Ben höfðu meira að segja farið í keppni um hvor kæmist yfir fleiri í einu helgarleyfinu. En þessir dagar skelfingar og sælu tóku enda. Auðvit- að var það ekkert spenn- andi að koma heim aftur og taka til starfa í bankanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.