Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 29
Fleiri kjósa að búa í íbúðinni með klassíska viðnum og
mildu litunum...
Svefnherbergi í íbúð I. Málverkið á veggnum er eftir Erlu Þórarinsdóttur.
Ljósunum í loftinu er hægt að stjórna með fjarstýringu.
Úr “djarfari” íbúðinni: Eldhúsinnréttingin er frá Alno innréttingum. Það komu tvær í svona lit til
landsins og ekki margir sem þorðu að vera með svo sérstaka innréttingu. Gestur í íbúðinni lætur fara
vel um sig í sófanum, sem er tvíbreiður svefnsófi. Takið eftir bláa litnum sem er ríkjandi ásamt þeim
rauða. Glös, skálar og annað sem tilheyrir borðbúnaði er í bláum lit.
Slappað af í heita
pottinum. Tréð við
pottinn er selja, sem
Arni segir þrífast best
allra trjátegunda á
svölum í íslensku
roki. Gestur í
íbúðinni hefur það
gott í garði á þakinu.
.... þar sem eldhúsinnréttingin er líka úr Honduras
mahóníi.
ekki slegið hendinni á móti
góðu tilboði, þar sem allt var
staðgreitt,” segir hann. “Með
þessu móti gat ég innréttað
íbúðirnar eins og ég vildi, án
þess að sprengja fjárhaginn end-
anlega.”
Gestirnir, sem gista í hótelí-
búðum Árna, njóta þess að
standa á svölunum og horfa á
birtuna færast yfir Reykjavík.
Margir njóta þess að horfa yfir
sjóinn, enda ekki allir sem hafa
búið við þau forréttindi að hafa
hafið fyrir augunum. Allir hafa
svo orð á marglitum þökum
Reykjavíkur.
Útlit svalanna er hannað af
Róbert G. Róbertssyni skrúð-
garðyrkjumeistara og á sumrin
eru þær eins og lítill ævintýra-
heimur. Árni segir Róbert hafa
prófað sig áfram með trjáteg-
undir: “Við höfum fundið út að
selja dafnar best á svölunum,
þótt hún sé aðeins í 40 sm djúp-
um potti. Hér á svölunum er
einnig kanadískt eplatré, skraut-
reynir, lerki og sólbroddur.
Og þá er ekki annað eftir en að
líta inn fyrir dyrnar á “Room
with a view”.
29