Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 28

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 28
heimih Þegar hann var lítill lýsti hann því yfir að hann œtlaði að verða hótelstjóri þegar hann yrði stór. Leiðin lá annað en draum- urinn var geymdur en ekki gleymdur. Fyr- ir nokkrum árum tók hann svo lífeyris- sjóðslán, keypti hluta af hœð í sama húsi og hann starfaði í og opn- aði hótelíbúðir til leigu. s Arni Einarsson er versl- unarstjóri í bókaversl- un Máls og menning- ar, en hann rekur jafnframt “Room with a view” - “Ibúð með útsýni” á 6. hæð í sama húsi og bókabúðin er í, Laugavegi 18. Það, sem vekur athygli þeg- ar inn er komið, er hversu hag- anlega íbúðirnar eru hannaðar, en þar er að finna á tæpum fjörutíu fermetrum setustofu, eldhús og svefnherbergi. Á gangi, sem liggur meðfram íbúð- unum tveimur, er salerni, sturta og “mini” þvottahús með þvottavél og þurrkara. Þarna er því allt að finna sem fólk þarfn- ast í lengri heimsóknum til landsins, enda segir Árni útlend- inga í miklum meirihluta þeirra sem gista í íbúðunum hans. Það var trésmiðurinn Kristófer Valdimarsson sem innréttaði íbúðirnar samkvæmt uppskrift Árna: “Kristófer er þúsund- þjalasmiður!” segir hann, en Árni segist hafa hannað íbúð- irnar “eins og hann sjálfur hefði viljað búa í á ferðalagi í útlönd- um.” Ibúðirnar eru innréttaðar á ólíkan hátt. Klassískir litir setja svip sinn á aðra en skærir litir á hina: “Ég vildi kanna hvort fólki gæti liðið vel innan um ör- lítið djarfara útlit, en reynslan hefur sýnt að meirihlutinn vill mildari liti og hefðbundnara út- lit. Þó kjósa alltaf nokkrir “djarfari” íbúðina og oft tekur fólk þá fram að það vilji verja fríinu í íbúð sem er gjörólík þess eigin.” Það er auðvelt að láta sér líða vel á sjöttu hæðinni. Meðfram íbúðunum liggja svalir þar sem hefur verið komið fyrir trjám og Paradís uppi á þaki Er nema von að margir útlendingar, sem hafa ekki hafið fyrir augunum alla daga eins og við, tími ekki að verja tím- anum í svefn? Morgnarnir á svölum þessa hulda heims eru engu líkir... blómum, að ógleymdum heita pottinum: “Það kemur mörgum á óvart hversu friðsælt er hér í hjarta borgarinnar og ein kona frá Bandaríkjunum bankaði meira að segja upp á hjá mér og spurði hvort ég gæti ekki útvegað henni háværa viftu svo hún gæti sofið! En rólegheitin hafa líka haft þau áhrif að þessar íbúðir hafa verið vinsælar hjá erlend- um rithöfundum sem segjast ætla að koma aftur og skrifa næstu bók hér.” Það þarf auðvitað útsjónar- semi til að kaupa inn fyrir svona heimili í upphafi, en Árni sagði að á þeim tíma, sem hann hefði verið að standsetja íbúðirnar hefði verið viðvarandi kreppa í efnahagslífinu og því mikið af vörum í verslunum, sem ekki höfðu selst: “Menn gátu því Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Myndir: Gísli Egill Hrafnsson og Bára Magnúsdóttir 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.