Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 51

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 51
"Geturðu klippt mig svona?" Ljósmynd, sem klippt hefur verið út úr víðlesnu tímariti, er rekin upp í andlit hárgreiðslumeistarans. Klippingin er kannski ekki vandamálið, en getur hver sem er borið hana? Hvers vegna vilja sumir líta út eins og fræga fólkið? Er það vegna þess að þeim finnst klippingin falleg eða er viðkomandi bara í svona miklu uppáhaldi? íslenskt hárgreiðslufólk er alls ekki óvant beiðnum af þessu tagi og Vikan fékk þrjú þeirra til að segja okkur hvaða stjörnur við tökum okkur aðallega til fyrirmyndar þegar hárgreiðslur eru annars vegar og af hverju: Svavar Örn Svavarsson er hárgreiðslumaður á Salon VEH auk þess sem hann sér um hárið á fréttamönnum 19:20. Böðvar Eggertsson er betur þekktur sem Böddi á hárgreiðslustofunni Space og Dagmar Agn- arsdóttir er hárgreiðslumeistari á Zsa Zsa. Þau kannast vel við beiðnir um stjörnuklippingar: Svavar Örn: Já, ég er oft beð- inn um að klippa fólk eftir klippingu einhverrar stjörnu. Sumir fara varlega í að biðja mann um það, lýsa einhverri ákveðinni klippingu en kunna ekki við að nefna að það er nákvæmlega eins og klippingin sem Sharon Stone er með!! Þá er mjög gott að vera að- eins með á nótunum og spyrja hvort það sé Sharon Stone greiðsl- an sem viðkomandi vill. Og það er yfirleitt svo!" Böddi: "Já, fólk kemur líka með mynd af stjörnunni á hárgreiðslu- stofuna og þá er oft einhver feimni við að draga upp myndina og sýna manni. En ef þú sérð klippingu sem þú telur að muni klæða þig vel, þá er ekki nema sjálfsagt að sýna hárgreiðslumanninum mynd af henni og athuga hvað hann getur gert." Dagmar: "Já, það er algengt að fólk komi með myndir til að sýna manni þá klippingu sem það vill. Svo eru líka tískublöð hér á stof- unni og þaðan fá margir kúnnar hugmyndir, ekki síður en úr hár- tískublöðunum." Hvaða klipping hefur verið vin- sælust - hvaða "æði" hafa gengið yfir? Svavar Örn: "Að mínu mati hefur Meg Ryan verið mjög leiðandi í hártísku, sérstaklega í bíómyndun- um French Kiss og Addicted to love. French Kiss greiðsl- an er sú allra vin- sælasta sem ég man eftir. Winona Ryder hefur líka verið vin- sæl. Nú er Sharon Stone æði í gangi sem hentar mér mjög vel því ég elska Sharon Stone! Hún og Meg Ryan hafa vinninginn hjá mér. Oasis- strákarnir voru líka heitir hjá herrunum." Böddi og Dag- mar hafa sömu sögu að segja um heitustu klipping- una: Böddi: "Meg Ryan er alltaf flott um hárið og French Kiss greiðslan er lang- vinsælust. Hún er á góðri leið með að verða klassísk Brynhildur Ólafsdóttir með klippinguna sem Sharon Stone bar á óskarsverðlaunaafhendingunni. "Nú er Sharon Stone æði í gangi sem hentar mér mjög vel því ég elska Sharon Stone..!" segir Svavar Örn sem hér leggur lokahönd á hárgreiðslu Brynhildar Ólafdóttur, fréttakonu á Stöð 2 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.