Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 53
um þar sem kúnnarnir fái oft
hugmyndir þaðan að klipp-
ingum og greiðslum. Enn-
fremur verði þau að lesa
tímarit, bæði innlend og er-
lend, því þaðan koma oft
vinsælustu klippingarnar.
Svavar Örn tekur undir þetta
og bætir við: "í þessum
bransa telst það nánast lög-
brot að missa af Óskarsverð-
launaafhendingunni!!"
Þau hafa öll lent í því að
vera beðin um að klippa eftir
stjörnu sem þau höfðu ekki
hugmynd um hver var:
Böddi: "Já, það hefur gerst
tvisvar eða þrisvar. í eitt
skiptið var beðið um klipp-
inguna á Rachel (Jennifer
Aniston) í Friends, og ég
hafði ekki hugmynd um
hvaða manneskju stelpan var
að tala! Hún hefði alveg eins
getað beðið um klippinguna
á Guði! Þá var nýbyrjað að
sýna þættina hér og Rachel
æðið var ekki byrjað úti í
Bandaríkjunum. Til að
bjarga þessu ákváðum við að
skoða tískublöð á stofunni til
að finna þá klippingu sem
hún vildi og það tókst að
lokum. Mjög flott klipping
sem fór stelpunni vel. Það er
mjög óþægilegt þegar þetta
gerist því yfirleitt kannast
maður eitthvað við stjörnuna
sem um ræðir! Ég er búinn
að kíkja á Friends síðan!!"
Svavar Örn: "Fyrir tveimur
árum var ég beðinn um að
klippa konu eins og Jane
(Josie Bissett) í Melrose
Place. Ég varð að gjöra svo
vel og kynna mér hvernig
Jane leit út sem og hárið á
henni. Það var alveg stutt -
mjög flott. Svo var ég aftur
beðinn um Jane síðar og ég
var að fara að klippa mann-
eskjuna stutt þegar það kom
á daginn að Jane var komin
með miklu síðara hár!! Það
er því eins gott að fylgjast vel
með sápunum! Nema
kannski Glæstum vonum og
oft á þeim
við sjáum eitt-
hvað nýtt
við
prófa."
Þau minna
er hér með
klippingu leikkonunnar Winona Ryder
en sú klipping er einnig mjög vinsæl
um þessar mundir.
Leiðarljósi. Ég efast um að
greiðslurnar þar eigi eftir að
slá í gegn.J"
Dagmar: "Fyrst þegar ég var
beðin um George Clooney
klippinguna hafði ég ekki hug-
mynd um hver maðurinn var,
hvemig sem ég fór nú að því!
En, sem betur fer,
erauð-
v e I t
að lýsa
þeirri
klipp-
ingu fyrir
manni svo
strákurinn
gekk út
með þá
klippingu
sem hann vildi
þrátt íyrir van-
þekkingu mína
á Bráðavakt
inni!"
Veljum við
klippingar fræga
fólksins af því
um er að ræða eft
irlætisleikarann
eða erum við bara
að spá í hárið?
Svavar Örn: "Ég
held að það sé bara hár-
ið, ekki endilega hver sé
með klippinguna. Fólk
heillast af línunni og sér
hvað þessi klipping get-
ur gert fyrir það. Svo er
það vinna okkar sem
fagmanna að reikna út
týpuna og hárgerðina og
hvað við getum gert til
að ná þeim stíl sem fólk-
ið sækist eftir. Það er
mjög þægilegt að hafa
þessar stjörnur til hlið-
sjónar ef fólk biður um
einhverja ákveðna
klippingu og til að skýra
frekar getur maður sagt:
eins og..1'
Böddi: "Stjörnurnar koma
með nýjar línur og þora að
vera öðruvísi. Þess vegna
eru þær oft brautryðjendur í
hártísku sem og öðru. Það er
Dagmar Agnarsdóttir fullkomnar greiðsluna með smá hárlakki!
Já,
okkur líka á að það sé ekki
bara klippingin sem gerir
hárið á ákveðinni stjörnu
flott, heldur sé þetta fólk
með ofsalega heilbrigt og
gott hár. Sharon Stone, Meg
Ryan, Leonardo DiCaprio -
þau eru öll með fallegt hár
sem þau hirða vel og svo sjá
hárgreiðslumeistararnir um
afganginn!
53